Í minningu sjómanna á sjómannadaginn árið 2007

Árið 1993 varð sjóslys við Breiðafjörð sem varð kveikjan að þessu ljóði.  Ég vil tileinka það öllum  sjómönnum á þessum sjómannadeigi árið 2007 í minningu félaga þeirra sem fallnir eru frá.

Minni sjómanns

Við hafið sem ást mín var bundin

knýtt þangi við sker

ó, ef hlustað ég hefði

á æskunnar öldugálfur

og boðana þungu sem skóku lönd,

því hnýti ég fley mitt

og hugurinn heim leitar

að hjartanu og landinu sem beið.

 

Við hafið nú í huganum er sáttur

ég hlusta ei meir

á hörpunnar blíðustu óma,

knörr mitt er brotið

því æskan hefur gengið sitt skeið,

héðan sér ekki lengur heim

við hafið þar sem vistast mín bein.

 

                Ólafur H. Einarsson 1993

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband