13.6.2007 | 01:05
Hin stórhættulegi 13. júní
Ætlaði ekki að blogga í dag, það er miðvikudagurinn 13. júní. 13. júní er stórhættulegur dagur og maður á bara að vera í rúminu og lesa bók. En...... þá datt mér í hug að lauma bara enn einu ljóði sem fjallaði um vikudagana. Þannig að þetta sleppur af því að þetta er um vikudaga, en ekki neitt annað.
VIKUDAGAR
Mánudagsmorgun ég man það svo vel
hvað morguninn var fagur og tær,
en þriðjudagur var þreyttur, hann ég fel
því með eindæmum var hann þó fagur í gær.
Miðvikudagur var mæddur af raunum
en átti samt mikið af heimsins launum.
Fimmtudagur hljóður, ferðbúinn af draumum;
fagnandi beið hann eftir helgarsögum.
Föstudagur varð frelsarans krossins bani
frelsið í sér, samt er hans vani,
en laugardagur með leti högum
líknaði skrokknum af öllum dögum.
Sunnudag ég sofa vildi
en sólin það ekki skildi.
Ólafur H. Einarsson 2002
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ljóð, Menning og listir, Trúmál og siðferði, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:09 | Facebook
Athugasemdir
Gaman að skoða síðuna þína Ólafur. 13. júní í dag og afar hættulegur dagur? Ég er að fara í kaupstaðarferð á Selfoss til útréttinga á hinum ýmsu hlutum sem varðar Tyrklandsferðina mína frægu. Ég vona að það gangi þrautalaust fyrir sig
Rúna Guðfinnsdóttir, 13.6.2007 kl. 09:10
Það er eitthvað svo hallærislegt að vera bara hjátrúarfullur á föstudögum þegar 13. ber upp á. Ég hef meiri áhyggjur af miðvikudögum, enda kom það í ljós strax í morgun frúin mín er að fara til Danmerkur í fimm daga. Það hafði ekki verið minnst á þetta í gær eða áður. Einfaldlega staðfestir þetta með miðvikudaginn 13. júní. Ég hef áhyggjur af þessari ferð á Selfoss hjá þér, svo aldrei að vita nema að verði kaupstaðlykt af þér þegar þú kemur til baka eins og sagt er í sveitinni. Hmm............... bara grín.
Ólafur H Einarsson, 13.6.2007 kl. 16:39
Sunnudagar þykja mér skemmtilegastir Laugardagar í öðru sæti, föstudagar í því 3ja.....
Marta B Helgadóttir, 13.6.2007 kl. 17:57
Ég er komin heim eftir kaupstaðarferð. Það gekk á ýmsu..bæði góðu og miður góðu..hvers var annars að vænta..það er 13. júní? Ég skrifa um ferð mína á síðunni minni
Rúna Guðfinnsdóttir, 13.6.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.