Þingvallanefnd á villigötum - ekki saga niður trjálundina

 

Copy of IMG0467Veit eiginlega ekki hvernig mér líður eftir fréttina frá Þingvöllum.  Þar er þingkjörin nefnd sem fer með allt vald, ásamt þjóðgarðsverði og starfsfólki.  Hvernig getur það verið að slík nefnd hafi það verksvið að láta sag niður margra áratuga gömul tré, sem voru gróðursett með góðum hug og trú á íslenska skógrækt ?

 

Ég get skilið að það þurfi að grisja skógarlunda og þekki það vel, en fella tré niður vegna annarra hluta skil ég ekki; allra síst á þessu svæði.  Rökin eru þau að á hluta af rústaminjum eru tré.  Ef grafa á upp rústirnar má taka eitt og eitt tré, ekki ráðast á allan reitinn.  Þá er elsti hluti skógarins friðaður og markar upphaf skógræktar á Íslandi.

 

Þá hefur það heyrst að það geti stafað af ósk okkar að koma svæðinu inn á heimsminjaskrá, en það hefur verið borið til baka.  Engin krafa er um að fella tré vegna þess.

Þetta er eins konar gróður fasismi og óraunhæfar hugmyndir um Þingvelli. 

 

Öll tré sem hafa verið gróðursett á Þingvöllum eiga að fá að standa þar.  Svæðið yrði fátæklegra ef trjágróðurs nyti þar ekki við.  Náttúrulegi birkiskógurinn er yndislegur eins og hann er og tré sem ég er að tala um í þessu spjalli eiga aðeins við um þessi sem hafa verið gróðursett á liðnum áratugum við Almannagjá. 

Copy of IMG0468

Þá er verið að tala um að rífa hótelið af eldvarnarástæðu.  Líklega er það rétt, en hús eru ekki rifin vegna þessa heldur er gerð brunatæknileg hönnun á húsinu og það hólfað niður í eldvarnarhólf o.s.f.v..

 

Er þá ekki næst að fjarlægja allt malbik og afmá veginn.  Fólk verði að ganga inn á svæðið og koma helst ríðandi.  Því næst að fjarlægja þjónustumiðstöðina.  Hún var ekki þar þegar Alþingi var stofnað. 

 

 

Þingvallanefndin er á villi götu.  Ég geri þá kröfu að birt verði þessi áætlun um grisjun á netinu þannig að það fari ekki milli mála hvað er verið að tala um.

 

Hvar er allt þetta náttúruverndarfólk núna sem hefur verið að berjast við Kárahnjúka og ganga í þúsundum með Ómari Ragnarsyni.

HPIM0409

Mér er nær að halda að Þingvallanefndin eigi að segja af sér.  Það er ólíðandi að þingkjörin nefnd hagi sér á þennan hátt.  Þá er ljóst að nefndina verði að skipa með öðrum hætti sem er trúlega efni í annan pistil.  Þá vil ég að lokum segja að ég er ekkert sérlega hrifin af því að kom Þingvöllum á þessa umræddu skrá.  Þetta mun leiða til meiri átroðnings á svæðinu og kalla á margs konar mannvirki og afgirtar brautir á svæðinu.  Friðhelgi Þingvalla verður best varðveitt með því að halda því sem vel varðveittu leyndarmáli fyrir heiminum.

 

 

Þingvallanefnd (síðast kosið 13. júní 2007).

Kosning sjö alþingismanna og jafnmargra varamanna í Þingvallanefnd, til upphafs næsta þings, skv. 2 mgr. 2. gr. laga nr. 47 1. júní 2004, um þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Aðalmenn: Björn Bjarnason, Kjartan Ólafsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Bjarni Harðarson, Lúðvík Bergvinsson.
Varamenn: Birgir Ármannsson, Björk Guðjónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Illugi Gunnarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Einar Már Sigurðarson.

Eins og sjá má af þessu eru bara pólitíkusar í þessari nefnd.  Nær væri að nefndin væri skipuð bæði fagfólki og áhugafólki um náttúruvernd.  Ég vil sjá fornleifafræðing í nefndinni, skipulagsfræðing, umhverfisfræðing.  Menntaða skógfræðinga, sagnfræðing o.s.f.v.   Össur er líffræðingur það er ágæt viðbót við þessa upptalningu.  Eiginlega á þetta að vera fagnefnd frekar en gælunefnd pólitíkusa.  Alþingi getur skipað þannig fólk í nefndina, en formaður getur verið tilnefndur af Alþingi sem pólitíkus ef þurfa þykir.

Þingvallanefnd á að vera óháð fagnefnd og starfa sem slík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir þetta Ólafur, áætlun um grisjun finnst mér sjálfsagt að menn birti á netinu og geri þessar upplýsingar sýnilegar og aðgengilegar - ÁÐUR - en ráðist er í frekari framkvæmdir. Hverijir eru það sem eiga sæti í Þingvallanefnd?

Marta B Helgadóttir, 20.7.2007 kl. 02:58

2 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Þingvallanefnd (síðast kosið 13. júní 2007).

Kosning sjö alþingismanna og jafnmargra varamanna í Þingvallanefnd, til upphafs næsta þings, skv. 2 mgr. 2. gr. laga nr. 47 1. júní 2004, um þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Aðalmenn: Björn Bjarnason, Kjartan Ólafsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Bjarni Harðarson, Lúðvík Bergvinsson.
Varamenn: Birgir Ármannsson, Björk Guðjónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Illugi Gunnarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Einar Már Sigurðarson.

Eins og sjá má af þessu eru bara pólitíkusar í þessari nefnd.  Nær væri að nefndin væri skipuð bæði fagfólki og áhugafólki um náttúruvernd.  Ég vil sjá fornleifafræðing í nefndinni, skipulagsfræðing, umhverfisfræðing.  Menntaða skógfræðinga, sagnfræðing o.s.f.v.   Össur er líffræðingur það er ágæt viðbót við þessa upptalningu.  Eiginlega á þetta að vera fagnefnd frekar en gælunefnd pólitíkusa.  Alþingi getur skipað þannig fólk í nefndina, en formaður getur verið tilnefndur af Alþingi sem pólitíkus ef þurfa þykir.

Þingvallanefnd á að vera óháð fagnefnd og starfa sem slík.

Ólafur H Einarsson, 20.7.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gæti ekki verið meira sammála ! ! Það versta er að maður fréttir oft ekki um fyrirhugaðar framkvæmdir - maður fréttir bara eftirá - þegar hlutirnir hafa þegar átt sér stað og skaðinn er skeður. 

Marta B Helgadóttir, 20.7.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll! Já, við erum sammála um margt. Þörf grein hjá þér. það er ekki furða þótt að athugasemdir um Þingvallanefnd vakni víða. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 22.7.2007 kl. 11:47

5 identicon

Alveg sammála þér með það að svona utanað komandi er skrítið að heilir 7 þingmenn skuli sitja í nefnd um jafn lítið svæði. Og jafnframt að það skuli vera þingmenn en ekki fagfólk. Hitt er annað mál að það væri hálfkjánalegt að fara að reyna að fá umhverfisverndarsinna til að mæta á Þingvelli til að mótmæla því að erlend tré skuli vera tekin niður í þjóðgarðinum..

Barrtré eiga hvergi heima í íslenskri náttúru og fyrir fólk sem hefur virkilega áhuga á íslenskri náttúru eru barrtré hreinasta lýti. Að hafa barrtré í þessum "helga" reit þjóðarinnar (þó almenningur í dag líti öðrum augum á hann en menntaðar kynslóðir framtíðarinnar eiga eftir að gera) hlítur að vera rangt.

Það sem þú ert að biðja um í rauninni er að fá umhverfisverndarsinna til að mótmæla því að umhverfisspjöll séu lögð af!

Krummi (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 13:36

6 identicon

Gleymdi að minnast á það... Það er enginn að fara að óska eftir því að koma Þingvöllum á heimsminjaskrá.. það fór í gegn 2004..

Barrtré á Þingvöllum marka ekkert upphaf skógræktar á Íslandi og sem betur fer eru skógræktarfólk farið að vera meira og meira upplýst um það hvað er náttúrulegt og hvað ekki.. (menntun er lykillinn).

Getur lesið þig til um sögu Skógræktar Ríkisins hér: http://www.skogur.is/?PageID=46

og Skógræktarfélags Reykjavíkur hér: http://www.heidmork.is/stylesheet.asp?file=05012006113453

Þá er einnig ýmislegt að finna á vef Þingvalla www.thingvellir.is

Krummi (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 16:34

7 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Ágæti Krummi.  Ekki er ég þér sammála um barrtrén.  Barrtré eiga jafn mikið rétt á sér í íslenskri náttúru eins og annar trjágróður sem náð hefur að skjóta hér rótum og dafna.  Þessi tré sem voru gróðursett þarna eru arfleið frá bernskusporum skógræktar.  Þessi tré hafa unnið sér sess á þessum stað og eiga því að vera þarna áfram.

Eiginlega veit ég ekki hvort hægt er að taka mark á manni með svona skoðanir, með mína reynslu af skógrækt á þriðja áratug; og hafandi setið í stjórnum skógræktarfélaga o.s.f.v.  En skoðun er það samt.

Þegar ég tala um náttúruverndarfólk í spjallinu þá finnst mér það skrítið að það verji orku sinni upp á öræfum, en ekki þegar byrjað er að ganga á ræktunarstarf og niðurrif.  Ég minni á verklag Kópavogsmanna við Elliðavatn og þar sem heill lundur var fjarlægður í óþökk allra.  En miðað við skoðanir þínar er það í lagi, jú þetta voru barrtré hm...

Ekki þarf heldur að kenna mér sögu skógræktar, en þakkar þér samt fyrir tenglana sem ég vissi vel af.

Já vel að merkja þetta með heimsminjaskrána frá 2004 því hefði blessunarlega verið sleppt.  Það mun tíminn sanna.

Ólafur H Einarsson, 23.7.2007 kl. 00:04

8 identicon

Veistu ekki hvort það eigi að taka mark á manni með slíkar skoðanir? Er eitthvað sem þú ekki veist? Barrtré eiga jafn mikinn órétt á sér í náttúrulandsins og túlípanar og páskaliljur.

En vissir þú að mófuglastofnum landsins og í raun Spóa- og Heiðlóustofnum heimsins stafar hugsanlega mikil hætta af þeirri skógrækt sem nú eru í farvötnunum?

Krummi (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband