15.5.2007 | 00:37
Kiljan kom í heimsókn
Fyrir páska var ég að endurnýja kynni mín við ,,Sjálfstætt Fólk eftir Halldór Kiljan Laxness" Þetta er þriðja útgáfa sem ég las, 525 bls. Var þá rétt á undan búin að lesa Innansveitar Kronikuna. Ég var orðin nokkuð mettur af Kiljan og var farin að velta fyrir mér hvernig þessi texti myndi eldast. Unga fólkið og fleiri kvarta undan stafsetningunni. Þá er orðaforðinn ekki í takt við samtímann, en hvað með það. Það er allt í lagi. Eiginlega finnst mér best að lesa Njálu á forníslenskunni. En áfram með Kiljan. Bjartur í Sumarhúsum var mér hugleikinn og allt baslið hans. Þannig var ég að burðast með þennan texta í höfðinu dögum saman. Þá var ég var komin að þeirri niðurstöðu að þessi texti myndi eldast illa, hm... já.
Nú liðu nokkrir dagar í viðbót og þá gerðist það sem er dálítið skrítið. Mig fer að dreyma skáldið. Draumurinn var á þessa leið. Ég er heima hjá mér sitjandi við tölvuna í herberginu þar sem ég hef afdrep við að skrifa ofl.. Þá finnst mér að komi fólk inn á ganginn við herbergisdyrnar. Þetta voru fjóra persónur. Allt í einu heyri ég að Kiljan talar til mín ( með sínum talanda) og segir ,, Hér partast þú í þessu herbergi" og ég eiginlega fór hálfpartinn að hlæja með sjálfum mér.
Það gat enginn orðað þetta svona nema Kiljan, á þennan hátt. Ég hugsaði með mér að auðvita var þetta rétt því að þetta er bara herb. sem ég sýsla mér í til afþreyingar. Þannig ver ég bara hluta af lífinu hér. Skáldið var sem sagt í heimsókn hjá mér og að láta mig vita af sér.
Eftir á að hyggja þá passið ykkur sá gamli er enn á ferðinni ef þið farið að argast út í skrifin hans og Hannes Hólmsteinn hann hlýtur að sofa lítið á nóttunni. Þannig ætla ég að lesa áfram Kiljan og reyna að sættast við hann, það er aldrei gott að skattyrðast við stórskáld, munið það.Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Athugasemdir
Flott síða hjá þér... Keep up the good work... :D
Daníel (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.