20.5.2007 | 22:06
Ást hatur samband
Fyrir nokkrum mánuðum byrjaði ég að lesa Gáruð Vötn eftir Kerstin Ekman. Þetta er kilja sem Mál og menning gaf út 2005. Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlanda fyrir söguna Atburðir við vatn. Bókin er mjög vel skrifuð, en á köflum hef ég hreinlega misst sambandið. Lagt hana til hliðar á náttborðið og byrjað aftur. Samt er ég hrifin af henni ( ást, hatur samband ) reyndar er ég ekki alveg búin með hana. Ég get samt mælt með henni. Það eru fleiri vandræðabörn á náttborðinu en meira af því síðar. Já vel að merkja Halla Sverrisdóttir þýddi bókina.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.