Hver tryggir að við getum flúið frá höfuðborginni þegar almanna vá steðjar að ?

Er vegurinn austur fyrir fjall einhver annars flokks vegur.  Eftir halarófuna þarna í dag er hægt að gera í skóna með að næstu helgar í sumar, verði Kristnihátíðar- og ellefuhundruð ára hátíð, með viðeigandi bílamartröð.  Hvað með öryggi fólks á Reykjavíkursvæðinu ?  Ef upp kæmi  almanna vá á þessu svæði, er þetta flóttaleiðin okkar.  Verður þetta líkt og þegar Katrina fór yfir New Orleans og fólkið sem átti að rýma borgina sat fast á hraðbrautunum .  Ég vil fá skír svör um það hver á að bera ábyrgð á öryggi 160.000 þús. manns á þessu svæði komist af því.  Það dugar ekki lengur að tala um þetta í hálfkæringi. 

Samgöngumálaráðherra verður að taka af skarið með tvöföldun á Suðurlandsvegi.  Ég hef mikla trú á Kristjáni Möller og hvet hann og þá sem fara með almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu, nú að skíra fyrir almenningi hvernig þetta á að geta gengið.  Annars verði gripið til tafalausra aðgerða til að tryggja öryggi okkar.

Það er ekki nóg að vera að tala um að koma á fót hálfgildings her hér á landi, meðan fólk getur ekki komist almennilega til og frá Reykjavík.

HPIM0442


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Mikið rétt hjá þér. Engan fjandans her..(til hvers eiginlega??)...bara góða vegi..góðar samgöngur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.6.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er alveg rétt hjá þér.  Rosalegt að vita til þess að það sé nánast óhugsandi að komast í burtu ef eitthvað gerist. 

Marinó Már Marinósson, 27.6.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband