16.6.2007 | 00:06
Nú er komið nálægt nótt

Nú er komið nálægt nótt
Nú er komið nálægt nótt
nátthúmið yfir allt flæðir
dagsins erill dáinn, næstum hljótt
dægurmálin nóttin græðir.
Í rúmi síns tíma raunir hverfa
ræður dagsins út deyja
en nýjar vonir næstar erfa
nýjan dag aftur heyja.
Ólafur H. Einarsson 1980
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Ljóð, Menning og listir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Athugasemdir
Fallegt.
Marta B Helgadóttir, 18.6.2007 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.