Lífsins tré og þessi sem vaxa út í garði

 

Ég var á ferðinni í Hvalfirði haustið '99.  Stoppuðum hjá Ferstiklu af gömlum vana.  Sunna við húsið var gamalt Reynitré sem hafði greinilega lifað gott sumar.  Tréð var komið í haustlitabúning og kvöldsólin lífgaði líka rauðbrúna litinn upp.  Þetta var líkast tré úr ævintýri.  Sat í bílnum um tíma, meðan aðrir voru að kaupa eitthvað í gogginn.  Myndin af trénu sat í huganum og myndavélinni.  Þannig færi ég tréð í lífsins búning eða eitthvað í  þá veru.

 

IMG1057

                    Lífsins tré

 

Trúlega væri tilvera okkar snauð

ef tré þínu ei nyti við og sálarauð,

er gengur þú einn götu þína

þá grösug laufin haustliti sína tína.

Því hjörtu okkar hamingju dreyma

og hljóða þrá sína að reyna,

loks mætir þú 

mikli herra

morgun einn, þá árin þverra.

 

Skrifað verður og skrafað margt

um sálartetrið margt misjafnt sagt,

um árin sem við áttum að bíða

af hógværð í heiminum að líða.

Meðan almættið stælt með anda sinn

nærði sál mína og líkama þinn,

gekk veraldar gamla fólið

rammt var og á stundum rjólið

röddin brostin og hólið.

 

Gott er að geta á stundum

glaðs yfir því er við saman undum

hið litla hógværa tal

sem hjörtu okkar og tími stal,

er rændi okkur ráði og viti

ruglaði og málaði sífellt nýja liti;

í regnboganum við ytri haf

morgun einn

í rúmi tímans sem svaf.

 

Til hvers var allt okkar táraflóð

trúin ástin og sálar glóð,

fæðing - æska og fegurðin í þér

að fæðast var eins og að hæðast af mér;

í návist þinni nærðist sála mín

á nokkrum daggartárum af víni.

                                                               

                    Ólafur H. Einarsson 1999

 

ps. daggartárum af víni: lífsins víni, ekki þeim göróttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Myndirnar þínar eru svo friðsælar og fallegar, ekki síður en ljóðin.  Takk.

Marta B Helgadóttir, 1.7.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sammála...þú virðist vera friðsemdarmaður í eðli þínu

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.7.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband