Áskorun til ríkisstjórnar og alþingis að hætta við framboð til öryggisráðsins

Við þær aðstæður sem nú ríkja í málum íslensku þjóðarinnar er það hreinlega óraunhæft að íslendingar  taki sæti í Öryggisráði Sameiniðuþjóðanna.  Fyrir utan það mikilmennsku brjálæði sem fólst í þessari ákvörðun, þá hafa íslendingar ekkert með það að gera að höndla með heimsfrið á þeim tímamótum sem við stöndum nú.  Á Íslandi er skálmöld og upplausn sem felst í því að öll grundvallar gildi eru horfin ( fjárhagsleg- og siðferðisleg  ). 

Við slíkar aðstæður er nær að hugsa um íslendinga og aðstæður þeirra.  Það að fara að nota mannafla og fjármuni til þessara hluta má ekki.  Ríkisstjórnin mun þurfa að funda á öllum tímum sólarhringsins um afgreiðslur og ná pólitískri samstöðu um afgreiðslur o.s.f.v..  Þannig færi öll orka ríkisstjórnarinnar í mál sem koma okkur ekkert við á þessum tímapunti, nóg er álagið á þessu blessaða fólki.  Ég vil einfaldlega að orka stjórnmálamanna á Íslandi verði notuð til hags þjóðar og leggi fremur vinnu í að skapa nýtt samfélag sem er byggt á grunni velferðar fjölskyldna, - skapa nýja atvinnu möguleika til framtíðar. 

Eins og þessu er fyrir komið í dag er ljóst að börn okkar og barnabörn munu þurfa að búa við skert lífsgæði vegna þess brjálæðis sem yfir okkur hefur gengið.  Skuldir frjálshyggju drengjanna verður arfleiðin til barnanna okkar og barna barna.  Það hefur enginn stjórnmálamaður þorað að segja þetta á beran hátt.  Þetta er mitt mat á aðstæðum dagsins í dag og þær upphæðir sem nefndar eru í  yfirteknu bönkunum eru hreinlega eins og vakna í martröð. Nú verða íslenskir stjórnmálamenn að koma niður á jörðina og hætta við þetta rugl í Öryggisráði Sameiniðuþjóðanna, ekki síðar en í dag. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála.

Marinó Már Marinósson, 14.10.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Þetta reyndist rétt hjá þér.

Sólveig Hannesdóttir, 18.10.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband