Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Áskorun til ríkisstjórnar og alþingis að hætta við framboð til öryggisráðsins

Við þær aðstæður sem nú ríkja í málum íslensku þjóðarinnar er það hreinlega óraunhæft að íslendingar  taki sæti í Öryggisráði Sameiniðuþjóðanna.  Fyrir utan það mikilmennsku brjálæði sem fólst í þessari ákvörðun, þá hafa íslendingar ekkert með það að gera að höndla með heimsfrið á þeim tímamótum sem við stöndum nú.  Á Íslandi er skálmöld og upplausn sem felst í því að öll grundvallar gildi eru horfin ( fjárhagsleg- og siðferðisleg  ). 

Við slíkar aðstæður er nær að hugsa um íslendinga og aðstæður þeirra.  Það að fara að nota mannafla og fjármuni til þessara hluta má ekki.  Ríkisstjórnin mun þurfa að funda á öllum tímum sólarhringsins um afgreiðslur og ná pólitískri samstöðu um afgreiðslur o.s.f.v..  Þannig færi öll orka ríkisstjórnarinnar í mál sem koma okkur ekkert við á þessum tímapunti, nóg er álagið á þessu blessaða fólki.  Ég vil einfaldlega að orka stjórnmálamanna á Íslandi verði notuð til hags þjóðar og leggi fremur vinnu í að skapa nýtt samfélag sem er byggt á grunni velferðar fjölskyldna, - skapa nýja atvinnu möguleika til framtíðar. 

Eins og þessu er fyrir komið í dag er ljóst að börn okkar og barnabörn munu þurfa að búa við skert lífsgæði vegna þess brjálæðis sem yfir okkur hefur gengið.  Skuldir frjálshyggju drengjanna verður arfleiðin til barnanna okkar og barna barna.  Það hefur enginn stjórnmálamaður þorað að segja þetta á beran hátt.  Þetta er mitt mat á aðstæðum dagsins í dag og þær upphæðir sem nefndar eru í  yfirteknu bönkunum eru hreinlega eins og vakna í martröð. Nú verða íslenskir stjórnmálamenn að koma niður á jörðina og hætta við þetta rugl í Öryggisráði Sameiniðuþjóðanna, ekki síðar en í dag. 

Kreppan var fyrirsjáanleg öllum sem vildu af raunsæi horfast í augu við það

Þetta er bloggfærsla sem hægt er að skoða hér sem ég skrifaði þann 17. feb. s.l. um þjóðnýtingu Northern Rock bankans.  Þar er niðurlag þess sem ég skrifa eftir farandi :

Þetta vekur upp spurningar um stöðu íslensku bankanna og hvort ríkissjóður verði á komandi misserum koma þeim til hjálpar.  Enda þótt vandinn sé annar en hjá Northern Rock bankanum þá er þetta hluti af alþjóðlegri kreppu sem er í uppsiglingu. 

 

Hér er færslan :

Breski fjármálaráðherrann var í dag að tilkynna um þjóðnýtingu á Northern Rock bankanum.  Eins og kunnugt er þá lenti bankinn í erfiðleikum vegna húsnæðislána sem voru veitt í Bandaríkjunum með vafasömum tryggingum.  Ríkisstjórnin breska neyðist til að gera þetta þar sem einkabankar voru ekki tilbúnir að taka við nema með afarkjörum, tap skattgreiðenda hefði því orðið meira.  Þetta er tímabundin yfirtaka og verður bankinn aftur seldur á alm. markaði þegar aðstæður á fjármálamörkuðum hafa breyst til batnaðar. 

Þetta vekur upp spurningar um stöðu íslensku bankanna og hvort ríkissjóður verði á komandi misserum koma þeim til hjálpar.  Enda þótt vandinn sé annar en hjá Northern Rock bankanum þá er þetta hluti af alþjóðlegri kreppu sem er í uppsiglingu. 

 

 Þetta var mín spurning um stöðuna 17. feb. s.l. hvar var ríkisstjórnin og bankaeftirlit o.s.f.v.  Hefði ekki verið viturlegt af þessu fólki að skoða stöðu íslenskar bankastofnanna við þessi tíðindi og grípa til varna ráðstafanna.  Það hefði ég alla vega gert á þessum tímamótum.

 http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/447488/

 

 


Verkalýshreyfingin á snakki með ráherra um að skoða verð í búðum !

IMG2889Ég skil ekki hvernig þessi nefnd getur haft áhrif á verðhækkanir.  Getur einhver útskýrt það ?  Bendi á færsluna mína um hækkun strax á fyrsta opnunardeigi eftir páska hjá Húsasmiðjunni  .  

 

 

 

 

 

Ætlar þessi nefnd að láta Húsasmiðjuna lækka allt hjá sér, en verð var hækkað um 24.85% á vöru sem ég keypti þar, samanber bloggfærsluna hér neðar .  Þetta er ekkert nema sýndarmennska stjórnvalda og verklýðhreyfingarinnar og er fremur ógeðfeld.  Nær væri að þetta fólk mætti niður á Lækjatog til að mótmæla því að búið er að stela viðrisaukaskattslækkuninni og kjarabótin sem var gerð í síðasta kjarasamningi ( sem blekið er varla þorna af ).  Verkalýðshreyfingin á að vera mótmæla niður  í bæ en ekki trukkabílstjórar.  Vissulega er þörf á lækkun á olíu, en á sama tíma sitja verkalýðsforingjar á fundi með einum af ráðherrum landsins til að leggja á ráðin um að senda fólk í verslanir til að lesa verð á vöru.  Henni er breytt daginn út og daginn inn og þjónar engum tilgangi að vera elta það.  Það breytir hvort eð engu, enda munar eins og kom fram nýlega nánast engu á verði í þessum búðum sem eiga að vera í samkeppni.  Það munaði einni krónu á flestum vörutegundum.  Hvaða samkeppni er það viðskiptaráðherra hæstvirtur ?  Hvað er ríkisstjórnin að gera til að verja hagsmuni almennings mér er spurn ?   Ætla þeir ekki að fara að bjarga bönkum, en ekki almenningi i  þessu landi ?  Það er verið að ræna flest alþýðuheimili í landinu.  Nærri lætur að búið verði að skerða afkomu heimila um 30 % á nokkrum dögum.  Hjá venjulegum þjóðum væru orðin blóðug átök á götum þar sem stjórnvald sæti aðgerðalaust og lýsti því yfir trekk í trekk að þau hygðust ekkert gera að svo stöddu.  Samfylkingin getur ekki setið blóðug uppi fyrir hendur að taka þátt í því að gera ekki neitt, svo einfalt er það.  Afleiðingarnar sem eru nú þegar af þessu ástandi t.d. : Öll verðtryggð lán hækka.  Búið er að rýra laun um hátt í 30%.  Rekstur allra faratækja hækkar.   Öll aðföng hækka Skipafélög hækka aðflutningsgjöld.  Fyrirsjáanlegur samdráttur í atvinnumálu – atvinnuleysi. 

Hvaða ríkistjórn situr með hendur í skauti og hefst ekkert að þegar svona ástand blasir við ? Í  hvaða heimi er þetta fólk sem var kosið til að verja hagsmuni almennings með heitstrengingum og loforðum, til að fá umboð kjósenda til að þjóna hagsmunum okkar.

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/487037/

Færslan um verðhækkanir


Er Samfylkingin að ganga frá kjörfylgi sýnu dauðu ?

HPIM2192Hvað er að gerast með ríkisstjórnina ?  Er verið að leita leiða til að slíta samstarfinu.  Hvernig getur ríkisstjórnin setið áfram með þessa stefnu?  Það er alveg ljóst að Samfylkingin getur ekki verið mikið lengur í þessu samstarfi.  Það að bjóða elli- og örorkulífeyrisþegum 4 - 5 þús. krónur í kjarabót vegna nýju kjarasameininganna er hneyksli. Ég skora á flokksfulltrúa sem verða á Flokkstjórnarfundi á morgun að spyrja ráðherranna hvort þeir ætli að ganga af flokknum dauðum, enda þótt skoðanakannanir hafi verið að mæla flokkinn nokkuð vel.  Hér á eftir er af vef ASÍ um kjaramálin.

ASÍ, ÖBÍ og Landssamband eldri borgara gagnrýna ríkisstjórnina

Alþýðusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka elli- og örorkulífeyri um einungis kr. 4.000-5.000 í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Megin markmið verkalýðshreyfingarinnar í nýgerðum kjarasamningum var að bæta kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu og í samræmi við það náðu aðildarsamtök ASÍ og SA samkomulagi um hækkun lægstu launa um 18.000 kr. á mánuði.Við frágang kjarasamninga var talað um sögulegt samkomulag og almenn sátt og ánægja ríkti í samfélaginu um þá leið sem farin var, enda lýsti ríkisstjórnin sérstaklega yfir ánægju sinni með þessar áherslur.Það þarf enginn að fara í grafgötur með að fjöldi fólks í hópi öryrkja og aldraðra eru meðal þeirra sem lægstar hafa tekjurnar í okkar þjóðfélagi.Það skýtur því algerlega skökku við að bætur lífeyrisþega eigi í kjölfar nýgerðra kjarasamninga aðeins að hækka um 4%, sem jafngildir kr. 4.000-5.000 hækkun á lægstu bótum.Hvernig ríkisstjórnin getur komist að þeirri niðurstöðu að 18.000 króna hækkun lægstu launa á vinnumarkaði samsvari hækkun bóta almannatrygginga um 4.000-5.000 kr. á mánuði er óskiljanlegt. Sú upphæð er eins og við blasir aðeins lítill hluti þess sem samið var um í kjarasamningunum.

Það er því ljóst að ríkisstjórnin er með þessari ákvörðun sinni að ganga þvert gegn grundvallaráherslu og markmiðum kjarasamninganna – markmiðum sem hún áður hafði tekið undir og samþykkt.Með ákvörðun sinni er ríkistjórnin að svipta lífeyrisþega mikilvægum og nauðsynlegum kjarabótum.Alþýðusambandið, Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara krefjast þess að ríkisstjórnin standi við fyrri yfirlýsingar sínar og hækki bætur almannatrygginga til jafns við kjarasamninga –það þýðir hækkun um kr. 18.000 á mánuði fyrir þá sem eru á lægstu bótum.


 ( Tekið af vef ASÍ )
Ef Samfylkingin æltlar að feta þennan veg er ekkert annað en fylgishrun hjá flokknum. 

Hér er dæmi um hækkun vöru - gengisfellingarrán

Lesið færsluna hér á undan sem ég setti inn í gær um hækkun vöru.

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/487037/

 

 

 


mbl.is Gamlar vörur hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ásættanlegt að lífsbjörg þúsunda sé rænd með gengisfellingu ?

Er eins og væntanlega þúsundir manna í þessu þjóðfélagi í eins konar áfalli yfir þróun mála á Íslandi.  Þessi öfluga ríkisstjórn ( með ríflegan þingmeirihluta ) situr aðgerðarlaus og lætur ræna íslensk alþýðuheimili án aðgerða.  Seðlabankinn hækkar og hækkar stýrivexti sem fyrst og fremst bitna á þeim heimilum sem eru með innlend lán.  Allir sem geta og hafa til þess aðstöðu eru að hækka allt milli himins og jarðar.  Verkalýðshreyfinginn virðist vera hálf lömuð eða þemum verra.  Af hverju er ekki boðað til allsherjar útifundar á Lækjatorgi við Stjórnarráðið þegar ríkisstjórnin fundar til að ýta við þessu fólki.  Það er ekki ásættanlegt nokkrum dögum eftir er að búið er að gera kjarasamning við 80 þús. manns að búið sé að ræna hækkuninni í formi gengisfellingar.  Seðlabankinn hefur ýjað að því að bankarnir hafi tekið þátt í áhlaupi á krónuna, en þeir munu eiga 650 miljarða í erlendum gjaldeyrir.  Þannig hafa þeir fengið gífurlegan hagnað í formi gengishækkunar.   Gengissig krónunnar eru manna verk ekki náttúruhamfarir.  Það situr fólk við tölvur og býr til þessa stöðu með ásetningi.  Ég sætti mig ekki við að fólk út í bæ geti látið allt blæða hér út, til þess að græða á gengisfellingunni.  

Ég er hér með sönnun þess hvernig fyrirtæki og aðrir eru að græða á þessu ástandi.  Þurfti að skipta um ofnkrana sem var orðin ónýtur og fór í Húsasmiðjuna til að fá nýjan.  Þegar ég er búin að finna kranann ásamt afgreiðslumanni þá stendur að kraninn kosti 1500 krónur.  Miðinn var á hillu þar sem kranar voru geymdir.  Ég spurði því næst afgreiðslumanninn hvort þetta væri ekki örugglega verðið, en hann neitaði því og sagði að þeir væru að hækka allt í dag (þriðjudagaginn 25. mars, fyrsti opnunardagurinn eftir páska ) og í ljós kom að hann átti að hækka úr 1500 krónum í 1995 krónur, eða um 24,85%.  Þetta er ríflega gengisfellingin.  Ég mótmælti þessu en afgreiðslumaðurinn sagðist ekki geta selt mér á hilluverðinu, þeir hefðu ekki komist yfir það að hækka allt.  Það var skíringin.  Þannig reiddi ég þessa upphæð af hendi við kassann og þar sem ég þurfti að kaupa tvo krana kostaði þetta mig 990 krónum meira eftir þetta gengisfellingarrán sem ég vil kalla.  Þetta er örlítið dæmi um það sem er að gerast.  Rök verslunarmanna heyrði ég að þeir værum með erlend innkauplán og þess vegna verði að hækka vöruna.  Fyrir mér er hilluverðið eini rétti mælikvarðinn á verðinu á vörunni, svo einfalt er  það.

Húsasmiðjan og BYKO eru leiðandi fyrirtæki á byggingarmarkaði og nærri lætur hvað svona hækkun hefur mikil margfeldis áhrif.  Þannig mun þessi hækkun hækka byggingarvísitölu sem aftur hækkar svo aðrar vísitölur sem taka mið af byggingarvísitölunni.  Lán allra landsmanna munu því hækka þar sem þau eru verðtryggð með þessum vísitölum.  Með þessu er verið að stela lífsbjörg þúsunda íslendinga sem horfa á þennan hrunadans sem er tilbúin af fólki sem getur keypt og selt gjaldeyrir að vild og veik krónuna þegar því sýnist.  Jöklabréfin eru líka hluti af þessum hrunadansi. 

Verkalýðshreyfingin verður að koma niður Lækjatorg og sýna ráðamönnum að við þetta verður ekki unað.

Krafan er að ríkisjóður hækki persónuafslátt strax, en ekki á næsta ári og það meira en einhvern 2000 kall.  Þá verði gripið til aðgerða sem verja kaupmátt almennings þannig að nýi kjarasamningurinn standi og verði kjarabót eins og til stóð.  Þá er það krafa að öll spil verði lögð á borðið og því lýst nákvæmlega hverjir voru að veikja krónuna. 

scan0007b

 

 

Kvittun sem staðfestir hækkun á krananum.

 

 

 

 

 

hitakrani 1

 

  Þetta er verðmiðinn sem ég fékk að mynda á símann minn til að staðfesta hvað var hilluverðið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Vormyndir gegn vonbrigðum um skattpíningu stjórnvalda á láglaunafólk

HPIM2196Vormyndir gegn vonbrigðum um skattpíningu stjórnvalda á láglaunafólk, er eiginlega eina sem ég get hugsað mér á þessari stundu eftir opinberun OECD á skattpíningarstefnu sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins árin 2000 - 2006.  Reyndar vissi þetta allt láglaunafólk af sköttunum sem það var að greiða, en með þessa lygi voru þessir flokkar kosnir áfram í forystu í landsmálum.  En síðar um það.  Hér eru nokkrar myndir til að lyfta sér upp frá lygi stjórnmálanna.

 

 

 

HPIM2208

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2209

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Takið eftir bruminu á trjánum.

 

HPIM2236

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvar sér maður svona skraut í samtímanum ?

 

HPIM2241

 

 

 

 

 

 

 

 

Falleg birta.

 

 HPIM2242

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2258

 

 

 

 

 

 

 

Sjáið glervirkið sem er verið að byggja í bakgrunninn.  Þessi arkitektúr á varla heima í þessu umhverfi.

 

HPIM2269

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Loks Austurstræti í amstri dagsins.  Þessa alls er hægt að njóta án þess að verða skattlagður með því einu að skreppa í miðbæinn.   Njótið heil.


Það eru mannréttindabrot að semja um laun sem ekki er hægt að lifa af með reisn

Samningana verður að fella til að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina og verklýðsrekendur.  Eins og ég hef sett hér fram á bloggsíðu minn, þá tel ég að skattaútspil ( hækkun persónuafsláttar á næsta ári ) óásættanlega lítil.  Upphæðin er of lág og ekki hægt að bíða eftir henni í heilt ár. 

Það er annars undalegt að heyra verklýðsforingja ( verkalýðsrekendur með 500.000 krónur á mánuði ) lofa þessa kjarabót enda þótt hún sé nokkur.

Ég tel að það séu mannréttindabrot að semja á þennan hátt.  Þar að segja að semja um laun 3 ár fram í tímann, um laun sem duga ekki til framfærslu.  Fyrir utan það þá er það siðlaust að samtök sem telja 80.000.000 manns geti samið um að þúsundir manna lifi undir framfærslu kostnaði í fátækt.  Laun ræstingamanns skv. töflu ASÍ eru kr. 139.317 krónur.  Fyrir launahækkun greiddi þessi launþegi 6.700 krónur af mánaðar launum sínum í staðgreiðslu.  Eftir hækkun greiðir hann 12.744 krónur.  Þetta stafar af því að persónuafslátturinn þarf að hækka til samræmis við hækkunina.  Ef 15. þús. manns hafa þessi laun hafa skatttekur ríkisins aukist úr 1.2 milj. á ári í 2.3 milj.  

Þá eru eftir 65 þús. manns sem fá hærri launa hækkun sem auka mun skatta ríkisins alla verulega eins og séð er af dæminu hér að ofan.  Þannig má fullyrða að launþegar landsins eru að borga lækkun skatta á fyrirtæki með hækkuðum launum sínum.  Kostnaður fyrirtækjanna er því sára lítill þrátt fyrir að gegndarlausan hagnað á liðnum árum ( t.d. bankarnir ).

Nær hefði verið að skattalækkanir færu til alm. ( launþega ) og skattagróði ríkisins notaður alm. í hag, en ekki velferðarkerfi fyrirtækja sem rekið hefur verið hér í áratugi af sitjandi ríkisstjórnum.  Ekki hef ég á takteinum hvað kostar að lækka skattana á fyrirtækin og raunar undarlegt að það skuli ekki skírt eða spurt um það í fjölmiðlum.  Ég ætla að skjóta á að þetta geti verið 6 - 8 milj. á ári.  Þannig munu launþegar borga þetta með hækkuðum skattstofni af hækkuðum laun.  Sorgleg niðurstaða.

Nú verður að fara að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort það sé löglegt að semja og binda laun þúsunda manna þannig að þeir verði að lifa undir framfærslukostnaði ( í fátæktar gildru ) sem ekki er hægt að brjótast út úr.  Það eiga að vera lámarks mannréttindi að launþegi geti selt vinnu sína þannig að hann geti lifað af þeim launum sem hann fær.  Verkalýshreyfingin hefur ekki leifi til að semja um lægri laun, en þau sem duga til framfærslu og að fólk geti lifað af þeim og  tekið þátt í þessu samfélagi með reisn.  Siðlaust er að gera slíka samninga og mæra þá fyrir almenningi.


Fella ber kjarasamningana - skattamál ófullnægjandi

 

Nú er verið að birta á vef  asi.is dæmi um taxtabreytingar.  Í ljósi þessarar töflu er ljóst að óviðunandi er að samþykkja þessa samninga nema að persónuafsláttur hækki samhliða hækkun launa.  Hækka á afsláttinn á næsta ári um 2000 krónur (árið 2009 umfram almenna verðuppfærslu). Síðan hækkar sambærilega árið 2010 og 2011.  En kjarasamningur rennur út í nóv. 2010 ef ég hef tekið rétt eftir.  Þannig mun stór hluti hækkunar núna renna í ríkissjóð í aukna skattheimtu vegna hærri launa.  Á launatöflu sem birt á vef asi.is eru dæmi um taxta.

Árið 2007 hafði starfsmaður í ræstingu 121.317.- í laun.  Hægt er að fara inn á vef ríkisskattstjóra og reikna skatta af launum í þar til gerðri reiknivél.  Skattur af launum er 6.700 krónur núna eftir áramót t.d. útb. laun 1. feb. s.l.  

Nýjustu laun ræstingarstarfsmannsins eru 139.317 krónur núna með þessum nýja kjarasamningi.  Staðgreiðsla af þessum launum er 12.744 krónur.  Nærri lætur að ríkissjóður fá helmingi hærri skatt af viðkomandi eftir hækkun.  Þannig eru útborguð laun 114.928 krónur.  Útreikningur gerir ráð fyrir 2% í séreignarsparnað og 3.286 í félagsgjald á mánuði.

Raunveruleg hækkun er 10.876 krónur. 

Af ofansögðu veðrur ríkisstjórnin að leiðrétta þetta strax, því er ekki annað fært en að hafna kjarasamningunum.  Það verður að koma til strax breyting á persónuafslætti til þess að gerlegt sé að styðja þennan kjarasamning.  Ekki bara þessi 2000 kall heldur umtalsverða hærri upphæð.

Um aðgerðir ríkisstjórnarinnar má segja ýmislegt.  Ég dreg t.d. stórlega í efa að bygging fél. leiguhúsnæðis og aukið fé í það skili sér.  Það hefur verið nægjanlegt fé í þetta en sveitafélögin vilja ekki byggja þetta húsnæði og hafa ekki sótt um það.

http://www.rsk.is/reiknivelar/nidurstodur/vara_reiknivel_stadgreidslu_2.asp

vefur ASÍ  http://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-972/

launataflan


Breska ríkisstjórnin að þjóðnýta Northern Rock bankann

Breski fjármálaráðherrann var í dag að tilkynna um þjóðnýtingu á Northern Rock bankanum.  Eins og kunnugt er þá lenti bankinn í erfiðleikum vegna húsnæðislána sem voru veitt í Bandaríkjunum með vafasömum tryggingum.  Ríkisstjórnin breska neyðist til að gera þetta þar sem einkabankar voru ekki tilbúnir að taka við nema með afarkjörum, tap skattgreiðenda hefði því orðið meira.  Þetta er tímabundin yfirtaka og verður bankinn aftur seldur á alm. markaði þegar aðstæður á fjármálamörkuðum hafa breyst til batnaðar. 

Þetta vekur upp spurningar um stöðu íslensku bankanna og hvort ríkissjóður verði á komandi misserum koma þeim til hjálpar.  Enda þótt vandinn sé annar en hjá Northern Rock bankanum þá er þetta hluti af alþjóðlegri kreppu sem er í uppsiglingu. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband