Færsluflokkur: Spil og leikir

Af galdrastrákum og Harry Potter

HPIM1490 

Mikið var gaman að fá að vera þátttakandi í því að kaupa Harry Potter bókina.  Hér á bæ er ungur maður af Harry Potter kynslóðinni,  sem að sjálfsögðu átti pantaða bók hjá Nexus á Hverfisgötunni.  Vorum mættir um ellefu leitið og þar var dúndrandi bókaveisla.  Brugðum reyndar á þann leik að fara ekki alveg strax í röðina. 

 

Það var undarlegt þegar við ókum niður Laugarveginn.  Ungt fólk brosandi með poka í hendinni, nýbúið að fanga bókina eftirsóttu.  En á hinn bóginn var drukkið fólk og slagandi með bjórdósir eða eitthvað viðlíka í hendinni.  Ég hugsaði hvað ég væri lánssamur að eiga heilbrigðan ungan mann sem hafði áhuga á galdrastráknum Harry Potter. 

 

Við vorum komnir um tólfleitið í röðina og það gekk bara vel að afgreiða bókina dýrmætu.  Það var samt einhver ósvöruð spurning um þetta galdrafólk sem var mætt á staðinn.  Þarna hafði greinilega verið mikil stemming. Alla vega gáfu veisluföngin það til kynna. 

HPIM1508

Oft er talað um bókaþjóðina miklu og lestur almennt.  Af þessu að dæma þarf ekki að örvænta hvað það varðar.  Gaman hefði samt verið að bókin hefði verið á ástkæra ylhýra málinu, eða er þetta bara gott ( alþjóðavæðingin ) alla vega þarf maður að tala orðið nokkuð mikið á ensku.  Maður fer á hjólbarðaverkstæði, bakarí, bókabúð og yfirleitt alstaðar þarf maður að bregða fyrir sig hinum ýmsu málum sem maður hefur á takteinum.

 

Eftir situr samt þessi gamli efi ( lífsreynslan ) er þetta bara allt auglýsingamennska eða raunverulegur gleðigjafi í lífshlaupinu. 

 

Ungi maðurinn á heimilinu vakti frameftir í nótt.  Það var erfitt að vakna í morgun og það er búið aftur að loka herbergishurðinni.  Undalega hljótt inni hjá unga manninum. 

Þetta er eiginlega vissan fyrir því að eftir alla auglýsingamennskuna og umstangið að þetta er góð viðbót í daglega lífið okkar, eiginlega gleðigjafi.

HPIM1504


Ekkert blót á blogginu - áskorun

Skelfing er leiðinlegt allt blót og ragn.  Fyrirsögn eins og Ingvi Hrafn ( Hrafnaþingsmaður ) og fleirri hafa verið með hér  á blogginu.  Mér finnst fólk setji niður þegar það viðhefur blót í fjölmiðlum almennt.  Fyrir utan það þá særir það mig ( í trúarlegum skilningi ) og er vont fordæmi fyrir okkur öll, gagnvart börnunum okkar og barnabörnum o.s.f.v..

Tökum saman um það að úthýsa öllu blóti af þessum miðli og öðrum.  Ég veit að við viljum ekki samfélag sem upphefur slík gildi.

Ágætu bloggara og aðrir landsmenn hættum að blóta og leggjum rækt við hin góðu gildi og fordæmi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband