Kreppan var fyrirsjáanleg öllum sem vildu af raunsæi horfast í augu við það

Þetta er bloggfærsla sem hægt er að skoða hér sem ég skrifaði þann 17. feb. s.l. um þjóðnýtingu Northern Rock bankans.  Þar er niðurlag þess sem ég skrifa eftir farandi :

Þetta vekur upp spurningar um stöðu íslensku bankanna og hvort ríkissjóður verði á komandi misserum koma þeim til hjálpar.  Enda þótt vandinn sé annar en hjá Northern Rock bankanum þá er þetta hluti af alþjóðlegri kreppu sem er í uppsiglingu. 

 

Hér er færslan :

Breski fjármálaráðherrann var í dag að tilkynna um þjóðnýtingu á Northern Rock bankanum.  Eins og kunnugt er þá lenti bankinn í erfiðleikum vegna húsnæðislána sem voru veitt í Bandaríkjunum með vafasömum tryggingum.  Ríkisstjórnin breska neyðist til að gera þetta þar sem einkabankar voru ekki tilbúnir að taka við nema með afarkjörum, tap skattgreiðenda hefði því orðið meira.  Þetta er tímabundin yfirtaka og verður bankinn aftur seldur á alm. markaði þegar aðstæður á fjármálamörkuðum hafa breyst til batnaðar. 

Þetta vekur upp spurningar um stöðu íslensku bankanna og hvort ríkissjóður verði á komandi misserum koma þeim til hjálpar.  Enda þótt vandinn sé annar en hjá Northern Rock bankanum þá er þetta hluti af alþjóðlegri kreppu sem er í uppsiglingu. 

 

 Þetta var mín spurning um stöðuna 17. feb. s.l. hvar var ríkisstjórnin og bankaeftirlit o.s.f.v.  Hefði ekki verið viturlegt af þessu fólki að skoða stöðu íslenskar bankastofnanna við þessi tíðindi og grípa til varna ráðstafanna.  Það hefði ég alla vega gert á þessum tímamótum.

 http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/447488/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Tad var akkurat tad. Er i Noregi og umfjallanir i blodum mjog miklar.

Sólveig Hannesdóttir, 11.10.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband