21.5.2007 | 18:33
Fólkið á Flateyri
Ég hef samúð með fólkinu á Flateyri. Það er dapurlegt að ræna fólki lífsviðurværinu og sjálfsvirðingunni. Þið ríku gæjar hvar er samfélagsleg skylda ykkar. Sláið saman í púkk og kaupið þetta allt. Sýnið nú að það eigi ekki að öfunda þá sem verða ríkir á Íslandi. Það er samfélagsleg skylda ykkar og réttlætingin fyrir því að hin frjálsu peningaöfl fái að blómstra áfram. Látið ekki almenning í þessu landi sjá að þið notið bara peningana til að kaupa, þotur, fótboltafélög, jarðir, bíla, stóreignir, erlend fyrirtæki til að halda uppi vinnu í útlöndum.
Fólkið á Flateyri hvort sem það eru íslendingar eða annarra þjóða fólk, þá höfum við öll skildu við það. Látum 100 blóm blómstra á Flateyri og komum fiskvinnslunni aftur í gang. Þetta eru smáaurar í vösum ykkar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ljóð, Vefurinn | Breytt 22.5.2007 kl. 23:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.