30.8.2007 | 18:40
Aftökulisti R - listans ber árangur gömlum húsum fórnað
Það ætlar að ganga eftir sem ég hef lýst hér áður á bloggsíðunni minni. Nýi meirihlutinn í Reykjavík notar listann sem skálkaskjól. Jafnframt húsin við Lækjargötu og Austurstræti falla undir þann gjörning. Nú er löngu orðið ljóst hvað þetta frumhlaup fv. R listans var vanhugsað. Áður en varir erum við búin að tapa hluta af byggingarsögu okkar og menningarminjum. Húsin við Laugaveg eru afskræmd útlitslega séð og hefur ekki verið sýndur sá sómi sem hægt er að gera. Takið eftir hornhúsinu við Laugaveg og Skólavörðustíg. Þannig geta gömul hús litið út. Nýríka kynslóðin sem fer nú fram í krafti græðgi, henni er ekkert heilagt. Hótel sem stendur til að byggja á þessum stað passar ekki inn í þessa mynd. Hvernig á að taka á móti ferðahópum t.d. 50 manna rúta að losa farþega og farangur á þessum þröngu gangstéttum ?
http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/284920/
og meira tengt þessum málaflokk á síðunni.
Borgarráð samþykkti niðurrif húsa við Laugaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Athugasemdir
Sú teikning samþykkt var af borgarráði er með eindæmum ljót. Ekki eru þessi arkitektar komnir lengra en að klessa þarna upp hús áns nokkurs sem kúnst getur kallast, heldur er þetta lausn sem víða sést í t.d. latnesku löndunum á sólarströndum, þe verslanir fyrir neðan og eitthvað stílleysi ofaná ÉG ENDURTEK halda þessum neðri húsum styrkja þau, gera þau að inngöngum inn í hús byggð úr gleri, það er víða gert í Óslo. Aftan við þau eru hvort eð er skúrar og annað þvíumlíkt sem þarf að losna við.
Sólveig Hannesdóttir, 1.9.2007 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.