Sumarsögur - blómstrandi nætur

HPIM0057Er eiginlega of upptekin af þessum fallegu dögum.  Lúpínan flæðir yfir holt og hæðir og hvar sem maður lítur yðar allt af lífi.  Var síðast í gær að henda út geitung, gríðarlega stórum aftur í sæluna og sumarið.  Sóleyar klæða túnin hvar sem maður lítur, já hvað þarf maður svo sem að kvarta.  Landið heilsar manni í óendanlegum yndisleika. 

Senn er sumri komin kraftur

 

Senn er sumri komin kraftur

segðu það vinum mínum

að handan fjalla hefjist aftur

hlýja sólar nýju líni

land þá klæðir lautir og bala

þá er ljúft að njóta í leti og víni

og leiðast ekki af heimsins kala.

           Ólafur H. Einarsson 1985


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert svo bjartsýnn og jákvæður í öllum skrifum þínum.  Vissulega eru sóleyjar og fíflabreiðurnar fallegar og boðar sumarkomuna . Mér gengur best að skrifa stökur/vísur þegar mér líður illa, þ.a.l. verða þær ansi dapurlegar

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.6.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband