24.6.2007 | 12:13
Jónsmessunótt í Reykjavík - myndir
Verð að deila með ykkur fegurðinni í Reykjavík í gærkvöldi. Jónsmessunóttin var eins fögur og hægt er hugsa sér í höfuðborginni. Líklega hefur það einnig verið um allt land. Njótið myndanna vel.
Sólfarið í allri sinni dýrð
Enn lækkar sólin á lofti
Brennandi skip
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ljóð, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Fallegar myndir og mikil friðsæld yfir þeim.
Rúna Guðfinnsdóttir, 24.6.2007 kl. 12:32
Takk fyrir myndirnar. Þær eru yndislegar. Það er alltaf eitthvað bæði gleðilegt og tregafullt við Jónsmessuna. Sumarið er rétt komið og maður er minntur á að daginn fer senn að stytta aftur ...
Marta B Helgadóttir, 24.6.2007 kl. 23:03
Já og þakka ykkur fyrir oflofið um ljóðin mín, gaman að einhver hefur áhuga á þeim. Laugardagskvöldið var algert drauma kvöld og ferðamennirnir við Sólfarið fengu mikið fyrir peninginn sinn. Þessi nóttlausa veröld. Jónsmessan er í miklu uppáhaldi hjá mér, en þá eignaðist ég dóttir mína ( fyrsta barnið mitt ) hm... það eru 32 ár síðan, ég trúi ekki þessu; því ég er ekki nema 36 eða þar um bil hm.... Hvað er að gerast með þennan tíma. Er ekki hægt að taka hann úr sambandi ?
Ólafur H Einarsson, 24.6.2007 kl. 23:39
Tíminn er afstæðari en flest annað. Á hásumri hugsa ég frekar til barnæskunnar en á öðrum tímum árs. Þar sem ég ólst upp fyrstu æviárin í litlu þorpi í afskekktum firði við nyrstu höf. Sumarfrí fjölskyldunnar á hverju sumri að keyra i Willisjeppanum hans pabba yfir í næsta fjörð eða þarnæsta og tjalda og borða úti undir berum himni, liggja í grasinu, horfa uppí himininn og hugsa eða lesa myndir úr skýjunum. Þá gat tíminn stundum staðið kyrr. Þetta voru sælustundir. Stundum var farið í heimsókn á sveitabæi til ættingja, en það fannst mér ekki eins gaman, því foreldrarnir voru þá farnir að hjálpa til á bænum því sveitafolk er jú alltaf að og maður hafði ekki athygli foreldranna óskipta. Hann er alltof stuttur þessi tími sem við fáum með börnunum okkar, þau eru orðin fullorðin áður en maður veit af. Held hann hafi líka verið of stuttur sá tími sem við sjálf fengum að vera börn ...
Marta B Helgadóttir, 26.6.2007 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.