Færsluflokkur: Íþróttir
21.6.2008 | 19:49
Glæsilegur landsleikur kvennaliðsins í fótbolta - áfram stelpur !
Stelpurnar okkar unnu glæsilegan sigur á liði Slóveníu í dag. Mikil stemming var á vellinum og met fjöldi á leiknum. Sérstaklega var gaman hvað stuðningslið í stúkunni var fjörugt og skemmtilegt. Um gang leiksins getið þið lesið á íþróttasíðu mbl.is
http://mbl.is/mm/sport/fotbolti/2008/06/21/island_vann_storsigur_a_sloveniu/
Set hér inn nokkra myndir sem gefa mynd af stemmingunni og leikgleðinni allri. Til hamingju með sigurinn stelpur !
Margrét Lára að skora fyrsta markið úr vítaspyrnu.
Stelpurnar fagna eftir markið.
Liðin raða sér upp í byrjun leiks.
Áfram Ísland !
Fagnað í lok leiks.
Mikil gleði í lok leiksins.
Krækja á heimasíðu HM kvenna
http://www.uefa.com/competitions/woco/fixturesresults/round=2381/match=85441/report=rp.html
Öflugir stuðningsmenn !
Íþróttir | Breytt 22.6.2008 kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 00:48
Ekkert blót á blogginu - áskorun
Skelfing er leiðinlegt allt blót og ragn. Fyrirsögn eins og Ingvi Hrafn ( Hrafnaþingsmaður ) og fleirri hafa verið með hér á blogginu. Mér finnst fólk setji niður þegar það viðhefur blót í fjölmiðlum almennt. Fyrir utan það þá særir það mig ( í trúarlegum skilningi ) og er vont fordæmi fyrir okkur öll, gagnvart börnunum okkar og barnabörnum o.s.f.v..
Tökum saman um það að úthýsa öllu blóti af þessum miðli og öðrum. Ég veit að við viljum ekki samfélag sem upphefur slík gildi.
Ágætu bloggara og aðrir landsmenn hættum að blóta og leggjum rækt við hin góðu gildi og fordæmi.
Íþróttir | Breytt 24.5.2007 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)