Fella á kjarasamninginn nýja - persónuafsláttur ófullnægjandi

Nú er verið að birta á vef  asi.is dæmi um taxtabreytingar.  Í ljósi þessarar töflu er ljóst að óviðunandi er að samþykkja þessa samninga nema að persónuafsláttur hækki samhliða hækkun launa.  Hækka á afsláttinn á næsta ári um 2000 krónur (árið 2009 umfram almenna verðuppfærslu). Síðan hækkar sambærilega árið 2010 og 2011.  En kjarasamningur rennur út í nóv. 2010 ef ég hef tekið rétt eftir.  Þannig mun stór hluti hækkunar núna renna í ríkissjóð í aukna skattheimtu vegna hærri launa.  Á launatöflu sem birt á vef asi.is eru dæmi um taxta.

Árið 2007 hafði starfsmaður í ræstingu 121.317.- í laun.  Hægt er að fara inn á vef ríkisskattstjóra og reikna skatta af launum í þar til gerðri reiknivél.  Skattur af launum er 6.700 krónur núna eftir áramót t.d. útb. laun 1. feb. s.l.  

Nýjustu laun ræstingarstarfsmannsins eru 139.317 krónur núna með þessum nýja kjarasamningi.  Staðgreiðsla af þessum launum er 12.744 krónur.  Nærri lætur að ríkissjóður fá helmingi hærri skatt af viðkomandi eftir hækkun.  Þannig eru útborguð laun 114.928 krónur.  Útreikningur gerir ráð fyrir 2% í séreignarsparnað og 3.286 í félagsgjald á mánuði.

Raunveruleg hækkun er 10.876 krónur. 

Af ofansögðu veðrur ríkisstjórnin að leiðrétta þetta strax, því er ekki annað fært en að hafna kjarasamningunum.  Það verður að koma til strax breyting á persónuafslætti til þess að gerlegt sé að styðja þennan kjarasamning.  Ekki bara þessi 2000 kall heldur umtalsverða hærri upphæð.

Um aðgerðir ríkisstjórnarinnar má segja ýmislegt.  Ég dreg t.d. stórlega í efa að bygging fél. leiguhúsnæðis og aukið fé í það skili sér.  Það hefur verið nægjanlegt fé í þetta en sveitafélögin vilja ekki byggja þetta húsnæði og hafa ekki sótt um það.

http://www.rsk.is/reiknivelar/nidurstodur/vara_reiknivel_stadgreidslu_2.asp

vefur ASÍ  http://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-972/

launataflan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Árið 2007 hafði starfsmaður í ræstingu 121.317.- í laun.  Hægt er að fara inn á vef ríkisskattstjóra og reikna skatta af launum í þar til gerðri reiknivél.  Skattur af launum er 6.700 krónur núna eftir áramót t.d. útb. laun 1. feb. s.l.  

Nýjustu laun ræstingarstarfsmannsins eru 139.317 krónur núna með þessum nýja kjarasamningi.  Staðgreiðsla af þessum launum er 12.744 krónur.  Nærri lætur að ríkissjóður fá helmingi hærri skatt af viðkomandi eftir hækkun.  Þannig eru útborguð laun 114.928 krónur.  i.

Raunveruleg hækkun er 10.876 krónur. 

Ég tek   upp í athugasemd mína útreikninga þína. Þeir eru mjög athyglisverðir.Það er ljóst samkvæmt þeim,að ríkið hirðir mikið af  kjarabótinni í skatta.Hækkun upp á 10876 krónur er skammarlega lítil. Það verður að hækka skattleysismörkin mikið meira og fyrr.

Kveðja

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 18.2.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Athyglisvert! Takk fyrir þessa útreikninga.

Það er auðséð að fólk á berstrípuðum láglaunatöxtum á ekki að fá að taka þátt í velferðarsamfélaginu.  Ég bendi á auglýsingar Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði,  þar sem fullyrt er að framfærslumörk séu ekki undir 170.000.-

Hvernig væri að skora á fjölmiðla að taka þetta út og koma með myndræn dæmi um afkomu launþega miðað við þessa kjarasamninga? 

Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Tek heilshugar undir orð þín Sigrún og kveðja til Björgvins sem ég veit að  stendur enn í brúnni.  Ég skora hér með á alla fjölmiðla að taka þessa útreikninga upp.  Það er bara þessi þöggun í þessu samfélagi sem ríður hér húsum.  FOX- væðing fjölmiðlanna.

Ólafur H Einarsson, 18.2.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það var líka afar óvenjulegt að heyra í fulltrúum launþega dásama þessar tillögur.   

Marinó Már Marinósson, 19.2.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband