23.6.2007 | 02:37
Eitt kvöld í paradís - Þingvellir og landrekskenningin
Eitt kvöld í paradís. Þannig er manni innan brjóst eftir að hafa verið á Þingvöllum kvöldstund. Nóttin nær horfin, endalaus birta. Eiginlega er það kvöl að þurfa að fara heim og hvílast. Skrapp að veiða sem er bara yfirvarp til að vera úti í náttúrunni. Aflin var í samræmi við kvöldið, algert himnalogn. En skiptir það nokkru máli?
Fuglarnir þarna voru í himnaskapi. Það voru lóur, rjúpur, mávar, kríur, á ég að halda áfram. Nei þið verið bara að fara þangað og lifa þetta eins og ég.
Annars er ég með nýja kenningu, hvers vegna mér líður svona vel á Þingvöllum. Haldið ykkur núna. Við sem búum hér á suðvestur horninu erum vanalega á Ameríkuflekanum ( landrekskenningin ) og með því að fara á Þingvöll, þá erum við komin á Evrópuflekann. Við það umpólast maður og losnar um spennu. Þetta er Spennulosunarkenning Ólafs H. og verður hún skráð í fræðibækur í framtíðinni. Eru þið nokkuð að hlæja hm... ?
Þannig er með öll vísindi, þau eru aðhlátursefni í upphafi. Ég er ekkert sár yfir því, af því að ég er vísindamaður eða þannig. Til að sannreyna kenningu mína farið austur á Þingvöll eina kvöldstund og finnið muninn. En kenningin virkar líka í hina áttina, já haldið ykkur núna. Landsbyggðarfókið sem leitar til Reykjavíkur er líka að losa spennu og nú eitthvað annað hm... Það fer af Evrópuflekanum og yfir á Ameríkuflekann. Skiljið þið núna kenninguna.
Nú skírist margt fyrir landsbyggðarfólk, en ég kannast líka við það að flestir eru mjög fegnir að fara aftur heim ( sem búa út á landi ). Auðvita til að safna spennu og til að fara flakka aftur á milli flekanna. Þetta er hin vísindalega skilgreining á þessu rápi á fólks, dálítið sáraukafullt.
Nú skiljið þið af hverju fólk getur búið í stórborg eins og t.d. London. Fólk sem býr á svona stað langar aldrei til að fara neitt, nema á næsta pöbb. Ástæðan er þessi : það er svo langt í næstu flekaskil að drifkrafturinn sefur. Hann fær enga svörun. Öfugt við okkur sem búum í litlu landi, þar sem flekaskilin liggja um. Þar togast þessi öfl í okkur alla daga.
Eins og um allar góðar kenningar geri ég mér grein fyrir því að um hana verða skiptar skoðanir. Ég eiginlega bíð eftir því. Næsta er að stofan til umræðuhópa o.s.f.v. þið sjáið hvað svona kenning getur velt þungu hlassi. Af því að ég hóf þennan pistil á tali um veiði þá ætla ég að deila með ykkur kenningu sem við bræðurnir voru orðnir sammála um eftir áratuga veiði um land allt : besta kenningin um veiði og veiðistaði er að hafa enga kenningu um veiði. Mjög einfalt og ekki satt ?
Læt fljóta með tvær myndir úr paradís.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Ljóð, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.