12.1.2008 | 21:44
Er skoðanakönnun Fréttablaðsins um hvort rífa skuli húsin við Laugaveg 4 - 6 marktæk
Er lýðræðið það fullkomið á Íslandi að skoðanakönnun Fréttablaðsins um það hvort rífa skuli húsin við Laugaveg 4 - 6 geti leit til þess að húsin verði rifin ? Eða áskorun SUS til menntamálaráðherra um að hafna tillögu húsfriðunarnefndar ?
Ekki man ég eftir því fyrr að stjórnmálasamtök ungs fólks hafi það á stefnuskrá sinni að rífa gömul hús fyrr en nú. Þetta er framtíðafólkið sem ætlar að taka við á stjórnmálasviðinu á þessari öld. Það er engin furða þótt maður verði nærri kjaft stopp. Þetta er unga fólkið sem alið er upp við tölvur, hefur fengið nánast allt í sýnar hendur til æðis og klæðis. Helsta markmið þess er að standa vörð um að rífa þessi gömlu hús sem í heila öld hafa staðið þar og þjónað samborgurum okkar. Verið upphaf að götumynd Laugavegs og eru greipt í huga allra þeirra sem komnir eru til vits og ára.
Hvað varðar samþ. húsfriðunarnefndar þá er það fullkomlega á hennar sviði að hafa skoðun á því hvað byggt er að húsinu á horni Laugavegs og Skólavörðustíg sem er friðað. Þetta nýja hótel sem búið er að teikna á lóðina Laugaveg 4 - 6 er allt of há bygging og mun skerða sólarbirtu á gangstéttum götunar þar sem húsið liggur. Þá er þetta hús úr öllum takt við hornhúsið friðaða. Það kæfir þetta gamla hús. Þess vegna eru a.t.h. húsfriðunarnefndar fullkomlega eðlilegar og réttmætar, um það er engin vafi í mínum huga. Byggingarnefnd getur ekki samþ. hús á reitinn ( Laugaveg 4 - 6 ) nema að taka tillit til þeirra sem fara með friðun húsa í þessu landi. Eins konar handvön er í þessu ferli hvað þetta varðar hjá byggingarnefnd.
Ég vil skora á menntamálaráðherra að samþ. að húsin verði friðuð. Unga fólkið í SUS mun bara byggja sinn nýja Laugaveg í nýjum hverfum og börn og barnabörn þess mun þá í anda foreldra sinna kjósa um það á stjórnmálafundum hvort eigi að rífa verkin þeirra og afmá fyrir framtíðinni. Eða var þetta ef til vill bara venjulegur bjórfundur í svona samtökum kostað af einkafyrirtæki og það varð að koma eitthvað merkilegt frá fundinum ?
Loks tel ég það ekki hlutverk fjölmiðla að nota skoðanakönnun á þennan hátt sem gert var í Fréttablaðinu. Það er hægt að spyrja hvort þú styður tiltekin stjórnmálaflokk ( þar er fólk sem kemur og fer ). En þegar verið er að fjalla um gömul hús sem ekki er hægt að endurnýja þegar búið er að rífa þau og farga öllu efni húsanna. Aldrei verður hægt að endurlífga slík menningarverðmæti þau eru glötuð um alla framtíð.
Þetta eru sárin sem skilin eru eftir
í götumynd Laugavegs.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Facebook
Athugasemdir
Æji, það er nú frekar andfélagslegt að segja bara að "þetta fólk" geti bara farið eitthvert annað og byggt nýjan Laugaveg. Þú átt ekki neitt meira í honum en þau. Og þetta kallast jú SAMfélag, þar sem við leysum hlutina SAMAN.
Ég er á báðum áttum varðandi þessi hús. Mér finnst persónulega ekki endilega þurfa að vernda hús bara af því að þau séu gömul, en ég er heldur ekki fylgjandi því að rífa nær allt gamalt og byggja nýtt í staðin. Finsst við ekki mega festast í fortíðinni.
Ég vona bara að það fáist farsæl lausn á þessu máli og að tekið verði lýðræðislega á málunum.
Erna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 23:29
Sumt á að halda í en annað má fara. Þá er að vega og meta. Það er ekki nóg að það sé gamalt.
Rúna Guðfinnsdóttir, 13.1.2008 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.