Nú er komið nálægt nótt

IMG0308Nú er að baki þessi vika og sumarið rétt farið að stíga í vænginn.  Föstudagskvöld og ég sit hér og stari á skjáinn. Það er suð í viftunni í tölvunni og tómleikinn dagsins leggst yfir mig eins og mara.  Endurnýjun og hvíld næturinnar framundan, lofar vonandi komandi dag með nýjum fyrirheitum.  Því er við hæfi að fylgja ljóði út í lífið.

 

Nú er komið nálægt nótt

 

Nú er komið nálægt nótt

nátthúmið yfir allt flæðir

dagsins erill dáinn, næstum hljótt

dægurmálin  nóttin græðir.

 

Í rúmi síns tíma raunir hverfa

ræður dagsins út deyja

en nýjar vonir næstar erfa

nýjan dag aftur heyja.

 

          Ólafur H. Einarsson 1980


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fallegt.

Marta B Helgadóttir, 18.6.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband