Færsluflokkur: Menning og listir

Stjórnarráðið og mótmælendur í janúar 2009

 DSC00371-1

Ég átti leið fram hjá Stjórnarráðinu í vikunni s.l.  Það var undarlegt að sjá mannfjöldann sem var á vellinum framan við húsið og lögregluna raða sér framan við húsið.  Glymjandi hávaði frá pottum og kirnum og öskur mómælenda.  Smelti nokkrum myndum á símann minn og hvarf af braut.  Þegar ég hafði flutt myndirnar inn í tölvuna var sem ein myndin væri greypt í huga minn.  Það var einhver stemming sem er í einni myndinni, sem erfitt er að koma í orð.  Fyrir utan janúar birtuna og þetta undarlega leiksvið stjórnmála og mannlífs, þá stóð Hannes Hafstein í sinni stóísku ró, fyrsti Íslands ráðherrann og lögreglan ábúðamikil sem varði húsið. 

Gamla tukthúsið, þar sem yfirvaldið tuktaði mörlandann til hér forðum var orðið að fangelsi ríkisstjórnarinnar.  Lögreglan vaktaði framkvæmdavaldið í dýflissunni.  Þannig hafði alþýða landsins snúið á hið veraldlega vald og var nú sinn eigin fangi - sjálfviljug að leggja grunnin að Brimarhólms vist sinni.  Og gamli íslands ráðherrann og skáldið stóð eins og steinrunninn í hinu formaða efni.  Ósjálfrátt fór um hugann ljóðið ,, Stormur " líkt og elding sem nær jarðsambandi.   

STORMUR

Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund

og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund,

en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur

og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.

 

Þú skefur burt fannir af foldu og hól,

þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól,

og neistann upp blæs þú og bálar upp loga

og bryddir með glitskrúði úthöf og voga.

 

Þú þenur út seglin og byrðinginn ber

og birtandi, andhreinn um jörðina fer;

þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur

og lífsanda starfandi hvervetna vekur.

 

Og þegar þú sigrandi ' um foldina fer,

þá finn ég , að þrótturinn eflist í mér.

Ég elska þig, kraftur, sem öldurnar reisir,

ég elska þig, máttur, sem þokuna leysir.

 

Ég elska þig, elska þig, eilífa stríð,

með ólgandi blóði þér sögn minn ég býð.

Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður;

hugur minn fylgir þér, djarfur og glaður.

 

Þessi undarlega mynd sem er í huga mínum, hefur haft  mest áhrif á mig af öllu því stríði sem háð er á götum Reykjavíkur þessa daganna.  Vonandi tekst okkur að ná áttum og niðurlagið í síðast ljóðinu hér að ofan verði sá eldmóður sem blæs þjóð okkar von. 

,, Ég elska þig, elska þig, eilífa stríð

með ólgandi blóði þér söng minn ég býð ".

 

Lifið heil ! 

* Hannes Hafstein er höfundur ljóðsins STORMUR

 


Jólakveðja

HPIM5166

Ágætu lesendur, ég óska ykkur gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. 

Þakklæti til ykkar sem lesið bloggsíðuna mína og megi komandi ár þrátt fyrir það sem undan er gengið í landsmálum, verða ykkur til gæfu og gleði.  Guð blessi ykkur öll.  

Horfum björtum augum til framtíðarinnar !


Dagur íslenskrar tungu 16. nóv.

Dagur íslenskrar tungu er haldinn eins og flestir ættu að muna 16. nóvember.  Það hefur verið lengi skoðun mín og trúlega fleiri að frekar ætti að halda upp á dánardaginn en fæðingardaginn.  Þetta stafar af því að skólar eru að ljúka starfsvetri sínu og oft á tíðum er mikið los í starfi grunnskólans.  Ekki er átt við þetta í neikvæðri merkingu.  Þá eru dagarnir notaðir í vetfangsferðir o.s.f.v..  Væri ekki betra að skerpa á mikilvægi tungunnar í andrúmslofti vorsins með uppákomu sem væri því tengd.  Ég læt spunameistarana um að fylla í eyðurnar.  Náttúra landsins er að vakna af vetrardvala og farfuglarnir komnir til landsins.  Bjarkirnar farar að teygja litla sprota inn í sumarið.  Er ekki líklegra að við slíkar aðstæður mætti gleðja gamla náttúrufræðinginn betur, en við myrkur nóvembermánaðar.  

Ég skora á þá sem fylltu reykmettað herbergi þegar þetta var ákveðið að skipta um skoðun og fá skólana betur inn í þetta starf í framtíðinni.

 

Herrans árið 1998 var fyrsti dagurinn sem var helgaður minningu Jónasi Hallgrímssyni og af því tilefni gerði ég dálítið ljóð á þeim tíma.  Ég læt það fylgja með þessari hugleiðingu um íslenska tungu.

 

 

Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember

 

Í dag er dagur íslenskrar tungu

og dauður ertu Jónas minn

á fjörukrá hér forðum ungur

með fjaðurpennann og hattinn þinn

þú lærðir þar ljóta siði

er lagði þig fyrir miði

göróttur var og göldrum búin

en gáfa þín var líka snúin.

 

Ljóðin þín líka eftir léstu

lofað sé þetta verk þitt

og þökk sé þjóð með festu

sem þekkir í þér verkið sitt

og kallar á þig í ákalli bragsins

að kenna og fræða vort mál

sem vonandi vekur aftur til dagsins

vonina að gleðja þína fornu sál.

 

            Ólafur H. Einarsson 1998

 

Jónas andaðist í Danmörku 26. maí 1845.  Blessuð sé minning hans.  

Þetta er áður birt færsla hér á bloggsíðunni minn.


Snjór og kuldi hvernig er með það ?

 fjorulist

Það er annars undarlegt hvað það kemur manni alltaf á óvart þegar fer að snjóa og vetur skellur á.  Ekki eins og hafa ekki upplifað þetta áður, en það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma  ( sem betur fer ).  Set hér inn gamalt ljóð frá mér sem ég nefni  Árstíðir.

 

                 

 

 

 

         Árstíðir

 

Er ég einn með þér

eina stund að lifa

sjá hvar þú kemur og ferð

hvernig klukkur tímans áfram tifa.

 

Fas þitt fegurð er

frjálst þér að hlýða

en andlit þitt aldrei fer

aldin fagri allra tíða.

 

En hvað hvetur þig

hversu sem árin líða

veturinn er samur við sig

sjálfum sér illur að hlýða.

 

þú veitir, þú tekur

þú ástríka hljóða gyðja

farfugla frjálsa hingað glepur

framverðir norðurs þig tilbiðja.

 

Lát mér ljúka þér upp

lyftu mér hærra til skýja

þar sem dysjað er þitt kumbl

þangað dreymir mig að flýja.

 

             Ólafur H. Einarsson 1980

 

Ég hef um nokkurt skeið ekki ritað mikið hér inn á bloggið og vil ég þakka öllum þeim mörgu sem reglulega líta inn á vefsíðu mína fyrir þolinmæðina.


Glæsilegur landsleikur kvennaliðsins í fótbolta - áfram stelpur !

Stelpurnar okkar unnu glæsilegan sigur á liði Slóveníu í dag.  Mikil stemming var á vellinum og met fjöldi á leiknum.  Sérstaklega var gaman hvað stuðningslið í stúkunni var fjörugt og skemmtilegt.  Um gang leiksins getið þið lesið á íþróttasíðu mbl.is 

 http://mbl.is/mm/sport/fotbolti/2008/06/21/island_vann_storsigur_a_sloveniu/

  Set hér inn nokkra myndir sem gefa mynd af stemmingunni og leikgleðinni allri.  Til hamingju með sigurinn stelpur !

HPIM3375Margrét Lára að skora fyrsta markið úr vítaspyrnu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM3377

 

 

 

Stelpurnar fagna eftir markið.

 

 

 

 

 

 

 

HPIM3399

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM3359

 

 

 

 

 

Liðin raða sér upp í byrjun leiks.

 

 

 

 

 

 

Áfram Ísland !

 

HPIM3425

 

 

Fagnað í lok leiks.

 

 

 

 

 

 

 

HPIM3426

 

 

 

 

 

 

Mikil gleði í lok leiksins.

 

 

 

 

Krækja á heimasíðu HM kvenna

http://www.uefa.com/competitions/woco/fixturesresults/round=2381/match=85441/report=rp.html

 

HPIM3355

 

 

 Öflugir stuðningsmenn !

 

 


Gleðilegt sumar 2008 !

Þá er blessað sumarið komið.  Vonandi verður það lýð og landi til blessunar.  Set hér inn myndir til að minna á hvað bjarta sumarið okkar er yndislegt.

 

HPIM2700

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2082

 

 

Vatn og botngróður.  Þetta er málverki líkast.

 

 

 

 

 

 

 

Kær kveðja til ykkar lesendur góðir og gleðilegt sumar !

 


Verkalýshreyfingin á snakki með ráherra um að skoða verð í búðum !

IMG2889Ég skil ekki hvernig þessi nefnd getur haft áhrif á verðhækkanir.  Getur einhver útskýrt það ?  Bendi á færsluna mína um hækkun strax á fyrsta opnunardeigi eftir páska hjá Húsasmiðjunni  .  

 

 

 

 

 

Ætlar þessi nefnd að láta Húsasmiðjuna lækka allt hjá sér, en verð var hækkað um 24.85% á vöru sem ég keypti þar, samanber bloggfærsluna hér neðar .  Þetta er ekkert nema sýndarmennska stjórnvalda og verklýðhreyfingarinnar og er fremur ógeðfeld.  Nær væri að þetta fólk mætti niður á Lækjatog til að mótmæla því að búið er að stela viðrisaukaskattslækkuninni og kjarabótin sem var gerð í síðasta kjarasamningi ( sem blekið er varla þorna af ).  Verkalýðshreyfingin á að vera mótmæla niður  í bæ en ekki trukkabílstjórar.  Vissulega er þörf á lækkun á olíu, en á sama tíma sitja verkalýðsforingjar á fundi með einum af ráðherrum landsins til að leggja á ráðin um að senda fólk í verslanir til að lesa verð á vöru.  Henni er breytt daginn út og daginn inn og þjónar engum tilgangi að vera elta það.  Það breytir hvort eð engu, enda munar eins og kom fram nýlega nánast engu á verði í þessum búðum sem eiga að vera í samkeppni.  Það munaði einni krónu á flestum vörutegundum.  Hvaða samkeppni er það viðskiptaráðherra hæstvirtur ?  Hvað er ríkisstjórnin að gera til að verja hagsmuni almennings mér er spurn ?   Ætla þeir ekki að fara að bjarga bönkum, en ekki almenningi i  þessu landi ?  Það er verið að ræna flest alþýðuheimili í landinu.  Nærri lætur að búið verði að skerða afkomu heimila um 30 % á nokkrum dögum.  Hjá venjulegum þjóðum væru orðin blóðug átök á götum þar sem stjórnvald sæti aðgerðalaust og lýsti því yfir trekk í trekk að þau hygðust ekkert gera að svo stöddu.  Samfylkingin getur ekki setið blóðug uppi fyrir hendur að taka þátt í því að gera ekki neitt, svo einfalt er það.  Afleiðingarnar sem eru nú þegar af þessu ástandi t.d. : Öll verðtryggð lán hækka.  Búið er að rýra laun um hátt í 30%.  Rekstur allra faratækja hækkar.   Öll aðföng hækka Skipafélög hækka aðflutningsgjöld.  Fyrirsjáanlegur samdráttur í atvinnumálu – atvinnuleysi. 

Hvaða ríkistjórn situr með hendur í skauti og hefst ekkert að þegar svona ástand blasir við ? Í  hvaða heimi er þetta fólk sem var kosið til að verja hagsmuni almennings með heitstrengingum og loforðum, til að fá umboð kjósenda til að þjóna hagsmunum okkar.

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/487037/

Færslan um verðhækkanir


Er Samfylkingin að ganga frá kjörfylgi sýnu dauðu ?

