Færsluflokkur: Matur og drykkur

Sumarsögur - blómstrandi nætur

HPIM0057Er eiginlega of upptekin af þessum fallegu dögum.  Lúpínan flæðir yfir holt og hæðir og hvar sem maður lítur yðar allt af lífi.  Var síðast í gær að henda út geitung, gríðarlega stórum aftur í sæluna og sumarið.  Sóleyar klæða túnin hvar sem maður lítur, já hvað þarf maður svo sem að kvarta.  Landið heilsar manni í óendanlegum yndisleika. 

Senn er sumri komin kraftur

 

Senn er sumri komin kraftur

segðu það vinum mínum

að handan fjalla hefjist aftur

hlýja sólar nýju líni

land þá klæðir lautir og bala

þá er ljúft að njóta í leti og víni

og leiðast ekki af heimsins kala.

           Ólafur H. Einarsson 1985


Ekkert blót á blogginu - áskorun

Skelfing er leiðinlegt allt blót og ragn.  Fyrirsögn eins og Ingvi Hrafn ( Hrafnaþingsmaður ) og fleirri hafa verið með hér  á blogginu.  Mér finnst fólk setji niður þegar það viðhefur blót í fjölmiðlum almennt.  Fyrir utan það þá særir það mig ( í trúarlegum skilningi ) og er vont fordæmi fyrir okkur öll, gagnvart börnunum okkar og barnabörnum o.s.f.v..

Tökum saman um það að úthýsa öllu blóti af þessum miðli og öðrum.  Ég veit að við viljum ekki samfélag sem upphefur slík gildi.

Ágætu bloggara og aðrir landsmenn hættum að blóta og leggjum rækt við hin góðu gildi og fordæmi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband