Færsluflokkur: Bloggar

Hér er dæmi um hækkun vöru - gengisfellingarrán

Lesið færsluna hér á undan sem ég setti inn í gær um hækkun vöru.

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/487037/

 

 

 


mbl.is Gamlar vörur hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ásættanlegt að lífsbjörg þúsunda sé rænd með gengisfellingu ?

Er eins og væntanlega þúsundir manna í þessu þjóðfélagi í eins konar áfalli yfir þróun mála á Íslandi.  Þessi öfluga ríkisstjórn ( með ríflegan þingmeirihluta ) situr aðgerðarlaus og lætur ræna íslensk alþýðuheimili án aðgerða.  Seðlabankinn hækkar og hækkar stýrivexti sem fyrst og fremst bitna á þeim heimilum sem eru með innlend lán.  Allir sem geta og hafa til þess aðstöðu eru að hækka allt milli himins og jarðar.  Verkalýðshreyfinginn virðist vera hálf lömuð eða þemum verra.  Af hverju er ekki boðað til allsherjar útifundar á Lækjatorgi við Stjórnarráðið þegar ríkisstjórnin fundar til að ýta við þessu fólki.  Það er ekki ásættanlegt nokkrum dögum eftir er að búið er að gera kjarasamning við 80 þús. manns að búið sé að ræna hækkuninni í formi gengisfellingar.  Seðlabankinn hefur ýjað að því að bankarnir hafi tekið þátt í áhlaupi á krónuna, en þeir munu eiga 650 miljarða í erlendum gjaldeyrir.  Þannig hafa þeir fengið gífurlegan hagnað í formi gengishækkunar.   Gengissig krónunnar eru manna verk ekki náttúruhamfarir.  Það situr fólk við tölvur og býr til þessa stöðu með ásetningi.  Ég sætti mig ekki við að fólk út í bæ geti látið allt blæða hér út, til þess að græða á gengisfellingunni.  

Ég er hér með sönnun þess hvernig fyrirtæki og aðrir eru að græða á þessu ástandi.  Þurfti að skipta um ofnkrana sem var orðin ónýtur og fór í Húsasmiðjuna til að fá nýjan.  Þegar ég er búin að finna kranann ásamt afgreiðslumanni þá stendur að kraninn kosti 1500 krónur.  Miðinn var á hillu þar sem kranar voru geymdir.  Ég spurði því næst afgreiðslumanninn hvort þetta væri ekki örugglega verðið, en hann neitaði því og sagði að þeir væru að hækka allt í dag (þriðjudagaginn 25. mars, fyrsti opnunardagurinn eftir páska ) og í ljós kom að hann átti að hækka úr 1500 krónum í 1995 krónur, eða um 24,85%.  Þetta er ríflega gengisfellingin.  Ég mótmælti þessu en afgreiðslumaðurinn sagðist ekki geta selt mér á hilluverðinu, þeir hefðu ekki komist yfir það að hækka allt.  Það var skíringin.  Þannig reiddi ég þessa upphæð af hendi við kassann og þar sem ég þurfti að kaupa tvo krana kostaði þetta mig 990 krónum meira eftir þetta gengisfellingarrán sem ég vil kalla.  Þetta er örlítið dæmi um það sem er að gerast.  Rök verslunarmanna heyrði ég að þeir værum með erlend innkauplán og þess vegna verði að hækka vöruna.  Fyrir mér er hilluverðið eini rétti mælikvarðinn á verðinu á vörunni, svo einfalt er  það.

Húsasmiðjan og BYKO eru leiðandi fyrirtæki á byggingarmarkaði og nærri lætur hvað svona hækkun hefur mikil margfeldis áhrif.  Þannig mun þessi hækkun hækka byggingarvísitölu sem aftur hækkar svo aðrar vísitölur sem taka mið af byggingarvísitölunni.  Lán allra landsmanna munu því hækka þar sem þau eru verðtryggð með þessum vísitölum.  Með þessu er verið að stela lífsbjörg þúsunda íslendinga sem horfa á þennan hrunadans sem er tilbúin af fólki sem getur keypt og selt gjaldeyrir að vild og veik krónuna þegar því sýnist.  Jöklabréfin eru líka hluti af þessum hrunadansi. 

Verkalýðshreyfingin verður að koma niður Lækjatorg og sýna ráðamönnum að við þetta verður ekki unað.

Krafan er að ríkisjóður hækki persónuafslátt strax, en ekki á næsta ári og það meira en einhvern 2000 kall.  Þá verði gripið til aðgerða sem verja kaupmátt almennings þannig að nýi kjarasamningurinn standi og verði kjarabót eins og til stóð.  Þá er það krafa að öll spil verði lögð á borðið og því lýst nákvæmlega hverjir voru að veikja krónuna. 

scan0007b

 

 

Kvittun sem staðfestir hækkun á krananum.

 

 

 

 

 

hitakrani 1

 

  Þetta er verðmiðinn sem ég fékk að mynda á símann minn til að staðfesta hvað var hilluverðið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Gleðilega páska !

IMG1572     

 Gleðilega páska !

 


Páskahret og gamalt ljóð

HPIM2163Var hugsað til litlu fuglana sem lifa þennan ótrúlega íslenska vetur.  Hef haft tök á að fylgjast með Snjótittlingum héðan að heiman eins og gengur.  Þá rifjaðist upp fyrir mér gamalt ljóð eftir mig frá 1976 sem ég set hér inn.  Ég kallaði það ,, Þú litli vinur " sem skírir sig sjálft. 

 

Þú litli vinur

Nú blikar á breiðum fanna

með blæfegurð af dansi ljósa

en úti er kuldinn að kanna

kæfa landið og frjósa.

 

Það lætur í verkum vinda

veröldin af háflæði snýr

kjarrið keppist við að linda

kápuna sem vetur til býr.

 

En mitt í miðju kófi

mjór og lítill fugl

söng sem í stóru hófi

snjótittlings vetrar gull.

 

Visinn var vetrar maginn

vonin í brjósti bjó

undir snjó var undra haginn

uggandi söng að sló.

 

Kalt er því að kyngja

kólnaði fljótt hans blóð

náttúran náljóð sín að syngja

nísti hjartað við hinn síðasta óð.

 

         Ólafur H. Einarsson 1976


KEA kaupir Hafnarstræti 98 - gömlu húsi bjargað

HPIM4830Það voru góð tíðindi að norðan í dag.  KEA ásamt fleiri fjárfestum hafa keypt húsið að Hafnarstræti 98.  Húsið hefur verið nokkuð bitbein á liðnum misserum.  Húsafriðunarnefnd lagði til friðun á húsinu sem menntamálaráðherra samþykkti.  Þetta var nokkuð umdeild ákvörðun, en sýndi dirfsku ráðherra; þökk sé henni.  Árið 2006 var ég á ferðinni þarna og tók nokkra myndir í göngugötunni.  Þetta verður sóma hús þegar það hefur verið endurgert.  Ég spái því að eftir nokkur ár muni menn undra að til stóð að rífa þetta hús.  Reyndar hef ég gist í þessu húsi, var á ráðstefnu á Akureyri og gisti einar tvær nætur.  Það eru reyndar blendnar tilfinningar vegna þess að í næsta húsi var brjálaður skemmtistaður sem hélt vöku fyrir manni hálfa nóttina.  Loks óska ég Akureyringum sem hafa skilning á verndun eldri húsa til hamingju með þennan áfanga og daginn.
mbl.is KEA kaupir Hafnarstræti 98
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vormyndir gegn vonbrigðum um skattpíningu stjórnvalda á láglaunafólk

HPIM2196Vormyndir gegn vonbrigðum um skattpíningu stjórnvalda á láglaunafólk, er eiginlega eina sem ég get hugsað mér á þessari stundu eftir opinberun OECD á skattpíningarstefnu sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins árin 2000 - 2006.  Reyndar vissi þetta allt láglaunafólk af sköttunum sem það var að greiða, en með þessa lygi voru þessir flokkar kosnir áfram í forystu í landsmálum.  En síðar um það.  Hér eru nokkrar myndir til að lyfta sér upp frá lygi stjórnmálanna.

 

 

 

HPIM2208

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2209

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Takið eftir bruminu á trjánum.

 

HPIM2236

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvar sér maður svona skraut í samtímanum ?

 

HPIM2241

 

 

 

 

 

 

 

 

Falleg birta.

 

 HPIM2242

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2258

 

 

 

 

 

 

 

Sjáið glervirkið sem er verið að byggja í bakgrunninn.  Þessi arkitektúr á varla heima í þessu umhverfi.

 

HPIM2269

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Loks Austurstræti í amstri dagsins.  Þessa alls er hægt að njóta án þess að verða skattlagður með því einu að skreppa í miðbæinn.   Njótið heil.


Meira af fuglum og mönnum í góða veðrinu

HPIM2137Fuglar og menn í blíðunni á laugardaginn við tjörnina.  Eins og vorið væri að boða komu sína.  Hver veit ?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2144

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2066

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2115

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Við Austurvöll.


Nokkrar ljósmyndir af helgarveðrinu

 HPIM2019

Set hér til gamans nokkrar myndir sem ég tók um helgina.  Laugardagurinn yndislega fallegur en sunnudagurinn úfinn og grár.

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2060

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 HPIM2170

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM2164

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Það eru mannréttindabrot að semja um laun sem ekki er hægt að lifa af með reisn

Samningana verður að fella til að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina og verklýðsrekendur.  Eins og ég hef sett hér fram á bloggsíðu minn, þá tel ég að skattaútspil ( hækkun persónuafsláttar á næsta ári ) óásættanlega lítil.  Upphæðin er of lág og ekki hægt að bíða eftir henni í heilt ár. 

Það er annars undalegt að heyra verklýðsforingja ( verkalýðsrekendur með 500.000 krónur á mánuði ) lofa þessa kjarabót enda þótt hún sé nokkur.

Ég tel að það séu mannréttindabrot að semja á þennan hátt.  Þar að segja að semja um laun 3 ár fram í tímann, um laun sem duga ekki til framfærslu.  Fyrir utan það þá er það siðlaust að samtök sem telja 80.000.000 manns geti samið um að þúsundir manna lifi undir framfærslu kostnaði í fátækt.  Laun ræstingamanns skv. töflu ASÍ eru kr. 139.317 krónur.  Fyrir launahækkun greiddi þessi launþegi 6.700 krónur af mánaðar launum sínum í staðgreiðslu.  Eftir hækkun greiðir hann 12.744 krónur.  Þetta stafar af því að persónuafslátturinn þarf að hækka til samræmis við hækkunina.  Ef 15. þús. manns hafa þessi laun hafa skatttekur ríkisins aukist úr 1.2 milj. á ári í 2.3 milj.  

Þá eru eftir 65 þús. manns sem fá hærri launa hækkun sem auka mun skatta ríkisins alla verulega eins og séð er af dæminu hér að ofan.  Þannig má fullyrða að launþegar landsins eru að borga lækkun skatta á fyrirtæki með hækkuðum launum sínum.  Kostnaður fyrirtækjanna er því sára lítill þrátt fyrir að gegndarlausan hagnað á liðnum árum ( t.d. bankarnir ).

Nær hefði verið að skattalækkanir færu til alm. ( launþega ) og skattagróði ríkisins notaður alm. í hag, en ekki velferðarkerfi fyrirtækja sem rekið hefur verið hér í áratugi af sitjandi ríkisstjórnum.  Ekki hef ég á takteinum hvað kostar að lækka skattana á fyrirtækin og raunar undarlegt að það skuli ekki skírt eða spurt um það í fjölmiðlum.  Ég ætla að skjóta á að þetta geti verið 6 - 8 milj. á ári.  Þannig munu launþegar borga þetta með hækkuðum skattstofni af hækkuðum laun.  Sorgleg niðurstaða.

Nú verður að fara að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort það sé löglegt að semja og binda laun þúsunda manna þannig að þeir verði að lifa undir framfærslukostnaði ( í fátæktar gildru ) sem ekki er hægt að brjótast út úr.  Það eiga að vera lámarks mannréttindi að launþegi geti selt vinnu sína þannig að hann geti lifað af þeim launum sem hann fær.  Verkalýshreyfingin hefur ekki leifi til að semja um lægri laun, en þau sem duga til framfærslu og að fólk geti lifað af þeim og  tekið þátt í þessu samfélagi með reisn.  Siðlaust er að gera slíka samninga og mæra þá fyrir almenningi.


Fella á kjarasamninginn nýja - persónuafsláttur ófullnægjandi

Nú er verið að birta á vef  asi.is dæmi um taxtabreytingar.  Í ljósi þessarar töflu er ljóst að óviðunandi er að samþykkja þessa samninga nema að persónuafsláttur hækki samhliða hækkun launa.  Hækka á afsláttinn á næsta ári um 2000 krónur (árið 2009 umfram almenna verðuppfærslu). Síðan hækkar sambærilega árið 2010 og 2011.  En kjarasamningur rennur út í nóv. 2010 ef ég hef tekið rétt eftir.  Þannig mun stór hluti hækkunar núna renna í ríkissjóð í aukna skattheimtu vegna hærri launa.  Á launatöflu sem birt á vef asi.is eru dæmi um taxta.

Árið 2007 hafði starfsmaður í ræstingu 121.317.- í laun.  Hægt er að fara inn á vef ríkisskattstjóra og reikna skatta af launum í þar til gerðri reiknivél.  Skattur af launum er 6.700 krónur núna eftir áramót t.d. útb. laun 1. feb. s.l.  

Nýjustu laun ræstingarstarfsmannsins eru 139.317 krónur núna með þessum nýja kjarasamningi.  Staðgreiðsla af þessum launum er 12.744 krónur.  Nærri lætur að ríkissjóður fá helmingi hærri skatt af viðkomandi eftir hækkun.  Þannig eru útborguð laun 114.928 krónur.  Útreikningur gerir ráð fyrir 2% í séreignarsparnað og 3.286 í félagsgjald á mánuði.

Raunveruleg hækkun er 10.876 krónur. 

Af ofansögðu veðrur ríkisstjórnin að leiðrétta þetta strax, því er ekki annað fært en að hafna kjarasamningunum.  Það verður að koma til strax breyting á persónuafslætti til þess að gerlegt sé að styðja þennan kjarasamning.  Ekki bara þessi 2000 kall heldur umtalsverða hærri upphæð.

Um aðgerðir ríkisstjórnarinnar má segja ýmislegt.  Ég dreg t.d. stórlega í efa að bygging fél. leiguhúsnæðis og aukið fé í það skili sér.  Það hefur verið nægjanlegt fé í þetta en sveitafélögin vilja ekki byggja þetta húsnæði og hafa ekki sótt um það.

http://www.rsk.is/reiknivelar/nidurstodur/vara_reiknivel_stadgreidslu_2.asp

vefur ASÍ  http://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-972/

launataflan


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband