Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ekki hægt á fljúga Páli Sveinssyni til landgræðslu vegna peningaskorts

 

HPIM0823Ég vil vekja athygli á grein í Morgunblaðinu laugardaginn 14. júlí ´07  sem nefnist

,, Vorboðinn ljúfi þagnaður"  Þar lýsir Jón Karl Snorrason því að ekki hafi fengist peningar til að dreifa áburði með flugvélinni Páli Sveinsyni í ár.  Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur flugvélinni verið flogið í sjálfboðavinnu á liðnum árum.

 

Í niðurlagi greinarinnar segir.  ,, Skilum landinu árlega 1.000 tonnum af áburði úr Páli Sveinsyni og höldum þessari sögufrægu flugvél á lofti fyrir komandi kynslóðir og tryggjum vor- og sumarkomu með tilkomumiklu hljóði hreyflanna sem hafa yljað svo mörgum undanfarin 34 ár".

 

Það er raunar dapurlegt í þessu ríka landi, þar sem allir eru að kolefnisjafna allt milli himins og jarðar að ekki hafi verið tryggt fé til að sinna þessu sjálfsagða máli.  Jón Karl kennir þar um áhugaleysi fv. landbúnaðarmálaráðherra Guðna Ágústsyni sem er í senn dapurlegt, enda er maðurinn orðinn formaður í Framsóknaflokknum.

 

Því vil ég eins og Jón Karl Snorrason sem er flugmaður og áhugamaður um landgræðslu hvetja alla sem vilja láta sig málið varða að koma þessum málum í lag, sérstaklega nýjum ráðherra Einari Guðfinnssyni.


Af veiðiferð í Veiðivötn

 HPIM0889

Er komin til byggða eftir veiðiferð í Veiðivötn inn á Landmannaafrétti.  Þetta er árlegur viðburður og fer að losa bráðum 20 ár síðan ég fór þangað fyrst.  Allt árið er því tilhlökkunar efni  að fara.  Dagarnir eru vandlega taldir.  Nú -, svo kemur að þessu og maður getur varla sofið fyrir spenning að leggja í hann.  Í fyrra var rok og rigning, haglél, grenjandi rok.  Ég hélt að nú væri ég læknaður af veiðidellunni.  En viti menn, mannskeppan er fljót að gleyma. Því  leiðinlegra sem það var, þeim mun ákveðnari er maður þegar kemur að því að panta veiðileifi fyrir næsta ár.  Þá man maður ekkert eftir öllu volkinu og leiðindunum.  Eftir veiðimennsku í marga áratugi, held ég að þetta sé ásókn í vosbúðarlíf.  Eiginlega situr mest í minningunni erfiðar veiðiferðir í vondum veðrum og óvæntum uppákomum.  Logmollu dagarnir með góðu veðri og veiði gleymast furðu fljótt. 

Miðvikudagurinn rann upp.  Veiðitúrinn var að hefjast og veður var eins og allir sjálfsagt upplifðu líka með afbrygðum gott.  Veðin hefst kl: 15 og gekk furðu vel.  Um kvöldið voru komnir 48 fiskar á land, sá þyngsti 4,2 pund.  Til að gera langa sögu stutta þá veiddi þessi 6 manna hópur sem fór alls 174 fiska.

En hið óvænta var að við veiddum 6 laxa ( í Veiðivötnum ) sem er inn á hálendi og útilokað að lax geti gengið í vötnin að því að ég best veit.  Skíringin á þessu er að í einu vatninu sem hefur takmarkaða möguleika til klaks fyrir urriðann, er sleppt seiðum sem alin eru upp í eldisstöð.  Á einhvern óskiljanlegan hátt hafa blandast inn í sleppifiskinn laxaseiði, sem lentu í þessu ónefnda vatni.  Þannig höfum við þessi veiðihópur landað fyrstu og vonandi þeim síðustu löxum í Veiðivötnum sem veiðast.  Trúlega verður reistur minnisvarði um okkur þar. 

Náttúrufar við vötnin og hraunmyndanir eru einstök.   Hraunvötn eru falleg, yndislegt að vera þarna og finna kyrrðina og mikilfengleik landsins.  Trúlega er þó meiri upplifun að gefa sér tíma til að skoða þarna svæðið sem ferðamaður, en veiðimaður. Veiðimennskan tekur huginn allan allavega hjá þeim sem eru með bakteríuna.  Munið bara að vera með myndavélina til handa gagns, myndir segja of meira en mörg orð.

HPIM0913        Hér er mynd af laxinum, hreistrið losnar af honum eins og af nýrunnum laxi.

 

 

 

 

 

HPIM0917

 

 

                         

 

 

 

 

 

                                                         Glæsilegur afli af fallegum urriða

HPIM0866

 Yndislegur dagur í Veiðivötnum

 HPIM0865

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                  Friðsældin er einstök þarna.

 


Nei takk Séð og Heyrt ekki skreyta fjöllin með auglýsingum

Ég átti leið austur fyrir fjall í dag.  Þegar ég kom að beygjunni að Skíðaskálabrekkunni blasti þessi hryllingur við mér, eins og sést á myndunum sem hér fylgja með.  Það er hið víðfræga menningarrit Séð og Heyrt sem setur upp þennan hrylling.  Ég vil fullyrða að þetta er lögbrot að setja upp auglýsingar af þessu tagi.  Því vona ég að viðkomandi yfirvöld láti fjarlægja þennan ófögnuð.  Verði byrjað á þessu mun þetta flæða um allt land og afskræma einstaka náttúru okkar.

Nú eru það mín viðbrögð að ég skal aldrei kaupa þetta blað inn á mitt heimili.  Verði þetta hins vegar fjarlægt skal ég gleyma þessu, eins og hverju öðru bernskubreki.  Ég vona að ykkar viðbrögð verði þau sömu, þar að segja ekki kaupa  þetta blað sem vanvirðir íslenska náttúru á þennan hátt.

Nei takk ekki skreyta fjöllin okkar með auglýsingum. Útgefendur Séð og Heyrt takið eftir, auglýsingamennskan hefur gengið of langt.

HPIM0598

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM0599


Öxarárfoss og blágresið blíða

HPIM0406

 

Set þessa mynd inn til að minna ykkur á hvað það er fallegt a Þingvöllum núna.  Tók þessa mynd 24. júní 2007 á Jónsmessunni.  Eins og sjá má þá er undur þar í hverjum stein og kærleiksríku vatni.

 

HPIM0356

 

Gleymið ekki Blágresinu sem sefur við klettaveginn.  Munið að þetta er heilög jörð.


Hver tryggir að við getum flúið frá höfuðborginni þegar almanna vá steðjar að ?

Er vegurinn austur fyrir fjall einhver annars flokks vegur.  Eftir halarófuna þarna í dag er hægt að gera í skóna með að næstu helgar í sumar, verði Kristnihátíðar- og ellefuhundruð ára hátíð, með viðeigandi bílamartröð.  Hvað með öryggi fólks á Reykjavíkursvæðinu ?  Ef upp kæmi  almanna vá á þessu svæði, er þetta flóttaleiðin okkar.  Verður þetta líkt og þegar Katrina fór yfir New Orleans og fólkið sem átti að rýma borgina sat fast á hraðbrautunum .  Ég vil fá skír svör um það hver á að bera ábyrgð á öryggi 160.000 þús. manns á þessu svæði komist af því.  Það dugar ekki lengur að tala um þetta í hálfkæringi. 

Samgöngumálaráðherra verður að taka af skarið með tvöföldun á Suðurlandsvegi.  Ég hef mikla trú á Kristjáni Möller og hvet hann og þá sem fara með almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu, nú að skíra fyrir almenningi hvernig þetta á að geta gengið.  Annars verði gripið til tafalausra aðgerða til að tryggja öryggi okkar.

Það er ekki nóg að vera að tala um að koma á fót hálfgildings her hér á landi, meðan fólk getur ekki komist almennilega til og frá Reykjavík.

HPIM0442


Jónsmessunótt í Reykjavík - myndir

Verð að deila með ykkur fegurðinni í Reykjavík í gærkvöldi.  Jónsmessunóttin var eins fögur og hægt er hugsa sér í höfuðborginni.  Líklega hefur það einnig verið um allt land.  Njótið myndanna vel.

HPIM0333

Sólfarið í allri sinni dýrð

HPIM0337

Enn lækkar sólin á lofti

HPIM0344

Brennandi skip


Nú skil ég blómin

HPIM0130Nú skil ég blómin er heiti á ljóði sem ég samdi 1998.  Ekki man ég sérstaklega hvað var tilefni þessa ljóðs.  Með árunum verða þessir vinir mans, sem lifað hafa langan aldur á vel geymdum blöðum fámálir og hógværir.  Dálítið feimin við veröldina.  Haldin eins konar félagsfælni.  En nú er mál að linni og þessi vængjaði vinur minn fari út í lífið.

 

Nú skil ég blómin

 

 

Nú skil ég blómin

urð þeirra og grjót

nú skil ég fjöllin

fegurð þeirra og mót

nú skil ég náinn

í frera grafinn völlinn.

Nú skil ég lifað líf

lesti og gleði tal

nú skil ég innstu þrá

og ilm í fjalla sal

nú skil ég

                hve skammt er lifað

og ljóðin fáu

                sem ég hef skrifað.

              

 Ólafur H. Einarsson 1998.

 


Eitt kvöld í paradís - Þingvellir og landrekskenningin

 HPIM0220

Eitt kvöld í paradís.  Þannig er manni innan brjóst eftir að hafa verið á Þingvöllum kvöldstund.  Nóttin nær horfin, endalaus birta.   Eiginlega er það kvöl að þurfa að fara heim og hvílast.  Skrapp að veiða sem er bara yfirvarp til að vera úti í náttúrunni.   Aflin var í samræmi við kvöldið, algert himnalogn.  En skiptir það nokkru máli?

Fuglarnir þarna voru í himnaskapi.  Það voru lóur, rjúpur, mávar, kríur, á ég að halda áfram.  Nei þið verið bara að fara þangað og  lifa þetta eins og ég. 

 

Annars er ég með nýja kenningu, hvers vegna mér líður svona vel á Þingvöllum.  Haldið ykkur núna.  Við sem búum hér á suðvestur horninu erum vanalega á Ameríkuflekanum ( landrekskenningin )  og með því að fara á Þingvöll, þá erum við komin á Evrópuflekann.  Við það umpólast maður og losnar um spennu.  Þetta er Spennulosunarkenning Ólafs H. og verður hún skráð í fræðibækur í framtíðinni.  Eru þið nokkuð að hlæja hm... ?

Þannig er með öll vísindi, þau eru aðhlátursefni í upphafi.  Ég er ekkert sár yfir því, af því að ég er vísindamaður  eða þannig.  Til að sannreyna kenningu mína farið austur á Þingvöll eina kvöldstund og finnið muninn.  En kenningin virkar líka í hina áttina, já haldið ykkur núna.  Landsbyggðarfókið sem leitar til Reykjavíkur er líka að losa spennu og nú eitthvað annað hm...  Það fer af Evrópuflekanum og yfir á Ameríkuflekann.  Skiljið þið núna kenninguna. 

Nú skírist margt fyrir landsbyggðarfólk, en ég kannast líka við það að flestir eru mjög fegnir að fara aftur heim ( sem búa út á landi ).  Auðvita til að safna spennu og til að fara flakka aftur á milli flekanna.  Þetta er hin vísindalega skilgreining á þessu rápi á fólks, dálítið sáraukafullt. 

Nú skiljið þið af hverju fólk getur búið í stórborg eins og t.d. London.  Fólk sem býr á svona stað langar aldrei til að fara neitt, nema á næsta pöbb.  Ástæðan er þessi :  það er svo langt í næstu flekaskil að drifkrafturinn sefur. Hann fær enga svörun. Öfugt við okkur sem búum í litlu landi, þar sem flekaskilin liggja um.  Þar togast þessi öfl í okkur alla daga.

 

 

Eins og um allar góðar kenningar geri ég mér grein fyrir því að um hana verða skiptar skoðanir.  Ég eiginlega bíð eftir því.  Næsta er að stofan til umræðuhópa o.s.f.v. þið sjáið hvað svona kenning getur velt þungu hlassi.  Af því að ég hóf þennan pistil á tali um veiði þá ætla ég að deila með ykkur kenningu sem við bræðurnir voru orðnir sammála um eftir áratuga veiði um land allt :  besta kenningin um veiði og veiðistaði er að hafa enga kenningu um veiði.  Mjög einfalt og ekki satt ?

 

 

Læt fljóta með tvær myndir úr paradís. 

HPIM0248


Sumarsögur - blómstrandi nætur

HPIM0057Er eiginlega of upptekin af þessum fallegu dögum.  Lúpínan flæðir yfir holt og hæðir og hvar sem maður lítur yðar allt af lífi.  Var síðast í gær að henda út geitung, gríðarlega stórum aftur í sæluna og sumarið.  Sóleyar klæða túnin hvar sem maður lítur, já hvað þarf maður svo sem að kvarta.  Landið heilsar manni í óendanlegum yndisleika. 

Senn er sumri komin kraftur

 

Senn er sumri komin kraftur

segðu það vinum mínum

að handan fjalla hefjist aftur

hlýja sólar nýju líni

land þá klæðir lautir og bala

þá er ljúft að njóta í leti og víni

og leiðast ekki af heimsins kala.

           Ólafur H. Einarsson 1985


Esjan lífið og ég - hugleiðing um fjallið okkar

IMG0566 

Esjan roðaslegin í kvöldsólinni er kunnuleg  sjón.  Það var liðið á sumarið og gróður í hlíðum fjallsins farinn að taka á sig kynja myndir.  Kvöldin farin að styttast og skýhnoðrar farnir að hylja fjallstoppinn.  Héngu í festunum, eins og fallega máluð ský á málverki.  Ég var þreyttur af daglegu amstri horfi og út um gluggann.  Þannig er umhverfi þessa ljóðs sem ég samdi á haustdögum 1997. 

En það er líka hægt að setja það í sambandi við komandi jónsmessunótt.  Bara horfa og nærast af kraftinum sem af fjallinu fer.  Hugsa um björtu næturnar sem við lifum núna og eftirvill muna ljóðið mitt.

 

Esjan lífið og ég

 

Hvítur  klæðist hákollur Esju

hljóð eru morgun sporin,

gengur af gráum nípum

grænar eru lautir á vorin.

Klæðist þá köldum bláma

kossar skýjum unaði lítur,

umhverfist allt hennar fas

órói tímas er slíkur.

 

Kvöldin eru köllun að una

kyssir roðinn hvern stein,

misfellur og lautir sig muna

minnast við hverja hlein,

en skuggar og skýjasalir

skreyta hvern fífil ég þar kann

og aldrei sem á helli æfi

ég unað slíkan fann.

 

Á sumarnóttum ég seiðinn tók

er ærði svefnsins drunga,

nótt eftir nótt huga minn skóp

náttúran eilífa unga.

Í leit minni að lífsins gæðum

líka ég oft missti sjónar af þér,

og á stundum, er ég þá hugsun finn

þar í hæstu hæðum,

hvíli ég huga minn.

 

                            Ólafur H. Einarsson 1997

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband