Ég á mér draum um gamla miðbæinn og götumyndina við Lækjargötu í Reykjavík

IMG0558Ég á mér draum varðandi götumyndina í Lækjargötu í Reykjavík.  Þar sem ég er fæddur og uppalinn í gamla miðbænum, þá er gamla götumyndin enn ljóslifandi fyrir mér.  Draumur minn er að þar sem bílsstæði Glitnis er nú á horni Vonarstrætis og Lækjargötu verði aftur bygg hús eins og brann þar.  Í þessu hús bjó m.a. séra Bjarni vígslubiskup.  Þetta var falleg hús og var byggt fast að gangstétt.  Þá vil ég rífa gamla Iðnaðarbankahúsið sem nú hýsir Glitnir.  Þar vil ég byggja tveggja hæða hús með háu ris.  Húsin bæði væru bárujárnsklædd. 

 

Þá vil ég rífa nýju steinkumbaldana ( Iðuhúsið og nýja húsið við hliðina ).  Byggja sambærilegt hús og gamla Biskupshúsið var, en ekki tekur því að fara að flytja það til baka frá Árbæjarsafni.  Á reit Iðuhússins vil ég byggja hús sem væri 3- 4 hæðir með svipuðu risi og gamla Biskupshúsið var.  Þetta væri tréhús með blöndu af bárujárnsklæðningu og timbri.  Þá væru húsin sem lentu í brunanum endurgerð, einnig Austurstræti 22 ( gömlu Haraldarbúðina ). 

 

Þannig væri samfeld húsalína sem væri öll í samræmi við þá húsagerð sem var við götuna.  Með þessu móti væri búið að endurheimta þessa gömlu götumynd sem hæfir gamla miðbænum.  Þannig geta þessi hús verið augnayndi ferðamann og stolt okkar, um ókomna tíð og minnisvarði um hina gömlu Reykjavík.  Það er úrelt hugmynd að byggja nýjan miðbæ með gler og stálbyggingum.  Við eru svo lánsöm að eiga nóg land til að byggja á ( ca: 103.000 ferkílómetrar ef ég man rétt ).  Hugmyndin um nýjan miðbæ í gamla bænum er löngu úrelt og er arfleið frá fyrsta aðalskipulagi Reykjavíkur, sem er að ég best veit búið að henda á haugana s.b. nýja Tónlistarhúsið. 

 

Umferðarvandinn sem fylgir nýjum miðbæ gerir það að verkum að ekki er raunhæft að þessi gamla hugmynd gangi upp, þannig hefur bílamenninginn gengið af hugmynd dauðri.  Ef ráðist verður í að byggja á flugvallarsvæðinu, má hanna nýjan miðbæ og leysa umferðarvandann sem honum fylgir. Hugmyndin um jarðgöng undir Öskjuhlíð losar þennan tappa o.s.f.v..

 

Stóri nýi miðbærinn getur orðið þar ( á flugvallarsvæðinu ) að veruleika.  Allt glerið og nútíma arkitektúr getur skapað þar eitthvað nýtt, en ekki níðs á því gamla og afskræmt eins og búið er að gera við Lækjagötu.

 

Ég á mér draum..... sagði Marteinn Lúter King um árið reyndar í öðru samhengi, en ég á mér draum um að við munum dag einn endurheimta gömlu bæjarmyndina við Lækjargötu.  Mig langar að deila þessum draumi með ykkur þarna úti, því ég veit að við erum mörg sem eigum þennan draum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Já, þetta var góður draumur. Við erum mörg held ég sem deilum honum með þér. Því miður eru þau líklega enn fleiri sem láta sig þessi mál ekkert varða

Marta B Helgadóttir, 4.6.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband