9.6.2007 | 00:55
Er sumarið nú loksins komið ?
Vindar daganna
Er vindar daganna vitja mín
og vorið angan flytur
þá hugsa ég heim til þín
líkt og hjartans þytur.
En bros þitt ber mig enn
mót bárum daga minna,
þó ég þekki ekki alla menn
ert þú mér kærust að finna.
Því hvar sem fögur blómin anga
og hvert sem lífið okkur ber
vekur þú mér vorsins langan
er vetrarstorma þverr.
Því blómfagrar nætur bíða mín
af brjósti þínu unað streymir,
mörg var sú nótt og mörg voru þau vín
sem hjarta mitt ætíð geymir.
Ólafur H. Einarsson 1997
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Ljóð, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:03 | Facebook
Athugasemdir
Yndislegt ljóð
Fishandchips, 9.6.2007 kl. 01:31
Þetta er fallegt. Þú ert svo jákvæður í ljóðum þínum. Ég hinsvegar, skrifa aðllega þegar mér líður illa. Á fá eða engin falleg gleðiljóð.
Rúna Guðfinnsdóttir, 9.6.2007 kl. 10:39
Mikið er þetta fallegt.
Marta B Helgadóttir, 9.6.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.