Það eru mannréttindabrot að semja um laun sem ekki er hægt að lifa af með reisn

Samningana verður að fella til að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina og verklýðsrekendur.  Eins og ég hef sett hér fram á bloggsíðu minn, þá tel ég að skattaútspil ( hækkun persónuafsláttar á næsta ári ) óásættanlega lítil.  Upphæðin er of lág og ekki hægt að bíða eftir henni í heilt ár. 

Það er annars undalegt að heyra verklýðsforingja ( verkalýðsrekendur með 500.000 krónur á mánuði ) lofa þessa kjarabót enda þótt hún sé nokkur.

Ég tel að það séu mannréttindabrot að semja á þennan hátt.  Þar að segja að semja um laun 3 ár fram í tímann, um laun sem duga ekki til framfærslu.  Fyrir utan það þá er það siðlaust að samtök sem telja 80.000.000 manns geti samið um að þúsundir manna lifi undir framfærslu kostnaði í fátækt.  Laun ræstingamanns skv. töflu ASÍ eru kr. 139.317 krónur.  Fyrir launahækkun greiddi þessi launþegi 6.700 krónur af mánaðar launum sínum í staðgreiðslu.  Eftir hækkun greiðir hann 12.744 krónur.  Þetta stafar af því að persónuafslátturinn þarf að hækka til samræmis við hækkunina.  Ef 15. þús. manns hafa þessi laun hafa skatttekur ríkisins aukist úr 1.2 milj. á ári í 2.3 milj.  

Þá eru eftir 65 þús. manns sem fá hærri launa hækkun sem auka mun skatta ríkisins alla verulega eins og séð er af dæminu hér að ofan.  Þannig má fullyrða að launþegar landsins eru að borga lækkun skatta á fyrirtæki með hækkuðum launum sínum.  Kostnaður fyrirtækjanna er því sára lítill þrátt fyrir að gegndarlausan hagnað á liðnum árum ( t.d. bankarnir ).

Nær hefði verið að skattalækkanir færu til alm. ( launþega ) og skattagróði ríkisins notaður alm. í hag, en ekki velferðarkerfi fyrirtækja sem rekið hefur verið hér í áratugi af sitjandi ríkisstjórnum.  Ekki hef ég á takteinum hvað kostar að lækka skattana á fyrirtækin og raunar undarlegt að það skuli ekki skírt eða spurt um það í fjölmiðlum.  Ég ætla að skjóta á að þetta geti verið 6 - 8 milj. á ári.  Þannig munu launþegar borga þetta með hækkuðum skattstofni af hækkuðum laun.  Sorgleg niðurstaða.

Nú verður að fara að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort það sé löglegt að semja og binda laun þúsunda manna þannig að þeir verði að lifa undir framfærslukostnaði ( í fátæktar gildru ) sem ekki er hægt að brjótast út úr.  Það eiga að vera lámarks mannréttindi að launþegi geti selt vinnu sína þannig að hann geti lifað af þeim launum sem hann fær.  Verkalýshreyfingin hefur ekki leifi til að semja um lægri laun, en þau sem duga til framfærslu og að fólk geti lifað af þeim og  tekið þátt í þessu samfélagi með reisn.  Siðlaust er að gera slíka samninga og mæra þá fyrir almenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er þér hjartanlega sammála!

Á hinum Norðurlöndunum er til "opinber og viðurkenndur" framfærslugrunnur, sem notaður er t.d. af hinu opinbera í viðkomandi löndum, þegar greiða þarf t.d. almannatryggingabætur. 

Af hverju verkalýðsforystan leggur ekki meiri metnað í kjarasamninga fyrir sína umbjóðendur er mér alveg óskiljanlegt.  Krafa nr. 1 á að vera sú að engin launataxti sé undir þessum framfærslumörkum, en þá verða þeir náttúrulega að viðurkenna hver þessi mörk eru og vinna sig út frá því. 

Sigrún Jónsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hér á árum áður voru forystumenn verkalýðs hugsjónamenn sem unnu baki brotnu fyrir sitt fólk fyrir kannski bara styrki sem Pétur og Páll lögðu til.

Nú í dag er þetta orðið eftirsótt starf með himinháum launum ...hvernig getur slík manneskja barist af heilindum fyrir þeim sem minna hafa? Er þeim ekki bara  andsk....sama??

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband