Stríðsraunir og glötuð líf

Nú fer að styttast í því tímabil þegar Bush og Tony Blair kveðja svið stjórnmála.  Fréttin sem hér vísar til sýnir hvað stríð eru mikill harmleikur, þeir sem fara fram með stríð og þeir sem verða fórnarlömb þess. Allir virðast tapa, en sagan mun dæma þá kumpána frekar. Þegar bandamenn ákveða að fara inn i Kosovo á Balkanskaga varð þetta til.  Þetta er meira söngtexti og hef ég samið lag við það, sem hægt væri að fá hjá mér ef áhugi væri fyrir því.

 

Heimsins böl 

Ég hugleiði sjaldan

vort heimsins böl

hvað kvik er sú alda

sem veldur oss kvöl

og tíminn er taminn

af taumlausri þörf

og trúleysi laminn

við aldar vor hvörf.

 

Þeir hugsa í stríði

um ,,Stormsins" laun

Stelt og Tomahawk

þótt líði þeir kvöl

og allt er þeim gefið

á himni og jörð

þér lítt trúaðir efið

þótt mengi þeir svörð.

 

Og allt er hér notað

og allt er þeim kvöl

sem líða að morgni

leiðtoganna böl,

ég hugsa ekki lengur

heldur lifi hvern dag

og hlusta á lífið

og mófuglanna kvak.

 

Brátt er mér borgið

og búin mín tíð

ég beisla nú vindinn

í fjallsins hlíð

og fuglar himins

nú fanga minn hug

og fögnuður dagsins

vísar á mannsins dug.

 

Ég elti ekki lengur

lífsins stríð

né lokka og kjörin

sem ég fyrir nú líð,

þótt véli þeir lífið

í valllendi er sáð

þú græðir mig örum

og eflir að dáð.

 

Og allt er hér notað

og allt er þeim kvöl

sem líða að morgni

leiðtoganna böl.

       Ólafur H. Einarsson  2000

 


mbl.is Bush vottar föllnum hermönnum virðingu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband