Færsluflokkur: Lífstíll

Er boðlegt að fyrirtæki borgi fyrir blautar sögur með auglýsingum ?

Er boðlegt að fyrirtæki fari að borga fyrir blautar sögur eða hálfblautar með auglýsingum á bloggsíðum.  Mér finnst það ekki boðlegt, þvílík lákúra.  Nær væri að ráða slíka penna til að skrifa Rauðar seríur eða hvað það heitir hjá einhverju  forlagi.  Eins er hvernig sumir leitast við að ná athygli á blogginu með tvíræðum fyrirsögnum.  Ég á þá von að fólk fái athygli á greinarskrifum sínum fyrir áhugavert innihald, jafnvel þótt fólk tali um sjálfan sig og sína nánustu; t.d. tilfinningar eða líðan.  Við erum öll mannleg og líðan okkar skiptir máli.  Þá finnum við til samkenndar og viljum senda hlýjar hugsanir þegar þörf er fyrir það.

Víkjum þá að hinum hópnum sem náð hefur miklu innlit á síður.  Þar eru launaðir blaðamenn jafnvel ritstjórar á fullum launum.  Þarf að greiða þeim fyrir skrif með auglýsingum  sem gætu verið skrifuð í vinnutíma á virðulegu blaði.  Eða jafnvel rithöfundar sem þiggja listamannalaun ég veit ekki, varpa þessu svona fram. 

Það er vissulega erfitt að feta einstigi í þessum efnum, en burt með lágkúruna.  Þetta framtak að greiða fyrir auglýsingar á blogginu er ekki slæmt í sjálfu sér, ég gæti alveg þegið það ef svo bæri undir ; en ekki fyrir lágkúruskrif.     


Ekkert blót á blogginu - áskorun

Skelfing er leiðinlegt allt blót og ragn.  Fyrirsögn eins og Ingvi Hrafn ( Hrafnaþingsmaður ) og fleirri hafa verið með hér  á blogginu.  Mér finnst fólk setji niður þegar það viðhefur blót í fjölmiðlum almennt.  Fyrir utan það þá særir það mig ( í trúarlegum skilningi ) og er vont fordæmi fyrir okkur öll, gagnvart börnunum okkar og barnabörnum o.s.f.v..

Tökum saman um það að úthýsa öllu blóti af þessum miðli og öðrum.  Ég veit að við viljum ekki samfélag sem upphefur slík gildi.

Ágætu bloggara og aðrir landsmenn hættum að blóta og leggjum rækt við hin góðu gildi og fordæmi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband