Verkalýshreyfingin á snakki með ráherra um að skoða verð í búðum !

IMG2889Ég skil ekki hvernig þessi nefnd getur haft áhrif á verðhækkanir.  Getur einhver útskýrt það ?  Bendi á færsluna mína um hækkun strax á fyrsta opnunardeigi eftir páska hjá Húsasmiðjunni  .  

 

 

 

 

 

Ætlar þessi nefnd að láta Húsasmiðjuna lækka allt hjá sér, en verð var hækkað um 24.85% á vöru sem ég keypti þar, samanber bloggfærsluna hér neðar .  Þetta er ekkert nema sýndarmennska stjórnvalda og verklýðhreyfingarinnar og er fremur ógeðfeld.  Nær væri að þetta fólk mætti niður á Lækjatog til að mótmæla því að búið er að stela viðrisaukaskattslækkuninni og kjarabótin sem var gerð í síðasta kjarasamningi ( sem blekið er varla þorna af ).  Verkalýðshreyfingin á að vera mótmæla niður  í bæ en ekki trukkabílstjórar.  Vissulega er þörf á lækkun á olíu, en á sama tíma sitja verkalýðsforingjar á fundi með einum af ráðherrum landsins til að leggja á ráðin um að senda fólk í verslanir til að lesa verð á vöru.  Henni er breytt daginn út og daginn inn og þjónar engum tilgangi að vera elta það.  Það breytir hvort eð engu, enda munar eins og kom fram nýlega nánast engu á verði í þessum búðum sem eiga að vera í samkeppni.  Það munaði einni krónu á flestum vörutegundum.  Hvaða samkeppni er það viðskiptaráðherra hæstvirtur ?  Hvað er ríkisstjórnin að gera til að verja hagsmuni almennings mér er spurn ?   Ætla þeir ekki að fara að bjarga bönkum, en ekki almenningi i  þessu landi ?  Það er verið að ræna flest alþýðuheimili í landinu.  Nærri lætur að búið verði að skerða afkomu heimila um 30 % á nokkrum dögum.  Hjá venjulegum þjóðum væru orðin blóðug átök á götum þar sem stjórnvald sæti aðgerðalaust og lýsti því yfir trekk í trekk að þau hygðust ekkert gera að svo stöddu.  Samfylkingin getur ekki setið blóðug uppi fyrir hendur að taka þátt í því að gera ekki neitt, svo einfalt er það.  Afleiðingarnar sem eru nú þegar af þessu ástandi t.d. : Öll verðtryggð lán hækka.  Búið er að rýra laun um hátt í 30%.  Rekstur allra faratækja hækkar.   Öll aðföng hækka Skipafélög hækka aðflutningsgjöld.  Fyrirsjáanlegur samdráttur í atvinnumálu – atvinnuleysi. 

Hvaða ríkistjórn situr með hendur í skauti og hefst ekkert að þegar svona ástand blasir við ? Í  hvaða heimi er þetta fólk sem var kosið til að verja hagsmuni almennings með heitstrengingum og loforðum, til að fá umboð kjósenda til að þjóna hagsmunum okkar.

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/487037/

Færslan um verðhækkanir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband