Ekki afskræma meira gamala miðbæinn í Reykjavík

HPIM6991Enn á að fara að reyna að afskræma gamla miðbæinn.  Nýjasta er að efna til samkeppni arkitekta um miðbæjarreitinn.  Ég var að vona á Vilhjálmur gæti haldið sjó með hugmyndina um uppbygginguna á þessu svæði, en eitthvað er farið að vatna undan því.  Enda þótt gott væri að fá sátt um hvernig við viljum varðveita gamla bæinn, þá hræða sporin.  Lítum nú á hvernig miðbæjarmyndin er á húsunum við Lækjargötu og Austurstræti.  Þar sem áður stóð Nýjabíó var byggt hús sem nú orðið er kennt við Iðu ( verslunina Iðu ).  Iðu húsið er að mínu mati algert slys í þessu umhverfi svo ekki sé minnst á húsið við hliðina.  Þetta er algerlega misheppnað og Iðuhúsið er eins og ofviti í þessu umhverfi. 

 

Húsin sem slík eru á vissan hátt fallegur arkitektúr, en passa engan vegin inn í þessa gömlu götumynd og eru slys sem slík.  Þau hefðu sómt sér vel í nýjum hverfum þar sem byggt er á sambærilegan hátt, en ekki í götumynd bárujárnshúsa.  Þessu má líkja við Morgunblaðshúsið sem ég man vel eftir, þegar það var byggt.  Hús sem er í algerri mótsögn við umhverfið sitt.  Ég hefði gjarna vilja hafa gamla Biskupshúsið áfram, en ekki upp á Árbæjarsafni; marghrunið og endurbyggt úr fjölunum sem eftir voru heillegar.

Þá hefði átt að byggja hús sem félli að götumynd þessarar gömlu húsa, á reitinn þar sem Nýjabíó var; en ekki þennan ofvaxna ofvita.  Sporin hræða í þessu efnum og hagsmunir þeirra sem vilja græða á öllu sem gert er, leiða þessa þróun; með öfugum formerkjum.  Vegna þessa alls hef ég ótrú á að út úr þessu komi eitthvað boðlegt.  Teiknaðar verða örugglega háar glerbyggingar í anda Tónlisthússins, sjáum til hvað kemur úr skjóðu kellingar.  Þá óttast ég að byggingarnar verði það háar að sólarljósið sem vermir í Austurstræti við Lækjartorg verði líka skyggt, líkt og húsið sem byggt var á reitnum þar sem Stjörnubíó stóð.  Húsið þar er það hátt að aðeins er þar smá ræma sólarljós við húsið handan götunar.  Viðmið hæðar húsa verður að taka mið af því þegar sól er lægra á lofti en ekki við bestu skilyrði. 

 

Því vil ég skora á Vilhjálm borgarstjóra að halda fast við hugmynda um að byggja húsin í sem upprunalegustu mynd sinni.  Miðbæjarmyndin sem við flest viljum varðveita.  Við getum um allan heim séð glerhallir og nútímabyggingar, en hvergi þessi gömlu hógværu hús sem eiga svo mikið í okkur og geyma sögu okkar og arfleið.  Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir slíka arfleið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ólafur

Gæti ég nokkuð fengið lagið við textann á síðasta bloggi? Mér leist svo vel á þetta og svo er ég alveg sammála þér með áskorunina á borgarstjórann. Við viljum auðvitað varðveita miðbæjarmyndina og hógværu húsin sem brunnu.

Einar (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband