Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stjórnmálin og valdaskiptin í Reykjavík - húsfriðun

HPIM3142Eftir atburði síðustu viku er maður nærri orðlaus.  Valdaskiptin í Reykjavík og allur farsinn.  Það eru orð að sönnu að hún er skrítin tík - þessi pólitík.  Allavega fyrir venjulegt fólk út í bæ.  Tjarnarleikhúsið er búið að frumsýna nýtt leikverk.  Áhorfendur trylltust á pöllunum og var vísað á dyr.  Lagleg byrjun á góðu leikverki.  Hvað varðar valdaskiptin þá fagna ég því að búið er að leysa húsin við Laugaveg 4 - 6 úr herkví.  Búið er að ganga frá kaupum á húsunum og verður greint frá þessu á næsta borgarstjórnarfundi ef ég hef tekið rétt eftir. 

 

Mánuðum saman hef ég skrifað hér á blogginu um nauðsyn þess að friða sem mest af eldri götumynd Laugavegs og reyndar um Lækjargötu og verndun miðbæjarins.  Ég er sannfærður um að það eru að verða straumhvörf í umræðunni um verndun gamalla hús í miðbæ Reykjavíkur.  Innlegg Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Silfur Egils hafði þar mikil áhrif.   Torfusamtökin hafa einnig verið þar áhrifa mikil ásamt einstaklingum sem hafa verið að fjalla um þessi mál.  Fólk er að verða meira meðvitað um að þrátt fyrir allt ríkidæmið, þá eru húsin sem byggð hafa verið á fyrriparti síðustu aldar arfleið okkar og menningararfur.  Við verðum að koma fram af virðingu við þessa arfleið og kannast við hana þótt hún sé ekki fólgin í glæsihöllum.  Bárujárnið, lág hófstemmd hús sem sum hver voru og eru mjög falleg og ríkulega skreytt.

Ég treysti vel Reykjavíkurborg  til að standa vel að uppbygginu húsanna við Laugaveg og gera það að myndarskap eins og t.d. húsin við Aðalstræti. 

Stjórnmál snúast um framfarir og breytingar.  Fólkið sem er á sviðinu hverju sinni, er þar að vinna að hugsjón og góðum vilja.  Í eðli sínu eru það einkenni lýðræðis að fram fer eins konar málamiðlun oftast, ekki algilt.  Ég ber virðingu fyrir öllu þessu fólki sem er að fórna tíma sínum og kröftum.  Neikvæða myndin sem birtist okkur í fjölmiðlum síðust daga er afskræming þessa veruleika.  Í mínum huga skiptir það ekki höfuð máli hverra flokka þetta fólk er, það er allavega að vinna að framgangi samfélagsins.  Það má ekki gleymast.  Fólkið sem situr heima og hefur skoðanir, en hefur aldrei fórnað neinum tíma til þess að breyta samfélaginu; kröfur þess verða að taka mið af því.  Stjórnmálin verða aldrei betri en það fólk sem tekur þátt í þeim.  Til að breyta samfélaginu verða því fleiri að stíga fram á sviðið og breyta því til batnaðar.

Verndun gamalla húsa og breytingar á skiplagi eru partur af því.  Eitt brýnasta verkefni nýja meirihlutans er að  taka upp deiliskipulagið frá tíð R- listans og koma í veg fyrir að ekki endurtaki sig sama ruglið og verið hefur um Laugaveg 4 - 6.  Fella út leyfið til að rífa fleiri gömul hús við götuna.

HPIM3186

 

 

 

 

 

Hús Alþingis dæmi um vel heppnaða endurgerð.

 

 

HPIM3187

 

 

 

 

 

    Fallegt handverk sem gleður augað.

 

HPIM3188

Þetta er dæmi um kofa sem margir vilja rífa.  Sjáið hvað hægt er að gera húsin fallega upp.

 

Hér á bloggsíðu minni eru magar greinar um verndun gamalla húsa, vinsamlega skruna niður síðunar sem eru orðnar nokkuð margar.  Njótið lestursins.


Geta stjórnvöld boðið sig fram til Öryggisráðs SÞ eftir dóm Mannréttindanefndar SÞ ?

HPIM3175

Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld sem bjóða sig fram til Öryggisráðs Sameinuðuþjóðanna geti hundsað úrskurð einnar af lykilnefndum þeirrar stofnunar ? Eins  og kunnugt er hefur Mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna úrskurðað um að brotið hafi verið á rétti tveggja sjómanna og þeim skuli dæmdar bætur og þeim tryggður réttur að auðlindinni.

Er það trúverðugt að stjórnvald sem brýtur á mannréttindum geti verið í framboði til Öryggisráðs SÞ ?  Teljið þið að ríkisstjórnir sem hafa farið með völd hér væru tilbúnar að styðja slíkt framboð ?

Því hefur verið haldið fram í umræðu að okkur beri ekki að taka niðurstöðuna mjög alvarlega og hún sé ekki þjóðréttarlega bindandi.  Ýmsir talsmenn samtaka sem hafa hag að því  að viðhalda þessu kerfi hafa látið duglega í sér heyra og talið allt til foráttu að þessu verði breytt þrátt fyrir úrskurðinn.  Ég vona bara að það verði ekki hlutverk núverandi ríkisstjórnar að senda eins konar bréf um það að þetta verði skoðað með tilliti til athugasemda  Mannréttarnefndar. 

 

Ef ríkisstjórnin dregur ekki framboð sitt til baka, verður hún þá ekki eins og aðrar ríkisstjórnir í þessum heimi sem troða á mannréttindum og fara sínu fram.  Ríkisstjórnin verður fyrst að koma þessu í lag, áður en framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ verður trúverðugt.  Þá tel ég rétt að lögmenn þessara sjómanna kynni þátttökuþjóðum úrskurðinn, þannig að ákvörðun ríkisstjórna annarra landa um kosningu Íslands í Öryggisráðið verði upplýst ákvörðun.


Er skoðanakönnun Fréttablaðsins um hvort rífa skuli húsin við Laugaveg 4 - 6 marktæk

HPIM1393 

Er lýðræðið það fullkomið á Íslandi að skoðanakönnun  Fréttablaðsins um það hvort rífa skuli húsin við Laugaveg 4 - 6 geti leit til þess að húsin verði rifin ?  Eða áskorun SUS til menntamálaráðherra um að hafna tillögu húsfriðunarnefndar ?

 

Ekki man ég eftir því fyrr að stjórnmálasamtök ungs fólks hafi það á stefnuskrá sinni að rífa gömul hús fyrr en nú.  Þetta er framtíðafólkið sem ætlar að taka við á stjórnmálasviðinu á þessari öld.  Það er engin furða þótt maður verði nærri kjaft stopp.  Þetta er unga fólkið sem alið er upp við tölvur, hefur fengið nánast allt í sýnar hendur til æðis og klæðis.  Helsta markmið þess er að standa vörð um að rífa þessi gömlu hús sem í heila öld hafa staðið þar og þjónað samborgurum okkar.  Verið upphaf að götumynd Laugavegs og eru greipt í huga allra þeirra sem komnir eru til vits og ára. 

 

Hvað varðar samþ. húsfriðunarnefndar þá er það fullkomlega á hennar sviði að hafa skoðun á því hvað byggt er að húsinu á horni Laugavegs og Skólavörðustíg sem er friðað.  Þetta nýja hótel sem búið er að teikna á lóðina Laugaveg 4 - 6 er allt of há bygging og mun skerða sólarbirtu á gangstéttum götunar þar sem húsið liggur.  Þá er þetta hús úr öllum takt við hornhúsið friðaða.  Það kæfir þetta gamla hús.  Þess vegna eru a.t.h. húsfriðunarnefndar fullkomlega eðlilegar og réttmætar, um það er engin vafi í mínum huga.  Byggingarnefnd getur ekki samþ. hús á reitinn ( Laugaveg 4 - 6 ) nema að taka tillit til þeirra sem fara með friðun húsa í þessu landi.  Eins konar handvön er í þessu ferli hvað þetta varðar hjá byggingarnefnd.  

 

Ég vil skora á menntamálaráðherra að samþ. að húsin verði friðuð.  Unga fólkið í SUS mun bara byggja sinn nýja Laugaveg í nýjum hverfum og börn og barnabörn þess mun þá í anda foreldra sinna kjósa um það á stjórnmálafundum hvort eigi að rífa verkin þeirra og afmá fyrir framtíðinni.  Eða var þetta ef til vill bara venjulegur bjórfundur í svona samtökum kostað af einkafyrirtæki og það varð að koma eitthvað merkilegt frá fundinum ?

 

Loks tel ég það ekki hlutverk fjölmiðla að nota skoðanakönnun á þennan hátt sem gert var í Fréttablaðinu.  Það er hægt að spyrja hvort þú styður tiltekin stjórnmálaflokk ( þar er fólk sem kemur og fer ). En þegar verið er að fjalla um gömul hús sem ekki er hægt að endurnýja þegar búið er að rífa þau og farga öllu efni húsanna. Aldrei verður hægt að endurlífga slík menningarverðmæti þau eru glötuð um alla framtíð. 

HPIM1349

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þetta eru sárin sem skilin eru eftir

í götumynd Laugavegs.

 HPIM1347


Það er enn hægt að bjarga húsunum við Laugaveg 4 - 6

scan0004Morgunblaðið í dag birtir frétt af rausnarlegu tilboði um endurbyggingu húsanna við Laugaveg 4 - 6 á forsíðu.  Anna Sigurlaug Pálsdóttir heitir þessi kona sem býður svo höfðinglega.  Ég verð að játa að hjartað tók kipp þegar ég heyrði af þessu tilboði.  Hugsunin var, já núna verður þessum húsum borgið.  Við lesturinn í Morgunblaðinu og eftir að hafa heyrt í borgarstjóranum unga þá var þessi gleði mín minni.   Er það þá þannig þrátt fyrir þetta höfðinglega tilboð að ekki verði mögulegt að endurbyggja húsin á Laugaveginum vegna þess að búið er að klúðra öllu þessu máli frá upphafi ?  Nú reynir á nýja meirihlutann í Reykjavík að sýna að hann sé þess megnugur að leiðrétta þetta mál og fella úr gildi skipulagstilögunar frá R listanum sem kom þessu öllu af stað.  Það á skilyrðis laust að varðveita sem flest hús við Laugaveginn þannig að götumyndin haldist óbreytt um næstu framtíð.  Þetta verður vin í steinsteypu og glersamfálaginu sem er að verða til á þessari öld.  Menningararfur.  Allt tal um kofa og rífa kofana við Laugaveginn, er ekkert annað en að hafna þeirri arfleið sem við höfum vaxið upp frá og skilað hefur okkur auðlegðinni sem við búum nú við . 

Ég vil þakka sérstaklega þetta rausnarlega boð Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur hvort það verður endurbyggt á staðnum eða húsin flutt og endurbyggð í Hljómskálagarðinum eins og borgarstjórinn ungi talaði um.  Þetta mál er prófsteinn á nýja meirihlutann í borginni.  Þá vil ég minna á glæsilega lausn sem varð á málum húsanna við Austurstræti.  Það verður að ná þessari lóð aftur ( Laugaveg 4 - 6 ) með kaupum eða eignaupptöku vegna hagsmuna almennings.  Borgarfulltrúar hvar í flokki sem þið eruð komið þessum málum í lag !

 


Laugavegur 4 - 6 enn og aftur

HPIM1387 

Tíðindi gærdagsins eru bæði sorg og gleði vegna húsanna við Laugaveg 4 - 6 sem til stóð  að rífa í gærmorgun.  Hin nýskapaði borgarstjóri sem vann að því að búa til aftökulista húsa við Laugaveginn ( ásamt öðrum hagsmunaaðilum í tíð R- listans ) og var forsendan fyrir rifi og uppbygginu nýrra byggingar hótels, hann sá að sér.  Fyrrverandi meirihluti sjálfstæðismanna vísaði til þessarar skipulagstilögu þegar heimilað var að byggja á reitnum að nýju og var þar með búin að fyrra sig því að eyðileggja sögulega mynd götunnar. 

