Ekkert blót á blogginu - áskorun

Skelfing er leiðinlegt allt blót og ragn.  Fyrirsögn eins og Ingvi Hrafn ( Hrafnaþingsmaður ) og fleirri hafa verið með hér  á blogginu.  Mér finnst fólk setji niður þegar það viðhefur blót í fjölmiðlum almennt.  Fyrir utan það þá særir það mig ( í trúarlegum skilningi ) og er vont fordæmi fyrir okkur öll, gagnvart börnunum okkar og barnabörnum o.s.f.v..

Tökum saman um það að úthýsa öllu blóti af þessum miðli og öðrum.  Ég veit að við viljum ekki samfélag sem upphefur slík gildi.

Ágætu bloggara og aðrir landsmenn hættum að blóta og leggjum rækt við hin góðu gildi og fordæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég er alver sammála þér, ekkert helvítis blót hér á blogginu.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.5.2007 kl. 01:03

2 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Það er alltaf gaman af kaldhæðninni.

Ólafur H Einarsson, 23.5.2007 kl. 23:39

3 identicon

Ég er sammála þér varðandi blótið. Það er hallærislegt að vera blótandi og bölvandi í öllum setningum. Ég er alin upp við svona málfar og það tók svolítinn tíma að venja sig af því. Ég varð nefnilega að finna önnur orð í staðinn. Blót og bölv er að mínu mati skortur á orðaforða.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband