Færsluflokkur: Dægurmál
26.12.2008 | 17:31
Jólakveðja
Ágætu lesendur, ég óska ykkur gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári.
Þakklæti til ykkar sem lesið bloggsíðuna mína og megi komandi ár þrátt fyrir það sem undan er gengið í landsmálum, verða ykkur til gæfu og gleði. Guð blessi ykkur öll.
Horfum björtum augum til framtíðarinnar !
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við þær aðstæður sem nú ríkja í málum íslensku þjóðarinnar er það hreinlega óraunhæft að íslendingar taki sæti í Öryggisráði Sameiniðuþjóðanna. Fyrir utan það mikilmennsku brjálæði sem fólst í þessari ákvörðun, þá hafa íslendingar ekkert með það að gera að höndla með heimsfrið á þeim tímamótum sem við stöndum nú. Á Íslandi er skálmöld og upplausn sem felst í því að öll grundvallar gildi eru horfin ( fjárhagsleg- og siðferðisleg ).
Við slíkar aðstæður er nær að hugsa um íslendinga og aðstæður þeirra. Það að fara að nota mannafla og fjármuni til þessara hluta má ekki. Ríkisstjórnin mun þurfa að funda á öllum tímum sólarhringsins um afgreiðslur og ná pólitískri samstöðu um afgreiðslur o.s.f.v.. Þannig færi öll orka ríkisstjórnarinnar í mál sem koma okkur ekkert við á þessum tímapunti, nóg er álagið á þessu blessaða fólki. Ég vil einfaldlega að orka stjórnmálamanna á Íslandi verði notuð til hags þjóðar og leggi fremur vinnu í að skapa nýtt samfélag sem er byggt á grunni velferðar fjölskyldna, - skapa nýja atvinnu möguleika til framtíðar.
Eins og þessu er fyrir komið í dag er ljóst að börn okkar og barnabörn munu þurfa að búa við skert lífsgæði vegna þess brjálæðis sem yfir okkur hefur gengið. Skuldir frjálshyggju drengjanna verður arfleiðin til barnanna okkar og barna barna. Það hefur enginn stjórnmálamaður þorað að segja þetta á beran hátt. Þetta er mitt mat á aðstæðum dagsins í dag og þær upphæðir sem nefndar eru í yfirteknu bönkunum eru hreinlega eins og vakna í martröð. Nú verða íslenskir stjórnmálamenn að koma niður á jörðina og hætta við þetta rugl í Öryggisráði Sameiniðuþjóðanna, ekki síðar en í dag.
Dægurmál | Breytt 13.10.2008 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta vekur upp spurningar um stöðu íslensku bankanna og hvort ríkissjóður verði á komandi misserum koma þeim til hjálpar. Enda þótt vandinn sé annar en hjá Northern Rock bankanum þá er þetta hluti af alþjóðlegri kreppu sem er í uppsiglingu.
Hér er færslan :
Breski fjármálaráðherrann var í dag að tilkynna um þjóðnýtingu á Northern Rock bankanum. Eins og kunnugt er þá lenti bankinn í erfiðleikum vegna húsnæðislána sem voru veitt í Bandaríkjunum með vafasömum tryggingum. Ríkisstjórnin breska neyðist til að gera þetta þar sem einkabankar voru ekki tilbúnir að taka við nema með afarkjörum, tap skattgreiðenda hefði því orðið meira. Þetta er tímabundin yfirtaka og verður bankinn aftur seldur á alm. markaði þegar aðstæður á fjármálamörkuðum hafa breyst til batnaðar.
Þetta vekur upp spurningar um stöðu íslensku bankanna og hvort ríkissjóður verði á komandi misserum koma þeim til hjálpar. Enda þótt vandinn sé annar en hjá Northern Rock bankanum þá er þetta hluti af alþjóðlegri kreppu sem er í uppsiglingu.
Þetta var mín spurning um stöðuna 17. feb. s.l. hvar var ríkisstjórnin og bankaeftirlit o.s.f.v. Hefði ekki verið viturlegt af þessu fólki að skoða stöðu íslenskar bankastofnanna við þessi tíðindi og grípa til varna ráðstafanna. Það hefði ég alla vega gert á þessum tímamótum.
http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/447488/
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2008 | 19:49
Glæsilegur landsleikur kvennaliðsins í fótbolta - áfram stelpur !
Stelpurnar okkar unnu glæsilegan sigur á liði Slóveníu í dag. Mikil stemming var á vellinum og met fjöldi á leiknum. Sérstaklega var gaman hvað stuðningslið í stúkunni var fjörugt og skemmtilegt. Um gang leiksins getið þið lesið á íþróttasíðu mbl.is
http://mbl.is/mm/sport/fotbolti/2008/06/21/island_vann_storsigur_a_sloveniu/
Set hér inn nokkra myndir sem gefa mynd af stemmingunni og leikgleðinni allri. Til hamingju með sigurinn stelpur !
Margrét Lára að skora fyrsta markið úr vítaspyrnu.
Stelpurnar fagna eftir markið.
Liðin raða sér upp í byrjun leiks.
Áfram Ísland !
Fagnað í lok leiks.
Mikil gleði í lok leiksins.
Krækja á heimasíðu HM kvenna
http://www.uefa.com/competitions/woco/fixturesresults/round=2381/match=85441/report=rp.html
Öflugir stuðningsmenn !
Dægurmál | Breytt 22.6.2008 kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 10:52
Gleðilegt sumar 2008 !
Þá er blessað sumarið komið. Vonandi verður það lýð og landi til blessunar. Set hér inn myndir til að minna á hvað bjarta sumarið okkar er yndislegt.
Vatn og botngróður. Þetta er málverki líkast.
Kær kveðja til ykkar lesendur góðir og gleðilegt sumar !
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2008 | 11:13
Hér er dæmi um hækkun vöru - gengisfellingarrán
Lesið færsluna hér á undan sem ég setti inn í gær um hækkun vöru.
http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/487037/
![]() |
Gamlar vörur hækka í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 18:51
Er ásættanlegt að lífsbjörg þúsunda sé rænd með gengisfellingu ?
Er eins og væntanlega þúsundir manna í þessu þjóðfélagi í eins konar áfalli yfir þróun mála á Íslandi. Þessi öfluga ríkisstjórn ( með ríflegan þingmeirihluta ) situr aðgerðarlaus og lætur ræna íslensk alþýðuheimili án aðgerða. Seðlabankinn hækkar og hækkar stýrivexti sem fyrst og fremst bitna á þeim heimilum sem eru með innlend lán. Allir sem geta og hafa til þess aðstöðu eru að hækka allt milli himins og jarðar. Verkalýðshreyfinginn virðist vera hálf lömuð eða þemum verra. Af hverju er ekki boðað til allsherjar útifundar á Lækjatorgi við Stjórnarráðið þegar ríkisstjórnin fundar til að ýta við þessu fólki. Það er ekki ásættanlegt nokkrum dögum eftir er að búið er að gera kjarasamning við 80 þús. manns að búið sé að ræna hækkuninni í formi gengisfellingar. Seðlabankinn hefur ýjað að því að bankarnir hafi tekið þátt í áhlaupi á krónuna, en þeir munu eiga 650 miljarða í erlendum gjaldeyrir. Þannig hafa þeir fengið gífurlegan hagnað í formi gengishækkunar. Gengissig krónunnar eru manna verk ekki náttúruhamfarir. Það situr fólk við tölvur og býr til þessa stöðu með ásetningi. Ég sætti mig ekki við að fólk út í bæ geti látið allt blæða hér út, til þess að græða á gengisfellingunni.
Ég er hér með sönnun þess hvernig fyrirtæki og aðrir eru að græða á þessu ástandi. Þurfti að skipta um ofnkrana sem var orðin ónýtur og fór í Húsasmiðjuna til að fá nýjan. Þegar ég er búin að finna kranann ásamt afgreiðslumanni þá stendur að kraninn kosti 1500 krónur. Miðinn var á hillu þar sem kranar voru geymdir. Ég spurði því næst afgreiðslumanninn hvort þetta væri ekki örugglega verðið, en hann neitaði því og sagði að þeir væru að hækka allt í dag (þriðjudagaginn 25. mars, fyrsti opnunardagurinn eftir páska ) og í ljós kom að hann átti að hækka úr 1500 krónum í 1995 krónur, eða um 24,85%. Þetta er ríflega gengisfellingin. Ég mótmælti þessu en afgreiðslumaðurinn sagðist ekki geta selt mér á hilluverðinu, þeir hefðu ekki komist yfir það að hækka allt. Það var skíringin. Þannig reiddi ég þessa upphæð af hendi við kassann og þar sem ég þurfti að kaupa tvo krana kostaði þetta mig 990 krónum meira eftir þetta gengisfellingarrán sem ég vil kalla. Þetta er örlítið dæmi um það sem er að gerast. Rök verslunarmanna heyrði ég að þeir værum með erlend innkauplán og þess vegna verði að hækka vöruna. Fyrir mér er hilluverðið eini rétti mælikvarðinn á verðinu á vörunni, svo einfalt er það.
Húsasmiðjan og BYKO eru leiðandi fyrirtæki á byggingarmarkaði og nærri lætur hvað svona hækkun hefur mikil margfeldis áhrif. Þannig mun þessi hækkun hækka byggingarvísitölu sem aftur hækkar svo aðrar vísitölur sem taka mið af byggingarvísitölunni. Lán allra landsmanna munu því hækka þar sem þau eru verðtryggð með þessum vísitölum. Með þessu er verið að stela lífsbjörg þúsunda íslendinga sem horfa á þennan hrunadans sem er tilbúin af fólki sem getur keypt og selt gjaldeyrir að vild og veik krónuna þegar því sýnist. Jöklabréfin eru líka hluti af þessum hrunadansi.
Verkalýðshreyfingin verður að koma niður Lækjatorg og sýna ráðamönnum að við þetta verður ekki unað.
Krafan er að ríkisjóður hækki persónuafslátt strax, en ekki á næsta ári og það meira en einhvern 2000 kall. Þá verði gripið til aðgerða sem verja kaupmátt almennings þannig að nýi kjarasamningurinn standi og verði kjarabót eins og til stóð. Þá er það krafa að öll spil verði lögð á borðið og því lýst nákvæmlega hverjir voru að veikja krónuna.
Kvittun sem staðfestir hækkun á krananum.
Þetta er verðmiðinn sem ég fékk að mynda á símann minn til að staðfesta hvað var hilluverðið.
Dægurmál | Breytt 28.3.2008 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.3.2008 | 17:34
Meira af fuglum og mönnum í góða veðrinu
Fuglar og menn í blíðunni á laugardaginn við tjörnina. Eins og vorið væri að boða komu sína. Hver veit ?
Við Austurvöll.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2008 | 21:08
Nokkrar ljósmyndir af helgarveðrinu
Set hér til gamans nokkrar myndir sem ég tók um helgina. Laugardagurinn yndislega fallegur en sunnudagurinn úfinn og grár.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)