19.8.2007 | 01:43
Frábćr menningarnótt í Reykjavík
Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson, skáld og tónlistarmađur, hélt árlega stofutónleika sína í Bókasal Ţjóđmenningarhússins og er ţađ í 7. sinn sem slíkir tónleikar eru á dagskránni. Í ár var efnisskráin fjölbreytt ađ vanda og fluttir sagnadansar, ţjóđlög, ljóđ og vísnatónlist. Ađ ţessu sinni komu fram ásamt Ađalsteini Ásberg valinkunnir tónlistarmenn, ţau Guđrún Gunnarsdóttir söngkona og sćnska ţjóđlagatríóiđ Draupner. Ég hlakka til ađ fara á ţessa tónleika ađ ári ef forsjónin leyfir. Guđrún Gunnarsdóttir söng međ sinni yndislegu rödd, takk fyrir. Sćnsku strákarnir ( Draupner ) voru frábćrir. Gaman alltaf ađ heyra vel spilađ á fiđlur.
Rölti um borgina, Laugavegurinn iđađi af mannlífi og í verslunarglugga voru lifandi gínur. Fékk frábćra jarđaberjaköku í Shandholt bakarí Laugavegi 36 og gott kaffi međ http://www.sandholt.is/Kaffihúsiđ/tabid/70/Default.aspx . Notalegt ađ geta sest niđur í rólegheitum og notiđ stundarinnar. Flugeldasýningin var augnakonfekt og ég öfundađi fólkiđ á skemmtiferđaskipunum sem lónuđu út á flóanum og nutu sýningarinnar. Ţađ var menningarbragur yfir ţessu öllu og ekki sá ég mikiđ vín á fólki. Eftir lifir í minningunni frábćr kvöldstund í okkar ágćtu höfuđborg.
Myndin dálítiđ hreyfđ en hvađ međ ţađ augnablikiđ lifir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dćgurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.8.2007 kl. 22:08 | Facebook
Athugasemdir
Flottar myndir
Marta B Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 02:07
Gaman ađ sjá myndirnar. Ég hef aldrei fariđ á Menningarnótt, á ţađ bara eftir.
Rúna Guđfinnsdóttir, 22.8.2007 kl. 16:35
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.