 

Það að flytja húsin í Hljómskálagarðinn er á margan hátt skemmtileg hugmynd sem Hrafn Gunnlaugsson er höfundur að.  Ef ég man rétt þá kom þetta fram í mynd sem hann gerði um þróun borgarinnar um hugmyndir sýnar, ofhlaðin háhýsum og mikilmennsku.  Eina sem ég sé við þessa hugmynd er að í framtíðinni væri hægt að flytja húsin aftur til síns fyrri staðra.  Ég hef þá trú að í framtíðinni verði götumynd Laugavegar verðmæt vegna margbreytileika og hóflegar húsa með sér íslenskan byggingarstíl eins og bárujárnið.  Eins og ég hef lýst hér fyrr í skrifum mínum um friðun húsa við Laugaveginn, möguleikum og sóknarfærum til að skapa eldri húsum nýjan tilgang. Vísa ég því til þeirra skrifa og set krækjur inn sem ekki hafa tíma til að skruna um bloggsíðuna. 

HPIM1388

Ég hef verulegar áhyggjur af að síðasti sólarbletturinn við Laugarveginn sé að hverfa með nýju byggingunni sem verður reist þar.  Afskaplega er notalegt að hægja á ferð sinni nánast á öllu tímum ársins þegar sólar nýtur við og njóta ylsins og birtunnar  sem hefur verið þarna.   Á myndum sem ég set hér inn með þessum hugleiðingum má glögglega sjá hvað birtan er þarna mikilvæg.  Myndirnar eru teknar á þeim tíma þegar sól er hæst á lofti og birtan flæðir um alla skuggabletti. 

 

Hótelbygging á þessum stað er slys.  Ekkert rými er til að taka við ferðamönnum og rútum sem spúa díselreyk yfir umhverfið, þar sem gangstéttin teppist meðan verið er að hlaða töskum ferðamanna á götuna o.s.f.v..  Það er einfaldlega ekki rými fyrir hótel við Laugaveginn enda þótt búð sé að byggja eitt ofar við götuna.  Gatan á að vera miðstöð þjónustu og menningar en ekki hótelgata. 

HPIM1392

 

Þannig verða þessi hús trúlega flutt á dauðadeildina út á Granda eins og ég hef kallað það.

Þar geta þau næstu misserin norpað í norðannepjunni, slitin úr öllu samhengi við umhverfi sitt.

Endurbygging húsanna í Hljómskálagarði er vandasöm og verður dýr, en ég treysti borginni til að standa að því og gera það vel, það sanna húsin við Aðalstræti.   

Betra væri að þetta hefði aldrei orðið og húsin fengið að vera áfram á sínum reiti.

 

 

HPIM1390 

Takið eftir hvað skugginn breiðir sig út á götuna.  Nýja húsið verður í sömu hæðarlínu með mæninn og gula húsið á myndinni.  Myndin er tekin þegar sól er hæst á lofti.   Það er auðvelt að sjá fyrir að nýja húsið mun mynda skugga á gangstéttina handan götunnar mestan part ársins.

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/284920/

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/292937/

Myndirnar eru teknar 15. júlí 2007  kl: 13:54.

 

 


Aðalstræti 10 endurbygging til sóma - rómantík í miðbænum

HPIM3227

 

Fyrir skömmu var ég á ferðinni í Aðalstræti í Reykjavík og var að skoða húsin sem Minjavernd hefur verið að endurgera og byggja ný.  Ég fór að skoða nýlega opnaða húsið að Aðalstræti 10 sem var hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar landsfógeta, en talið er að húsið hafi verið byggt 1762.  Þetta er samt eitthvað á reiki ef ég man rétt svo ég vitni i Árna Óla hin eina sanna. 

 

Það er gaman að sjá hvað hægt er að gera þessi gömlu hús glæsileg þótt að þau hafi verið byggð trúlega af vanefnum.  Ljóst er að hvar sem maður skoðar, endurspeglar handverkið að hér hefur verið unnið að alúð.  Minjavernd eignast húsið til ráðstöfunar næstu 35 árin, en af þeim tíma liðnum fær borgin húsið aftur til sín. 

HPIM3220 

Á neðri hæð hússins er Reykjavíkurborg með sýningar og kynningarrými.  Efrihæð hússins ( undir súð ) er aðstaða fyrir Handverk og hönnun.  Inni er líkan af Grjótaþorpi og ljósmyndir mjög forvitnilegar.  Einstaklega gaman að staldra þar við og hverfa aftur í tímann við dempað ljósið í loftinu.

