Esjan lífið og ég - hugleiðing um fjallið okkar

IMG0566 

Esjan roðaslegin í kvöldsólinni er kunnuleg  sjón.  Það var liðið á sumarið og gróður í hlíðum fjallsins farinn að taka á sig kynja myndir.  Kvöldin farin að styttast og skýhnoðrar farnir að hylja fjallstoppinn.  Héngu í festunum, eins og fallega máluð ský á málverki.  Ég var þreyttur af daglegu amstri horfi og út um gluggann.  Þannig er umhverfi þessa ljóðs sem ég samdi á haustdögum 1997. 

En það er líka hægt að setja það í sambandi við komandi jónsmessunótt.  Bara horfa og nærast af kraftinum sem af fjallinu fer.  Hugsa um björtu næturnar sem við lifum núna og eftirvill muna ljóðið mitt.

 

Esjan lífið og ég

 

Hvítur  klæðist hákollur Esju

hljóð eru morgun sporin,

gengur af gráum nípum

grænar eru lautir á vorin.

Klæðist þá köldum bláma

kossar skýjum unaði lítur,

umhverfist allt hennar fas

órói tímas er slíkur.

 

Kvöldin eru köllun að una

kyssir roðinn hvern stein,

misfellur og lautir sig muna

minnast við hverja hlein,

en skuggar og skýjasalir

skreyta hvern fífil ég þar kann

og aldrei sem á helli æfi

ég unað slíkan fann.

 

Á sumarnóttum ég seiðinn tók

er ærði svefnsins drunga,

nótt eftir nótt huga minn skóp

náttúran eilífa unga.

Í leit minni að lífsins gæðum

líka ég oft missti sjónar af þér,

og á stundum, er ég þá hugsun finn

þar í hæstu hæðum,

hvíli ég huga minn.

 

                            Ólafur H. Einarsson 1997

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Rosalega flott. Mikið er ég ánægð að sjá í fyrstu línu Hvítur klæðist hákollur Esju að þú hefur ekki hvítur sem k-stuðul . (Hefði heldur ekki passað í hrynjandina ) Sveinbjörn Beinteinsson sagði að það væri  það ljótasta sem hann sæi í ljóðagerð. Ég las hans kvæðarit í tætlur og lærði óskaplega mikið á því. Hann er minn ljóðagoði

Rúna Guðfinnsdóttir, 19.6.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leit við og naut lestursins að vanda. Yndislegt. Takk.

Marta B Helgadóttir, 20.6.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband