Snjór og kuldi hvernig er með það ?

 fjorulist

Það er annars undarlegt hvað það kemur manni alltaf á óvart þegar fer að snjóa og vetur skellur á.  Ekki eins og hafa ekki upplifað þetta áður, en það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma  ( sem betur fer ).  Set hér inn gamalt ljóð frá mér sem ég nefni  Árstíðir.

 

                 

 

 

 

         Árstíðir

 

Er ég einn með þér

eina stund að lifa

sjá hvar þú kemur og ferð

hvernig klukkur tímans áfram tifa.

 

Fas þitt fegurð er

frjálst þér að hlýða

en andlit þitt aldrei fer

aldin fagri allra tíða.

 

En hvað hvetur þig

hversu sem árin líða

veturinn er samur við sig

sjálfum sér illur að hlýða.

 

þú veitir, þú tekur

þú ástríka hljóða gyðja

farfugla frjálsa hingað glepur

framverðir norðurs þig tilbiðja.

 

Lát mér ljúka þér upp

lyftu mér hærra til skýja

þar sem dysjað er þitt kumbl

þangað dreymir mig að flýja.

 

             Ólafur H. Einarsson 1980

 

Ég hef um nokkurt skeið ekki ritað mikið hér inn á bloggið og vil ég þakka öllum þeim mörgu sem reglulega líta inn á vefsíðu mína fyrir þolinmæðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband