Af handbókum um fugla og skeldýr

Rakst á Jaðraka í dag, yndislega fallegur fugl.  Í stóru dönsku fuglabókinni minni sem ég keypti á kr. 1400 heitir hann Stor kobbersneppe.  Það er vissara að læra þetta á dönsku því íslenskar fuglabækur eru ( að mínu mati ) dýrar.  Jaðrakan var í heimsókn hjá tjaldpari sem ég hef fyglst  með í sumar og eru frek á óðal sitt, en það fór vel á með þessum fuglum. 

Ég hef notað bókaávísun Glitnis sl. tvö ár.  Keypti í fyrra Íslensku Plöntuhandbókina og núna Íslenska steinahandbók.  Þetta eru frábærar bækur og gaman að hafa þær með sér í ferðlög.  Því kalla ég eftir fuglahandbók í svipuðu broti,  á viðráðanlegu verði !

Þá vantar líka tilfinnanlega meðfærilega handbók um skeldýrafána íslands.  Ég á reyndar ágætisbók eftir Ingimar Óskarsson sem er gefin út 1982.  En þar er verið að steypa saman tvö hefti.

Hið fyrra :  Samlokur í sjó.  Hið síðara :  Sæsniglar með skel.  Ég held að allir þekki til Ingimars Óskarssonar sem vann einstætt starf á þessu sviði.  Mikið væri gaman að gefa þessa bók út aftur og færa hana meira til nútímans, ég á við útlit og myndgerð.  Setja í hana litmyndir af öllu skeljum o.s.f.v..

Skilaboð mín til útgefenda er að drifa í þessu.  Fyrir alla muni þá hafið þetta á viðráðanlegu verði.  Eru ekki allar alvöru bækur hvort eð er prentaðar orðið í Kína, alla vega þessi danska fuglabók sem ég keypti og er einstaklega vel upp sett og gerð.

 

Hér er myndin af þessum gesti í dag, hjá tjaldhjónunum, en þau eru ekki með á myndinni eins og þið sjáið.

 

Með fuglakveðju.

HPIM0486b

 

 

P.s lítið ljóð í kaupbætir

 

Hratt hnígur ótt

 

Hratt hnígur ótt

húmið vanga kyssir

ég býð þess

bráðum verði hljótt

brúður dagsins missir.

 

 Ólafur H. Einarsson 1981


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég á einmitt þessar tvær bækur sem þú nefnir, Íslensku Plöntuhandbókina og Íslenska steinahandbók. Eflaust er ég ekki að segja þér neitt sem þú veist ekki, en bókin Íslanskur Fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson er ekki mjög dýr, fæst stundum á tilboði í Eymundson og í Bóksölu Stúdenta  Hún er bæði vönduð og í handhægu broti til að ferðast með. 

Marta B Helgadóttir, 27.6.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Þakka þér fyrir að láta mig vita.  Ég sé á Bóksala.is að hún kostar kr. 2.873.  Var búin að skoða þessa bók, man að ég var ekki alveg sáttur við stærðina á henni.  Verðið er gott miðað við íslenskar bækur.  En þessi danska sem ég nefni í pistlinum er frábær.  Líka vegna þess að flækingar er að verða tíðari gestir  hér en áður var.  Forlagið heitir DK EN DORLING KINDERSLY BOG.  Vefslóðin er : www.dk.com útgefin 2003.  Vona að þetta sé rétt. 

Ólafur H Einarsson, 27.6.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Ólafur H Einarsson, 27.6.2007 kl. 23:00

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk Ólafur. Ég mun næla mér í hana.

P.S. sendi þér aðra jeppasögu til gamans á minni síðu

Marta B Helgadóttir, 28.6.2007 kl. 16:05

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sæll.  Ég nota oft fuglabók (A5) Fuglar á Íslandi og á öðrum eyjum í Norður Atlandshafi. Handbók eftir Soren Sorensen, Dorete Bloch.  Útgefin 1991 af Skjaldborg.

Það eru að vísu ekki ljósmyndir af fuglum í henni en fínar teikningar og ágætur texti.

Marinó Már Marinósson, 28.6.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband