Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gleðilega páska !

IMG1572     

 Gleðilega páska !

 


KEA kaupir Hafnarstræti 98 - gömlu húsi bjargað

HPIM4830Það voru góð tíðindi að norðan í dag.  KEA ásamt fleiri fjárfestum hafa keypt húsið að Hafnarstræti 98.  Húsið hefur verið nokkuð bitbein á liðnum misserum.  Húsafriðunarnefnd lagði til friðun á húsinu sem menntamálaráðherra samþykkti.  Þetta var nokkuð umdeild ákvörðun, en sýndi dirfsku ráðherra; þökk sé henni.  Árið 2006 var ég á ferðinni þarna og tók nokkra myndir í göngugötunni.  Þetta verður sóma hús þegar það hefur verið endurgert.  Ég spái því að eftir nokkur ár muni menn undra að til stóð að rífa þetta hús.  Reyndar hef ég gist í þessu húsi, var á ráðstefnu á Akureyri og gisti einar tvær nætur.  Það eru reyndar blendnar tilfinningar vegna þess að í næsta húsi var brjálaður skemmtistaður sem hélt vöku fyrir manni hálfa nóttina.  Loks óska ég Akureyringum sem hafa skilning á verndun eldri húsa til hamingju með þennan áfanga og daginn.
mbl.is KEA kaupir Hafnarstræti 98
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vormyndir gegn vonbrigðum um skattpíningu stjórnvalda á láglaunafólk

HPIM2196Vormyndir gegn vonbrigðum um skattpíningu stjórnvalda á láglaunafólk, er eiginlega eina sem ég get hugsað mér á þessari stundu eftir opinberun OECD á skattpíningarstefnu sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins árin 2000 - 2006.  Reyndar vissi þetta allt láglaunafólk af sköttunum sem það var að greiða, en með þessa lygi voru þessir flokkar kosnir áfram í forystu í landsmálum.  En síðar um það.  Hér eru nokkrar myndir til að lyfta sér upp frá lygi stjórnmálanna.

 

 

 

HPIM2208

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2209

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Takið eftir bruminu á trjánum.

 

HPIM2236

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvar sér maður svona skraut í samtímanum ?

 

HPIM2241

 

 

 

 

 

 

 

 

Falleg birta.

 

 HPIM2242

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2258

 

 

 

 

 

 

 

Sjáið glervirkið sem er verið að byggja í bakgrunninn.  Þessi arkitektúr á varla heima í þessu umhverfi.

 

HPIM2269

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Loks Austurstræti í amstri dagsins.  Þessa alls er hægt að njóta án þess að verða skattlagður með því einu að skreppa í miðbæinn.   Njótið heil.


Meira af fuglum og mönnum í góða veðrinu

HPIM2137Fuglar og menn í blíðunni á laugardaginn við tjörnina.  Eins og vorið væri að boða komu sína.  Hver veit ?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2144

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2066

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2115

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Við Austurvöll.


Nokkrar ljósmyndir af helgarveðrinu

 HPIM2019

Set hér til gamans nokkrar myndir sem ég tók um helgina.  Laugardagurinn yndislega fallegur en sunnudagurinn úfinn og grár.

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2060

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 HPIM2170

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2164

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Það eru mannréttindabrot að semja um laun sem ekki er hægt að lifa af með reisn

Samningana verður að fella til að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina og verklýðsrekendur.  Eins og ég hef sett hér fram á bloggsíðu minn, þá tel ég að skattaútspil ( hækkun persónuafsláttar á næsta ári ) óásættanlega lítil.  Upphæðin er of lág og ekki hægt að bíða eftir henni í heilt ár. 

Það er annars undalegt að heyra verklýðsforingja ( verkalýðsrekendur með 500.000 krónur á mánuði ) lofa þessa kjarabót enda þótt hún sé nokkur.

Ég tel að það séu mannréttindabrot að semja á þennan hátt.  Þar að segja að semja um laun 3 ár fram í tímann, um laun sem duga ekki til framfærslu.  Fyrir utan það þá er það siðlaust að samtök sem telja 80.000.000 manns geti samið um að þúsundir manna lifi undir framfærslu kostnaði í fátækt.  Laun ræstingamanns skv. töflu ASÍ eru kr. 139.317 krónur.  Fyrir launahækkun greiddi þessi launþegi 6.700 krónur af mánaðar launum sínum í staðgreiðslu.  Eftir hækkun greiðir hann 12.744 krónur.  Þetta stafar af því að persónuafslátturinn þarf að hækka til samræmis við hækkunina.  Ef 15. þús. manns hafa þessi laun hafa skatttekur ríkisins aukist úr 1.2 milj. á ári í 2.3 milj.  

Þá eru eftir 65 þús. manns sem fá hærri launa hækkun sem auka mun skatta ríkisins alla verulega eins og séð er af dæminu hér að ofan.  Þannig má fullyrða að launþegar landsins eru að borga lækkun skatta á fyrirtæki með hækkuðum launum sínum.  Kostnaður fyrirtækjanna er því sára lítill þrátt fyrir að gegndarlausan hagnað á liðnum árum ( t.d. bankarnir ).

Nær hefði verið að skattalækkanir færu til alm. ( launþega ) og skattagróði ríkisins notaður alm. í hag, en ekki velferðarkerfi fyrirtækja sem rekið hefur verið hér í áratugi af sitjandi ríkisstjórnum.  Ekki hef ég á takteinum hvað kostar að lækka skattana á fyrirtækin og raunar undarlegt að það skuli ekki skírt eða spurt um það í fjölmiðlum.  Ég ætla að skjóta á að þetta geti verið 6 - 8 milj. á ári.  Þannig munu launþegar borga þetta með hækkuðum skattstofni af hækkuðum laun.  Sorgleg niðurstaða.

Nú verður að fara að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort það sé löglegt að semja og binda laun þúsunda manna þannig að þeir verði að lifa undir framfærslukostnaði ( í fátæktar gildru ) sem ekki er hægt að brjótast út úr.  Það eiga að vera lámarks mannréttindi að launþegi geti selt vinnu sína þannig að hann geti lifað af þeim launum sem hann fær.  Verkalýshreyfingin hefur ekki leifi til að semja um lægri laun, en þau sem duga til framfærslu og að fólk geti lifað af þeim og  tekið þátt í þessu samfélagi með reisn.  Siðlaust er að gera slíka samninga og mæra þá fyrir almenningi.


Fella á kjarasamninginn nýja - persónuafsláttur ófullnægjandi

Nú er verið að birta á vef  asi.is dæmi um taxtabreytingar.  Í ljósi þessarar töflu er ljóst að óviðunandi er að samþykkja þessa samninga nema að persónuafsláttur hækki samhliða hækkun launa.  Hækka á afsláttinn á næsta ári um 2000 krónur (árið 2009 umfram almenna verðuppfærslu). Síðan hækkar sambærilega árið 2010 og 2011.  En kjarasamningur rennur út í nóv. 2010 ef ég hef tekið rétt eftir.  Þannig mun stór hluti hækkunar núna renna í ríkissjóð í aukna skattheimtu vegna hærri launa.  Á launatöflu sem birt á vef asi.is eru dæmi um taxta.

Árið 2007 hafði starfsmaður í ræstingu 121.317.- í laun.  Hægt er að fara inn á vef ríkisskattstjóra og reikna skatta af launum í þar til gerðri reiknivél.  Skattur af launum er 6.700 krónur núna eftir áramót t.d. útb. laun 1. feb. s.l.  

Nýjustu laun ræstingarstarfsmannsins eru 139.317 krónur núna með þessum nýja kjarasamningi.  Staðgreiðsla af þessum launum er 12.744 krónur.  Nærri lætur að ríkissjóður fá helmingi hærri skatt af viðkomandi eftir hækkun.  Þannig eru útborguð laun 114.928 krónur.  Útreikningur gerir ráð fyrir 2% í séreignarsparnað og 3.286 í félagsgjald á mánuði.

Raunveruleg hækkun er 10.876 krónur. 

Af ofansögðu veðrur ríkisstjórnin að leiðrétta þetta strax, því er ekki annað fært en að hafna kjarasamningunum.  Það verður að koma til strax breyting á persónuafslætti til þess að gerlegt sé að styðja þennan kjarasamning.  Ekki bara þessi 2000 kall heldur umtalsverða hærri upphæð.

Um aðgerðir ríkisstjórnarinnar má segja ýmislegt.  Ég dreg t.d. stórlega í efa að bygging fél. leiguhúsnæðis og aukið fé í það skili sér.  Það hefur verið nægjanlegt fé í þetta en sveitafélögin vilja ekki byggja þetta húsnæði og hafa ekki sótt um það.

http://www.rsk.is/reiknivelar/nidurstodur/vara_reiknivel_stadgreidslu_2.asp

vefur ASÍ  http://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-972/

launataflan


Fella ber kjarasamningana - skattamál ófullnægjandi

 

Nú er verið að birta á vef  asi.is dæmi um taxtabreytingar.  Í ljósi þessarar töflu er ljóst að óviðunandi er að samþykkja þessa samninga nema að persónuafsláttur hækki samhliða hækkun launa.  Hækka á afsláttinn á næsta ári um 2000 krónur (árið 2009 umfram almenna verðuppfærslu). Síðan hækkar sambærilega árið 2010 og 2011.  En kjarasamningur rennur út í nóv. 2010 ef ég hef tekið rétt eftir.  Þannig mun stór hluti hækkunar núna renna í ríkissjóð í aukna skattheimtu vegna hærri launa.  Á launatöflu sem birt á vef asi.is eru dæmi um taxta.

Árið 2007 hafði starfsmaður í ræstingu 121.317.- í laun.  Hægt er að fara inn á vef ríkisskattstjóra og reikna skatta af launum í þar til gerðri reiknivél.  Skattur af launum er 6.700 krónur núna eftir áramót t.d. útb. laun 1. feb. s.l.  

Nýjustu laun ræstingarstarfsmannsins eru 139.317 krónur núna með þessum nýja kjarasamningi.  Staðgreiðsla af þessum launum er 12.744 krónur.  Nærri lætur að ríkissjóður fá helmingi hærri skatt af viðkomandi eftir hækkun.  Þannig eru útborguð laun 114.928 krónur.  Útreikningur gerir ráð fyrir 2% í séreignarsparnað og 3.286 í félagsgjald á mánuði.

Raunveruleg hækkun er 10.876 krónur. 

Af ofansögðu veðrur ríkisstjórnin að leiðrétta þetta strax, því er ekki annað fært en að hafna kjarasamningunum.  Það verður að koma til strax breyting á persónuafslætti til þess að gerlegt sé að styðja þennan kjarasamning.  Ekki bara þessi 2000 kall heldur umtalsverða hærri upphæð.

Um aðgerðir ríkisstjórnarinnar má segja ýmislegt.  Ég dreg t.d. stórlega í efa að bygging fél. leiguhúsnæðis og aukið fé í það skili sér.  Það hefur verið nægjanlegt fé í þetta en sveitafélögin vilja ekki byggja þetta húsnæði og hafa ekki sótt um það.

http://www.rsk.is/reiknivelar/nidurstodur/vara_reiknivel_stadgreidslu_2.asp

vefur ASÍ  http://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-972/

launataflan


Breska ríkisstjórnin að þjóðnýta Northern Rock bankann

Breski fjármálaráðherrann var í dag að tilkynna um þjóðnýtingu á Northern Rock bankanum.  Eins og kunnugt er þá lenti bankinn í erfiðleikum vegna húsnæðislána sem voru veitt í Bandaríkjunum með vafasömum tryggingum.  Ríkisstjórnin breska neyðist til að gera þetta þar sem einkabankar voru ekki tilbúnir að taka við nema með afarkjörum, tap skattgreiðenda hefði því orðið meira.  Þetta er tímabundin yfirtaka og verður bankinn aftur seldur á alm. markaði þegar aðstæður á fjármálamörkuðum hafa breyst til batnaðar. 

Þetta vekur upp spurningar um stöðu íslensku bankanna og hvort ríkissjóður verði á komandi misserum koma þeim til hjálpar.  Enda þótt vandinn sé annar en hjá Northern Rock bankanum þá er þetta hluti af alþjóðlegri kreppu sem er í uppsiglingu. 


Gamla varaaflsstöðin við Elliðaár að víkja ?

  HPIM2978

Visir.is segir frá því í gær ( 15. feb. ´08 ) að Landsvirkjun hefur fært Reykjavíkurborg til fullrar eignar varaaflsstöðina við Elliðaárnar.  Veiðimenn sem veitt hafa þarna lengi kannast við þetta hús.  Varaaflstöðin var gangsett árið 1948 og er því orðin að hluti af þessu umhverfi.  Um tíma var verið að tala um að laga húsið og fá það listmönnum til notkunar.  Ég heyrði að eitthvað væri um spilliefni (asbest) í húsinu.  Í gær 15. feb. fékk borgarstjórinn nýjasti, Ólafur F. Magnússon afhenta lykla og þrjár spildur í Elliðaárdal alls 15. þúsund fermetrar.  Borgin tekur að sér að rífa húsið,  í stað landsins sem fylgir með, en þau eru hluti af útivistarsvæði Elliðaársdals.  Húsið hefur verið í vanrækslu og var málað fyrir nokkrum árum ef ég man rétt.  Mér hefur alltaf  þótt þetta formfagurt hús hvernig sem á því stendur.  Það má alveg sjá þarna fyrir sér aðstöðu fyrir t.d. listamenn sem nýlega urðu fyrir skakkaföllum á Korpúlfsstöðum.  Væri þetta hús lagað og málað gæti þetta verið hið fallegast hús, á sinn hátt !

HPIM2946 

En trúlega eru fleiri á því að rífa þetta hús, þannig er tíðarandinn.  Læt hér til gamans myndir með af þessu húsi, sem hefur verið bakgrunnur í mörgum veiðiferðum í gegnum árin í Elliðaánum hjá mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband