Gamlar minningar

Ég sá þig er minningarljóð sem ég samdi 2001.  Það er tregi og eftirsjá í þessu eins og í lífinu.  Best að ljóðmyndin tali sjálf.

 

Ég sá þig

 

Ég sá þig um daginn

þinn síðasta vinnudag

er stóðst þú við skugga gluggann

og sumarið var farið

af suðurgluggum sumra húsa.

Þú laust þínu höfði

lítið eitt í kjöltu þér,

en vagninn leið áfram hratt

hjá löngu förnum götum

sem mörkuðu sporin þín.

 

           Ólafur H. Einarsson 2001

HPIM2741


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Óskaplega er þetta fallegt Ólafur!  Myndin er líka alveg einstök.

Marta B Helgadóttir, 28.8.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband