21.7.2007 | 13:49
Af galdrastrákum og Harry Potter
Mikið var gaman að fá að vera þátttakandi í því að kaupa Harry Potter bókina. Hér á bæ er ungur maður af Harry Potter kynslóðinni, sem að sjálfsögðu átti pantaða bók hjá Nexus á Hverfisgötunni. Vorum mættir um ellefu leitið og þar var dúndrandi bókaveisla. Brugðum reyndar á þann leik að fara ekki alveg strax í röðina.
Það var undarlegt þegar við ókum niður Laugarveginn. Ungt fólk brosandi með poka í hendinni, nýbúið að fanga bókina eftirsóttu. En á hinn bóginn var drukkið fólk og slagandi með bjórdósir eða eitthvað viðlíka í hendinni. Ég hugsaði hvað ég væri lánssamur að eiga heilbrigðan ungan mann sem hafði áhuga á galdrastráknum Harry Potter.
Við vorum komnir um tólfleitið í röðina og það gekk bara vel að afgreiða bókina dýrmætu. Það var samt einhver ósvöruð spurning um þetta galdrafólk sem var mætt á staðinn. Þarna hafði greinilega verið mikil stemming. Alla vega gáfu veisluföngin það til kynna.
Oft er talað um bókaþjóðina miklu og lestur almennt. Af þessu að dæma þarf ekki að örvænta hvað það varðar. Gaman hefði samt verið að bókin hefði verið á ástkæra ylhýra málinu, eða er þetta bara gott ( alþjóðavæðingin ) alla vega þarf maður að tala orðið nokkuð mikið á ensku. Maður fer á hjólbarðaverkstæði, bakarí, bókabúð og yfirleitt alstaðar þarf maður að bregða fyrir sig hinum ýmsu málum sem maður hefur á takteinum.
Eftir situr samt þessi gamli efi ( lífsreynslan ) er þetta bara allt auglýsingamennska eða raunverulegur gleðigjafi í lífshlaupinu.
Ungi maðurinn á heimilinu vakti frameftir í nótt. Það var erfitt að vakna í morgun og það er búið aftur að loka herbergishurðinni. Undalega hljótt inni hjá unga manninum.
Þetta er eiginlega vissan fyrir því að eftir alla auglýsingamennskuna og umstangið að þetta er góð viðbót í daglega lífið okkar, eiginlega gleðigjafi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Ljóð, Menning og listir, Spil og leikir, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:00 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru frábærar bækur, nútímaævintýrasögur af bestu gerð. Ég var stödd í Eymundsson í Austurstrætinu síðdegis í gær og þar var bókin vandræðalaust til sölu, engar biðraðir.
Marta B Helgadóttir, 22.7.2007 kl. 18:41
Sæll gaman að fá lýsingu gests á fjörinu mér fannst þessi samkoma fara ótrúlega vel fram og mæting framar vonum. Ég var satt að segja hissa þegar ég kom út úr búðinni um 1 leitið og sá allt ruslið ég sem hafði einmitt sett ruslatunnu nálægt liðinu svo þetta myndi ekki gerast en svona er þetta þegar fólk gleymir sér. Ég er að leita að myndum til að birta á www.harrypotter.is má ég stela þessum fínu myndum hjá þér?
Dagbjört í Nexus (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 20:17
Ágæta Dagbjört í Nexus mér er ánægja ef þú getir notað þessar myndir. Ég get sent þér fleiri myndir sem ég tók ef þú sendir mér netafangið þitt á ohe@hive.is. Það var mjög gaman þarna í portinu og unga fólkið skemmti sér vel. Það var ekkert að þessu drasli þarna á lóðinni, aðeins gott nesti ferskur ananas og svoleiðis. Annað en fylliríið á Laugaveginum. Vinsamlega hafðu bara samband.
Ólafur H Einarsson, 22.7.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.