Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Nei takk Séð og Heyrt ekki skreyta fjöllin með auglýsingum

Ég átti leið austur fyrir fjall í dag.  Þegar ég kom að beygjunni að Skíðaskálabrekkunni blasti þessi hryllingur við mér, eins og sést á myndunum sem hér fylgja með.  Það er hið víðfræga menningarrit Séð og Heyrt sem setur upp þennan hrylling.  Ég vil fullyrða að þetta er lögbrot að setja upp auglýsingar af þessu tagi.  Því vona ég að viðkomandi yfirvöld láti fjarlægja þennan ófögnuð.  Verði byrjað á þessu mun þetta flæða um allt land og afskræma einstaka náttúru okkar.

Nú eru það mín viðbrögð að ég skal aldrei kaupa þetta blað inn á mitt heimili.  Verði þetta hins vegar fjarlægt skal ég gleyma þessu, eins og hverju öðru bernskubreki.  Ég vona að ykkar viðbrögð verði þau sömu, þar að segja ekki kaupa  þetta blað sem vanvirðir íslenska náttúru á þennan hátt.

Nei takk ekki skreyta fjöllin okkar með auglýsingum. Útgefendur Séð og Heyrt takið eftir, auglýsingamennskan hefur gengið of langt.

HPIM0598

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM0599


Nú skil ég blómin

HPIM0130Nú skil ég blómin er heiti á ljóði sem ég samdi 1998.  Ekki man ég sérstaklega hvað var tilefni þessa ljóðs.  Með árunum verða þessir vinir mans, sem lifað hafa langan aldur á vel geymdum blöðum fámálir og hógværir.  Dálítið feimin við veröldina.  Haldin eins konar félagsfælni.  En nú er mál að linni og þessi vængjaði vinur minn fari út í lífið.

 

Nú skil ég blómin

 

 

Nú skil ég blómin

urð þeirra og grjót

nú skil ég fjöllin

fegurð þeirra og mót

nú skil ég náinn

í frera grafinn völlinn.

Nú skil ég lifað líf

lesti og gleði tal

nú skil ég innstu þrá

og ilm í fjalla sal

nú skil ég

                hve skammt er lifað

og ljóðin fáu

                sem ég hef skrifað.

              

 Ólafur H. Einarsson 1998.

 


Hin stórhættulegi 13. júní

Ætlaði ekki að blogga í dag, það er miðvikudagurinn 13. júní.  13. júní er stórhættulegur dagur og maður á bara að vera í rúminu og lesa bók.  En...... þá datt mér í hug að lauma bara enn einu ljóði sem fjallaði um vikudagana.  Þannig að þetta sleppur af því að þetta er um vikudaga, en ekki neitt annað.

 

VIKUDAGAR

 

Mánudagsmorgun ég man það svo vel

hvað morguninn var fagur og tær,

en þriðjudagur var þreyttur, hann ég fel

því með eindæmum var hann þó fagur í gær.

Miðvikudagur var mæddur af raunum

en átti samt mikið af heimsins launum.

Fimmtudagur hljóður, ferðbúinn af draumum;

fagnandi beið hann eftir helgarsögum.

Föstudagur varð frelsarans krossins bani

frelsið í sér, samt er hans vani,

en laugardagur með leti högum

líknaði skrokknum af öllum dögum.

Sunnudag ég sofa vildi

en sólin það ekki skildi.

          Ólafur H. Einarsson 2002


Egilsaga og flesnusaga með ljóði

Stundum getur flensa orðið að ævintýri.  Þannig var að ég hafði fengið hastarlega flensu.  Þegar hitakófinu bráði, tók andinn til sinna ráða.  Þokan í höfðinu varð að víkja fyrir einhverju bitastæðu.  Þá var það Egla sem blasti við mér í bókhillunni.  Sagan var öll í þoku í minninu og það skásta sem hægt væri að gera var að lesa hana aftur.  Ég las hana milli þess þegar bráði hitakófinu af mér.  Þegar ég var komin að Höfuðlausn og fram yfir það, fór ég að hugsa hvort þetta væri eitthvað afrek að búa til svona ljóð ( þ.a.s. 20 erindi ) ef lífið lægi við.

Ég braut heilann um þetta og ákvað að prufa sjálfur.  Reyndar gaf ég mér ekki heila nótt til að búa til ljóðið sem hér kemur á eftir, en Egill kallinn var trúlega pennalaus þarna í dýflísunni forðum og lagði þetta allt á minnið. Sá er munurinn.  Já, ég skrifaði ljóði nærri í einum rykk; enda með flensu og hita.  Spurningin er hvort ég hefði haldið höfðinu með þetta ljóð.  Það verður að bíða seinni tíma, þar að segja þar til ég hitti þá félaga í framlífinu báða örugglega meinlausa engla með vængi.  Hver veit ?

 

Naustuð skip

 

1.

Skilja lifa, skemmtan þrá

skömm þá fáir mæta,

hugur eflir hrellda brá

heiman má ei græta.

2.

Nærist sál í nausta lagi

gnýr fer tímans tregi

eflir kyrrð, kvalda hagi

kuml tímans þá þegi.

3.

Eflist hamur og höndin blíð

hjartans klukka tifar

löng verður lifuð tíð,

lofgjörð þess sem eftir skrifar.

4.

Væringar manna visku skerða,

vond er tunga helsis

heimur illsku, haturs serða

hjóm á blóma frelsis.

5.

Skömm hljóta, skekur frið

skrúðmælgi natinn tefur,

maður tapar, nísta grið

mal sinn endanlega grefur.

6.

Hlusta þrír, þá heimur telur

hlæast tungur margra hrelldra,

morgun aftur nýjan felur

nærist tár af hvarmi felldra.

7.

Nísti of, þá nökkva þinn

nóg eru skerin sigld

friður kemur, fræðin auðgar

festar lands þá aftur gild.

8.

Veikist of, veikur hugur

verða skil á þáttum,

spynnist þá, í skikkju dugur

skaparans miklum máttum.

9.

Helga skaltu, hlýðni góða

herrans skaparans tign

mekt hans, mikinn gróða

megnar hans sign.

10.

Gera skaltu góða hlut

af gnægðarborði skaparans,

vilji ríkur veltir skut

veit skipi þínu heimsins gjafarans.

11.

Hlutast skaltu, heimsins gerðir

hlíða kalli samviskan

réttlátur mikinn, reiðileysis ferðir

röggsamur við náungann.

12.

Fari lyndi, freisting þín

fugls sem um flýgur

naustast ei í nöpur vín

nauð djöfuls þig sýgur.

* 13.

Nærðu sál á nýju klæði

njóttu dagsins þrek

að kveldi, allan kaleik græði

hvað átök þig tek.

14.

Heimsins launa hlustaðu ei

hnjóð eigna safna,

berast skaltu, aldrei næktarfley

svo börn þín undan kafna.

15.

Þá nálgast þreyttrar æfi

þyrstir ei lífið meir,

tak mal þinn og klæði

nægjusemin einni tilheyr.

16.

Við tré, vistast skaltu

veit austri hót,

þá nótt fer heljar haltu

ei lífið mót.

17.

Þá morgun aftur rísi

mót sólu dags,

líkami þinn lausnarinn hýsi

líknar brú hins nýja lags.

18.

Náð þín verði nokkuð tekið

naustist sálarskipið allt,

uns skrokkhaldið umkomulaust rekið

umverpist, verður kalt.

19.

Rísi sál, þá röskast efinn

roðagull í paradís,

eimur blóma eylíft gefin

eilíf verði þín vistarprís.

20.

Naustað skipið, í nálægð grafi

nóttin horfin braut,

bið ég þá aftur Guð hafi,

byrgi skipið þitt nýrri þraut.

 

               Ólafur H. Einarsson  2001

* Eftir tólfta erindi á að signa sig þegar þetta er lesið


Ekkert blót á blogginu - áskorun

Skelfing er leiðinlegt allt blót og ragn.  Fyrirsögn eins og Ingvi Hrafn ( Hrafnaþingsmaður ) og fleirri hafa verið með hér  á blogginu.  Mér finnst fólk setji niður þegar það viðhefur blót í fjölmiðlum almennt.  Fyrir utan það þá særir það mig ( í trúarlegum skilningi ) og er vont fordæmi fyrir okkur öll, gagnvart börnunum okkar og barnabörnum o.s.f.v..

Tökum saman um það að úthýsa öllu blóti af þessum miðli og öðrum.  Ég veit að við viljum ekki samfélag sem upphefur slík gildi.

Ágætu bloggara og aðrir landsmenn hættum að blóta og leggjum rækt við hin góðu gildi og fordæmi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband