Færsluflokkur: Ljóð

Af veiðiferð í Veiðivötn

 HPIM0889

Er komin til byggða eftir veiðiferð í Veiðivötn inn á Landmannaafrétti.  Þetta er árlegur viðburður og fer að losa bráðum 20 ár síðan ég fór þangað fyrst.  Allt árið er því tilhlökkunar efni  að fara.  Dagarnir eru vandlega taldir.  Nú -, svo kemur að þessu og maður getur varla sofið fyrir spenning að leggja í hann.  Í fyrra var rok og rigning, haglél, grenjandi rok.  Ég hélt að nú væri ég læknaður af veiðidellunni.  En viti menn, mannskeppan er fljót að gleyma. Því  leiðinlegra sem það var, þeim mun ákveðnari er maður þegar kemur að því að panta veiðileifi fyrir næsta ár.  Þá man maður ekkert eftir öllu volkinu og leiðindunum.  Eftir veiðimennsku í marga áratugi, held ég að þetta sé ásókn í vosbúðarlíf.  Eiginlega situr mest í minningunni erfiðar veiðiferðir í vondum veðrum og óvæntum uppákomum.  Logmollu dagarnir með góðu veðri og veiði gleymast furðu fljótt. 

Miðvikudagurinn rann upp.  Veiðitúrinn var að hefjast og veður var eins og allir sjálfsagt upplifðu líka með afbrygðum gott.  Veðin hefst kl: 15 og gekk furðu vel.  Um kvöldið voru komnir 48 fiskar á land, sá þyngsti 4,2 pund.  Til að gera langa sögu stutta þá veiddi þessi 6 manna hópur sem fór alls 174 fiska.

En hið óvænta var að við veiddum 6 laxa ( í Veiðivötnum ) sem er inn á hálendi og útilokað að lax geti gengið í vötnin að því að ég best veit.  Skíringin á þessu er að í einu vatninu sem hefur takmarkaða möguleika til klaks fyrir urriðann, er sleppt seiðum sem alin eru upp í eldisstöð.  Á einhvern óskiljanlegan hátt hafa blandast inn í sleppifiskinn laxaseiði, sem lentu í þessu ónefnda vatni.  Þannig höfum við þessi veiðihópur landað fyrstu og vonandi þeim síðustu löxum í Veiðivötnum sem veiðast.  Trúlega verður reistur minnisvarði um okkur þar. 

Náttúrufar við vötnin og hraunmyndanir eru einstök.   Hraunvötn eru falleg, yndislegt að vera þarna og finna kyrrðina og mikilfengleik landsins.  Trúlega er þó meiri upplifun að gefa sér tíma til að skoða þarna svæðið sem ferðamaður, en veiðimaður. Veiðimennskan tekur huginn allan allavega hjá þeim sem eru með bakteríuna.  Munið bara að vera með myndavélina til handa gagns, myndir segja of meira en mörg orð.

HPIM0913        Hér er mynd af laxinum, hreistrið losnar af honum eins og af nýrunnum laxi.

 

 

 

 

 

HPIM0917

 

 

                         

 

 

 

 

 

                                                         Glæsilegur afli af fallegum urriða

HPIM0866

 Yndislegur dagur í Veiðivötnum

 HPIM0865

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                                                                  Friðsældin er einstök þarna.

 


Fugla ljósmyndir á flicker - augnakonfekt

Hef á liðnum áratugum tekið mikið af myndum, sem ég er aðeins farinn að setja inna á flicker.  Hér er slóðin og vonandi virkar þetta hjá mér.

http://www.flickr.com/photos/88313678@N00/show/

Rakst á frábæra fuglamyndasíðu  http://www.flickr.com/photos/khosla/

 Vona að þið hafið gaman af þessu.

HPIM0539


Lífsins tré og þessi sem vaxa út í garði

 

Ég var á ferðinni í Hvalfirði haustið '99.  Stoppuðum hjá Ferstiklu af gömlum vana.  Sunna við húsið var gamalt Reynitré sem hafði greinilega lifað gott sumar.  Tréð var komið í haustlitabúning og kvöldsólin lífgaði líka rauðbrúna litinn upp.  Þetta var líkast tré úr ævintýri.  Sat í bílnum um tíma, meðan aðrir voru að kaupa eitthvað í gogginn.  Myndin af trénu sat í huganum og myndavélinni.  Þannig færi ég tréð í lífsins búning eða eitthvað í  þá veru.

 

IMG1057

                    Lífsins tré

 

Trúlega væri tilvera okkar snauð

ef tré þínu ei nyti við og sálarauð,

er gengur þú einn götu þína

þá grösug laufin haustliti sína tína.

Því hjörtu okkar hamingju dreyma

og hljóða þrá sína að reyna,

loks mætir þú 

mikli herra

morgun einn, þá árin þverra.

 

Skrifað verður og skrafað margt

um sálartetrið margt misjafnt sagt,

um árin sem við áttum að bíða

af hógværð í heiminum að líða.

Meðan almættið stælt með anda sinn

nærði sál mína og líkama þinn,

gekk veraldar gamla fólið

rammt var og á stundum rjólið

röddin brostin og hólið.

 

Gott er að geta á stundum

glaðs yfir því er við saman undum

hið litla hógværa tal

sem hjörtu okkar og tími stal,

er rændi okkur ráði og viti

ruglaði og málaði sífellt nýja liti;

í regnboganum við ytri haf

morgun einn

í rúmi tímans sem svaf.

 

Til hvers var allt okkar táraflóð

trúin ástin og sálar glóð,

fæðing - æska og fegurðin í þér

að fæðast var eins og að hæðast af mér;

í návist þinni nærðist sála mín

á nokkrum daggartárum af víni.

                                                               

                    Ólafur H. Einarsson 1999

 

ps. daggartárum af víni: lífsins víni, ekki þeim göróttu.


Nei takk Séð og Heyrt ekki skreyta fjöllin með auglýsingum

Ég átti leið austur fyrir fjall í dag.  Þegar ég kom að beygjunni að Skíðaskálabrekkunni blasti þessi hryllingur við mér, eins og sést á myndunum sem hér fylgja með.  Það er hið víðfræga menningarrit Séð og Heyrt sem setur upp þennan hrylling.  Ég vil fullyrða að þetta er lögbrot að setja upp auglýsingar af þessu tagi.  Því vona ég að viðkomandi yfirvöld láti fjarlægja þennan ófögnuð.  Verði byrjað á þessu mun þetta flæða um allt land og afskræma einstaka náttúru okkar.

Nú eru það mín viðbrögð að ég skal aldrei kaupa þetta blað inn á mitt heimili.  Verði þetta hins vegar fjarlægt skal ég gleyma þessu, eins og hverju öðru bernskubreki.  Ég vona að ykkar viðbrögð verði þau sömu, þar að segja ekki kaupa  þetta blað sem vanvirðir íslenska náttúru á þennan hátt.

Nei takk ekki skreyta fjöllin okkar með auglýsingum. Útgefendur Séð og Heyrt takið eftir, auglýsingamennskan hefur gengið of langt.

HPIM0598

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM0599


Öxarárfoss og blágresið blíða

HPIM0406

 

Set þessa mynd inn til að minna ykkur á hvað það er fallegt a Þingvöllum núna.  Tók þessa mynd 24. júní 2007 á Jónsmessunni.  Eins og sjá má þá er undur þar í hverjum stein og kærleiksríku vatni.

 

HPIM0356

 

Gleymið ekki Blágresinu sem sefur við klettaveginn.  Munið að þetta er heilög jörð.


Af handbókum um fugla og skeldýr

Rakst á Jaðraka í dag, yndislega fallegur fugl.  Í stóru dönsku fuglabókinni minni sem ég keypti á kr. 1400 heitir hann Stor kobbersneppe.  Það er vissara að læra þetta á dönsku því íslenskar fuglabækur eru ( að mínu mati ) dýrar.  Jaðrakan var í heimsókn hjá tjaldpari sem ég hef fyglst  með í sumar og eru frek á óðal sitt, en það fór vel á með þessum fuglum. 

Ég hef notað bókaávísun Glitnis sl. tvö ár.  Keypti í fyrra Íslensku Plöntuhandbókina og núna Íslenska steinahandbók.  Þetta eru frábærar bækur og gaman að hafa þær með sér í ferðlög.  Því kalla ég eftir fuglahandbók í svipuðu broti,  á viðráðanlegu verði !

Þá vantar líka tilfinnanlega meðfærilega handbók um skeldýrafána íslands.  Ég á reyndar ágætisbók eftir Ingimar Óskarsson sem er gefin út 1982.  En þar er verið að steypa saman tvö hefti.

Hið fyrra :  Samlokur í sjó.  Hið síðara :  Sæsniglar með skel.  Ég held að allir þekki til Ingimars Óskarssonar sem vann einstætt starf á þessu sviði.  Mikið væri gaman að gefa þessa bók út aftur og færa hana meira til nútímans, ég á við útlit og myndgerð.  Setja í hana litmyndir af öllu skeljum o.s.f.v..

Skilaboð mín til útgefenda er að drifa í þessu.  Fyrir alla muni þá hafið þetta á viðráðanlegu verði.  Eru ekki allar alvöru bækur hvort eð er prentaðar orðið í Kína, alla vega þessi danska fuglabók sem ég keypti og er einstaklega vel upp sett og gerð.

 

Hér er myndin af þessum gesti í dag, hjá tjaldhjónunum, en þau eru ekki með á myndinni eins og þið sjáið.

 

Með fuglakveðju.

HPIM0486b

 

 

P.s lítið ljóð í kaupbætir

 

Hratt hnígur ótt

 

Hratt hnígur ótt

húmið vanga kyssir

ég býð þess

bráðum verði hljótt

brúður dagsins missir.

 

 Ólafur H. Einarsson 1981


Hver tryggir að við getum flúið frá höfuðborginni þegar almanna vá steðjar að ?

Er vegurinn austur fyrir fjall einhver annars flokks vegur.  Eftir halarófuna þarna í dag er hægt að gera í skóna með að næstu helgar í sumar, verði Kristnihátíðar- og ellefuhundruð ára hátíð, með viðeigandi bílamartröð.  Hvað með öryggi fólks á Reykjavíkursvæðinu ?  Ef upp kæmi  almanna vá á þessu svæði, er þetta flóttaleiðin okkar.  Verður þetta líkt og þegar Katrina fór yfir New Orleans og fólkið sem átti að rýma borgina sat fast á hraðbrautunum .  Ég vil fá skír svör um það hver á að bera ábyrgð á öryggi 160.000 þús. manns á þessu svæði komist af því.  Það dugar ekki lengur að tala um þetta í hálfkæringi. 

Samgöngumálaráðherra verður að taka af skarið með tvöföldun á Suðurlandsvegi.  Ég hef mikla trú á Kristjáni Möller og hvet hann og þá sem fara með almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu, nú að skíra fyrir almenningi hvernig þetta á að geta gengið.  Annars verði gripið til tafalausra aðgerða til að tryggja öryggi okkar.

Það er ekki nóg að vera að tala um að koma á fót hálfgildings her hér á landi, meðan fólk getur ekki komist almennilega til og frá Reykjavík.

HPIM0442


Jónsmessunótt í Reykjavík - myndir

Verð að deila með ykkur fegurðinni í Reykjavík í gærkvöldi.  Jónsmessunóttin var eins fögur og hægt er hugsa sér í höfuðborginni.  Líklega hefur það einnig verið um allt land.  Njótið myndanna vel.

HPIM0333

Sólfarið í allri sinni dýrð

HPIM0337

Enn lækkar sólin á lofti

HPIM0344

Brennandi skip


Nú skil ég blómin

HPIM0130Nú skil ég blómin er heiti á ljóði sem ég samdi 1998.  Ekki man ég sérstaklega hvað var tilefni þessa ljóðs.  Með árunum verða þessir vinir mans, sem lifað hafa langan aldur á vel geymdum blöðum fámálir og hógværir.  Dálítið feimin við veröldina.  Haldin eins konar félagsfælni.  En nú er mál að linni og þessi vængjaði vinur minn fari út í lífið.

 

Nú skil ég blómin

 

 

Nú skil ég blómin

urð þeirra og grjót

nú skil ég fjöllin

fegurð þeirra og mót

nú skil ég náinn

í frera grafinn völlinn.

Nú skil ég lifað líf

lesti og gleði tal

nú skil ég innstu þrá

og ilm í fjalla sal

nú skil ég

                hve skammt er lifað

og ljóðin fáu

                sem ég hef skrifað.

              

 Ólafur H. Einarsson 1998.

 


Eitt kvöld í paradís - Þingvellir og landrekskenningin

 HPIM0220

Eitt kvöld í paradís.  Þannig er manni innan brjóst eftir að hafa verið á Þingvöllum kvöldstund.  Nóttin nær horfin, endalaus birta.   Eiginlega er það kvöl að þurfa að fara heim og hvílast.  Skrapp að veiða sem er bara yfirvarp til að vera úti í náttúrunni.   Aflin var í samræmi við kvöldið, algert himnalogn.  En skiptir það nokkru máli?

Fuglarnir þarna voru í himnaskapi.  Það voru lóur, rjúpur, mávar, kríur, á ég að halda áfram.  Nei þið verið bara að fara þangað og  lifa þetta eins og ég. 

 

Annars er ég með nýja kenningu, hvers vegna mér líður svona vel á Þingvöllum.  Haldið ykkur núna.  Við sem búum hér á suðvestur horninu erum vanalega á Ameríkuflekanum ( landrekskenningin )  og með því að fara á Þingvöll, þá erum við komin á Evrópuflekann.  Við það umpólast maður og losnar um spennu.  Þetta er Spennulosunarkenning Ólafs H. og verður hún skráð í fræðibækur í framtíðinni.  Eru þið nokkuð að hlæja hm... ?

Þannig er með öll vísindi, þau eru aðhlátursefni í upphafi.  Ég er ekkert sár yfir því, af því að ég er vísindamaður  eða þannig.  Til að sannreyna kenningu mína farið austur á Þingvöll eina kvöldstund og finnið muninn.  En kenningin virkar líka í hina áttina, já haldið ykkur núna.  Landsbyggðarfókið sem leitar til Reykjavíkur er líka að losa spennu og nú eitthvað annað hm...  Það fer af Evrópuflekanum og yfir á Ameríkuflekann.  Skiljið þið núna kenninguna. 

Nú skírist margt fyrir landsbyggðarfólk, en ég kannast líka við það að flestir eru mjög fegnir að fara aftur heim ( sem búa út á landi ).  Auðvita til að safna spennu og til að fara flakka aftur á milli flekanna.  Þetta er hin vísindalega skilgreining á þessu rápi á fólks, dálítið sáraukafullt. 

Nú skiljið þið af hverju fólk getur búið í stórborg eins og t.d. London.  Fólk sem býr á svona stað langar aldrei til að fara neitt, nema á næsta pöbb.  Ástæðan er þessi :  það er svo langt í næstu flekaskil að drifkrafturinn sefur. Hann fær enga svörun. Öfugt við okkur sem búum í litlu landi, þar sem flekaskilin liggja um.  Þar togast þessi öfl í okkur alla daga.

 

 

Eins og um allar góðar kenningar geri ég mér grein fyrir því að um hana verða skiptar skoðanir.  Ég eiginlega bíð eftir því.  Næsta er að stofan til umræðuhópa o.s.f.v. þið sjáið hvað svona kenning getur velt þungu hlassi.  Af því að ég hóf þennan pistil á tali um veiði þá ætla ég að deila með ykkur kenningu sem við bræðurnir voru orðnir sammála um eftir áratuga veiði um land allt :  besta kenningin um veiði og veiðistaði er að hafa enga kenningu um veiði.  Mjög einfalt og ekki satt ?

 

 

Læt fljóta með tvær myndir úr paradís. 

HPIM0248


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband