20.3.2008 | 21:58
Páskahret og gamalt ljóð
Var hugsað til litlu fuglana sem lifa þennan ótrúlega íslenska vetur. Hef haft tök á að fylgjast með Snjótittlingum héðan að heiman eins og gengur. Þá rifjaðist upp fyrir mér gamalt ljóð eftir mig frá 1976 sem ég set hér inn. Ég kallaði það ,, Þú litli vinur " sem skírir sig sjálft.
Þú litli vinur
Nú blikar á breiðum fanna
með blæfegurð af dansi ljósa
en úti er kuldinn að kanna
kæfa landið og frjósa.
Það lætur í verkum vinda
veröldin af háflæði snýr
kjarrið keppist við að linda
kápuna sem vetur til býr.
En mitt í miðju kófi
mjór og lítill fugl
söng sem í stóru hófi
snjótittlings vetrar gull.
Visinn var vetrar maginn
vonin í brjósti bjó
undir snjó var undra haginn
uggandi söng að sló.
Kalt er því að kyngja
kólnaði fljótt hans blóð
náttúran náljóð sín að syngja
nísti hjartað við hinn síðasta óð.
Ólafur H. Einarsson 1976
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Ljóð, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:05 | Facebook
Athugasemdir
Fallegt Mamma fann í vikunni í snjónum, 3 lítil egg undir húsveggnum. Ekkert hreiður, bara þrjú egg á stangli. Vorið fer að koma...sannaðu til
Rúna Guðfinnsdóttir, 21.3.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.