 

Byggt er við húsið að aftan ( inni í lóðina ) nýtt lítið hús og er það tengt saman með glerbyggingu sem tekist hefur mjög vel að fella að þessu gamla húsi og gefa því tilfinningu um opið rými.  Hurðin inn í rýmið gefur þessu virðulegan blæ.  Ég vil endilega hvetja sem flesta til að skoða þetta og njóta.  Þá er Íslenska hönnunarverslunin með fallega muni til sölu.  Því miður hafði ég ekki tíma til að skoða það nánar, en langar til að fara fljótlega aftur og skoða þetta enn betur.  Sjón er sögu ríkari.

HPIM3221

 

 

 

 

 

Ljóst er að þessu húsi hefur verið sýndur einstakur sómi með endurgerðinni.  Ekki skemmir að vita að þetta verður vonandi aldrei aftur ölduhús þar sem hin görótti drykkur er viðhafður.  Ég held að þetta hús hafi verið í bráðri eldhættu þegar rekinn var þarna ölstofa eða hvað það var kallað.  Loks vil ég óska öllum sem að þessu hafa komið og gert þetta að veruleika til hamingju með einstaklega vel heppnað verk.  Framtíðin mun lofa verkið enn frekar og ætti að vera öllum þeim sem hamast við að tala um að rífa gömul hús í bænum til áminningar.

 

HPIM3222

 

 

   Gaman að sjá hvernig þakljórarnir falla að þaki   hússins.


Lokum fyrir þverun Lönguhlíðar á Miklabraut

Minni á bloggfærslu mína um að koma í veg fyrir þverun Lönguhlíðar á Miklabraut.

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/311399/

 

 


mbl.is Umferðartafirnar hefjast stundvíslega klukkan 7:40
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokum fyrir þverun Miklubrautar um Lönguhlíð - umferðaröngþveitið

Langahlíð

 

Umferðarteppan á morgnana á Miklubraut hefur verið talsvert til umræðu í fjölmiðlum undanfarið af skiljanlegum ástæðum.  Ég er einn af mörgum sem er að keyra í röðinni niður í bæ þetta á 15 - 40 km hraða og stundum hægar.  Af skiljanlegum ástæðum er ég orðin þeirrar skoðunar að loka verði fyrir þverun á gatnamótum Lönguhlíðar ( sjá mynd ). 

Með þeirri aðgerð væri búið að losa stífluna sem er aðallega á þessum gatnamótum.  Þannig væri viðstöðulaus umferð frá horni Kringlumýrar og Miklubrautar niður að ljósunum hjá Umferðarmiðstöðinni. 

Því vil ég skora á umferðaryfirvöld í Reykjavík að skoða þennan möguleika.  Stærsti flöskuhálsinn á Miklubrautinni er á þessum gatnamótum, en umferðin sem kemur af sunnaverðri Kringlumýrarbraut safnast frá gatnamótum Lönguhlíðar upp að gatnamótunum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar.  Þegar ljósin kvikna fyrir umferð niður Miklabraut stoppa nánast allt vegna þess að þessi spotti ber ekki fleiri bíla. 

Með því að loka fyrir þverun á Lönguhlíðinni mun umferð verða miklu greiðari.  Trúlega verður þetta til óþæginda fyrir marga, en göturnar bæði norðan við og sunnan við Lönguhlíð verða miklu rólegri húsagötur eftir þessa breytingu og geta skapað meira næði þar á kvöldin þegar umferð minnkar.

 

Lokum fyrir þverun á Lönguhlíð og losun um umferðarstífluna.


Glæsileg verðlaunatillaga um deiliskipulag í Kvosinni

HPIM3132Fimmtudaginn 6. sept. s.l. voru kynntar verðlaunatilögur úr samkeppni um deiliskipulag í Kvosinni.  Ég er sérstaklega ánægður með verðlaunatillöguna og get ekki annað en hrósað Hönnu Birnu og Vilhjálmi borgarstjóra með að hafa valið þessa tillögu.  Hún fellur mjög vel að þeim hugmyndum sem ég hef viljað fara með uppbygginu á þessu svæði þ.a.s.e.g. varðveita sem mest mynd húsanna þarna.  Auðvita eftir bruna verður ekkert eins og áður og ný hús bera væntanlega mynd af því.  Sérstaklega hugnast mér að hugmyndin um að flytja gamla Biskupshúsið í Lækjagötuna.  Hinsvegar tel ég það ekki þjóna neinum tilgangi að flytja húsið frá Árbæjarsafni, enda gerir tillagan ráð fyrir að byggja eina hæð undir húsið og lyfta því. 

 

Miklu nær er að teikna nýbyggingu sem notar ytra útlit og húsgerð og byggja á staðnum.  Það er einfaldlega ódýrara, sem gefur götunni aftur þennan gamla svip. 

 

Lækjargata 4 var reist árið 1852 það var þýskur timburmaður, G. Ahrentz sem byggði það.  Helgi biskup Thordarsen keypti húsið og var húsið síðan nefnt eftir þetta Biskupshús eins og ég man eftir.  Þess vegna er túnið nefnt Biskupstún sem ég held að sé að gleymast þar sem styttan af Séra Friðrik er og taflið fræga frá vinstri meirihlutanum ( 1978 ef ég man rétt ).  Lækjargata 4 var meðan Helgi biskup bjó þar eitt mesta og virðulegasta höfðingjasetur í bænum.  ( Heimild Sagt frá Reykjavík, Árni Óla bls. 54 - 57 ). 

 

Ég vil hvetja Margréti Harðardóttur arkitekt og hópinn allan sem vann að þessari tillögu til að skoða vel þann möguleika að reisa þarna nýtt hús og í gömlum anda.  Húsið er orðið gróið í Árbæjarsafni og á sinn tilverurétt þar nú og erfitt að slíta það upp enn eina ferðina.  Sjáið hvað vel hefur tekist til með húsin í Aðalstræti eins og Fjalaköttinn. 

HPIM3200

Þá er að sjá að opna eigi lækinn aftur að hluta og setja tré með götunni.  Þetta getur orðið mjög skemmtilegt og á eftir að gefa götunni nýja ásýnd.  Reyndar vantar á að kynna tillöguna fyrir alm. enda þótt það hafi verið gert í fjölmiðlum mjög vel.  Ég vil geta skoðað þetta með eigin augum, enda gerði ég mér ferð í Ráðhúsið í dag en þar var ekkert í þá veru.

Þegar þessi hugmynd var sett á koppinn hafði ég mínar efasemdir um keppnina og var hræddur um að fallið yrði í þá gryfju að byggja gler steinkumbalda í anda ofvitans ( Iðuhúsið ) í Lækjargötu. 

 

Eins og þetta blasir við nú þá er ég mjög sáttur við þessa útkomu og ég hlakka til að fylgjast með áframhaldinu.  Það eru spennandi tímar framundan með þennan bæjarhluta og vonandi er að verða vitundarvaknig fyrir því að varðveita gömul hús aftur.


Aftökulisti R - listans ber árangur gömlum húsum fórnað

HPIM1461

Það ætlar að ganga eftir sem ég hef lýst hér áður á bloggsíðunni minni.  Nýi meirihlutinn í Reykjavík notar listann sem skálkaskjól.  Jafnframt húsin við Lækjargötu og Austurstræti falla undir þann gjörning.  Nú er löngu orðið ljóst hvað þetta frumhlaup fv. R listans var vanhugsað.  Áður en varir erum við búin að tapa hluta af byggingarsögu okkar og menningarminjum.   Húsin við Laugaveg eru afskræmd útlitslega séð og hefur ekki verið sýndur sá sómi sem hægt er að gera.  Takið eftir hornhúsinu við Laugaveg og Skólavörðustíg.  Þannig geta gömul hús litið út.  Nýríka kynslóðin sem fer nú fram í krafti græðgi, henni er ekkert heilagt.  Hótel sem stendur til að byggja á þessum stað passar ekki inn í þessa mynd.  Hvernig á að taka á móti ferðahópum t.d. 50 manna rúta að losa farþega og farangur á þessum þröngu gangstéttum ?

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/284920/

 og meira tengt þessum málaflokk á síðunni.


mbl.is Borgarráð samþykkti niðurrif húsa við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband