29.3.2008 | 13:40
Er Samfylkingin að ganga frá kjörfylgi sýnu dauðu ?
Hvað er að gerast með ríkisstjórnina ? Er verið að leita leiða til að slíta samstarfinu. Hvernig getur ríkisstjórnin setið áfram með þessa stefnu? Það er alveg ljóst að Samfylkingin getur ekki verið mikið lengur í þessu samstarfi. Það að bjóða elli- og örorkulífeyrisþegum 4 - 5 þús. krónur í kjarabót vegna nýju kjarasameininganna er hneyksli. Ég skora á flokksfulltrúa sem verða á Flokkstjórnarfundi á morgun að spyrja ráðherranna hvort þeir ætli að ganga af flokknum dauðum, enda þótt skoðanakannanir hafi verið að mæla flokkinn nokkuð vel. Hér á eftir er af vef ASÍ um kjaramálin.
ASÍ, ÖBÍ og Landssamband eldri borgara gagnrýna ríkisstjórnina
Það er því ljóst að ríkisstjórnin er með þessari ákvörðun sinni að ganga þvert gegn grundvallaráherslu og markmiðum kjarasamninganna markmiðum sem hún áður hafði tekið undir og samþykkt.Með ákvörðun sinni er ríkistjórnin að svipta lífeyrisþega mikilvægum og nauðsynlegum kjarabótum.Alþýðusambandið, Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara krefjast þess að ríkisstjórnin standi við fyrri yfirlýsingar sínar og hækki bætur almannatrygginga til jafns við kjarasamninga það þýðir hækkun um kr. 18.000 á mánuði fyrir þá sem eru á lægstu bótum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.