17.3.2008 | 19:55
KEA kaupir Hafnarstræti 98 - gömlu húsi bjargað
Það voru góð tíðindi að norðan í dag. KEA ásamt fleiri fjárfestum hafa keypt húsið að Hafnarstræti 98. Húsið hefur verið nokkuð bitbein á liðnum misserum. Húsafriðunarnefnd lagði til friðun á húsinu sem menntamálaráðherra samþykkti. Þetta var nokkuð umdeild ákvörðun, en sýndi dirfsku ráðherra; þökk sé henni. Árið 2006 var ég á ferðinni þarna og tók nokkra myndir í göngugötunni. Þetta verður sóma hús þegar það hefur verið endurgert. Ég spái því að eftir nokkur ár muni menn undra að til stóð að rífa þetta hús. Reyndar hef ég gist í þessu húsi, var á ráðstefnu á Akureyri og gisti einar tvær nætur. Það eru reyndar blendnar tilfinningar vegna þess að í næsta húsi var brjálaður skemmtistaður sem hélt vöku fyrir manni hálfa nóttina. Loks óska ég Akureyringum sem hafa skilning á verndun eldri húsa til hamingju með þennan áfanga og daginn.
KEA kaupir Hafnarstræti 98 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.