24.5.2007 | 22:19
Er boðlegt að fyrirtæki borgi fyrir blautar sögur með auglýsingum ?
Víkjum þá að hinum hópnum sem náð hefur miklu innlit á síður. Þar eru launaðir blaðamenn jafnvel ritstjórar á fullum launum. Þarf að greiða þeim fyrir skrif með auglýsingum sem gætu verið skrifuð í vinnutíma á virðulegu blaði. Eða jafnvel rithöfundar sem þiggja listamannalaun ég veit ekki, varpa þessu svona fram.
Það er vissulega erfitt að feta einstigi í þessum efnum, en burt með lágkúruna. Þetta framtak að greiða fyrir auglýsingar á blogginu er ekki slæmt í sjálfu sér, ég gæti alveg þegið það ef svo bæri undir ; en ekki fyrir lágkúruskrif.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Ljóð, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.