HPIM2192Hvað er að gerast með ríkisstjórnina ?  Er verið að leita leiða til að slíta samstarfinu.  Hvernig getur ríkisstjórnin setið áfram með þessa stefnu?  Það er alveg ljóst að Samfylkingin getur ekki verið mikið lengur í þessu samstarfi.  Það að bjóða elli- og örorkulífeyrisþegum 4 - 5 þús. krónur í kjarabót vegna nýju kjarasameininganna er hneyksli. Ég skora á flokksfulltrúa sem verða á Flokkstjórnarfundi á morgun að spyrja ráðherranna hvort þeir ætli að ganga af flokknum dauðum, enda þótt skoðanakannanir hafi verið að mæla flokkinn nokkuð vel.  Hér á eftir er af vef ASÍ um kjaramálin.

ASÍ, ÖBÍ og Landssamband eldri borgara gagnrýna ríkisstjórnina

Alþýðusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka elli- og örorkulífeyri um einungis kr. 4.000-5.000 í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Megin markmið verkalýðshreyfingarinnar í nýgerðum kjarasamningum var að bæta kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu og í samræmi við það náðu aðildarsamtök ASÍ og SA samkomulagi um hækkun lægstu launa um 18.000 kr. á mánuði.Við frágang kjarasamninga var talað um sögulegt samkomulag og almenn sátt og ánægja ríkti í samfélaginu um þá leið sem farin var, enda lýsti ríkisstjórnin sérstaklega yfir ánægju sinni með þessar áherslur.Það þarf enginn að fara í grafgötur með að fjöldi fólks í hópi öryrkja og aldraðra eru meðal þeirra sem lægstar hafa tekjurnar í okkar þjóðfélagi.Það skýtur því algerlega skökku við að bætur lífeyrisþega eigi í kjölfar nýgerðra kjarasamninga aðeins að hækka um 4%, sem jafngildir kr. 4.000-5.000 hækkun á lægstu bótum.Hvernig ríkisstjórnin getur komist að þeirri niðurstöðu að 18.000 króna hækkun lægstu launa á vinnumarkaði samsvari hækkun bóta almannatrygginga um 4.000-5.000 kr. á mánuði er óskiljanlegt. Sú upphæð er eins og við blasir aðeins lítill hluti þess sem samið var um í kjarasamningunum.

Það er því ljóst að ríkisstjórnin er með þessari ákvörðun sinni að ganga þvert gegn grundvallaráherslu og markmiðum kjarasamninganna – markmiðum sem hún áður hafði tekið undir og samþykkt.Með ákvörðun sinni er ríkistjórnin að svipta lífeyrisþega mikilvægum og nauðsynlegum kjarabótum.Alþýðusambandið, Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara krefjast þess að ríkisstjórnin standi við fyrri yfirlýsingar sínar og hækki bætur almannatrygginga til jafns við kjarasamninga –það þýðir hækkun um kr. 18.000 á mánuði fyrir þá sem eru á lægstu bótum.


 ( Tekið af vef ASÍ )
Ef Samfylkingin æltlar að feta þennan veg er ekkert annað en fylgishrun hjá flokknum. 

Gleðilega páska !

IMG1572     

 Gleðilega páska !

 


Páskahret og gamalt ljóð

HPIM2163Var hugsað til litlu fuglana sem lifa þennan ótrúlega íslenska vetur.  Hef haft tök á að fylgjast með Snjótittlingum héðan að heiman eins og gengur.  Þá rifjaðist upp fyrir mér gamalt ljóð eftir mig frá 1976 sem ég set hér inn.  Ég kallaði það ,, Þú litli vinur " sem skírir sig sjálft. 

 

Þú litli vinur

Nú blikar á breiðum fanna

með blæfegurð af dansi ljósa

en úti er kuldinn að kanna

kæfa landið og frjósa.

 

Það lætur í verkum vinda

veröldin af háflæði snýr

kjarrið keppist við að linda

kápuna sem vetur til býr.

 

En mitt í miðju kófi

mjór og lítill fugl

söng sem í stóru hófi

snjótittlings vetrar gull.

 

Visinn var vetrar maginn

vonin í brjósti bjó

undir snjó var undra haginn

uggandi söng að sló.

 

Kalt er því að kyngja

kólnaði fljótt hans blóð

náttúran náljóð sín að syngja

nísti hjartað við hinn síðasta óð.

 

         Ólafur H. Einarsson 1976


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband