Nei takk Séð og Heyrt ekki skreyta fjöllin með auglýsingum

Ég átti leið austur fyrir fjall í dag.  Þegar ég kom að beygjunni að Skíðaskálabrekkunni blasti þessi hryllingur við mér, eins og sést á myndunum sem hér fylgja með.  Það er hið víðfræga menningarrit Séð og Heyrt sem setur upp þennan hrylling.  Ég vil fullyrða að þetta er lögbrot að setja upp auglýsingar af þessu tagi.  Því vona ég að viðkomandi yfirvöld láti fjarlægja þennan ófögnuð.  Verði byrjað á þessu mun þetta flæða um allt land og afskræma einstaka náttúru okkar.

Nú eru það mín viðbrögð að ég skal aldrei kaupa þetta blað inn á mitt heimili.  Verði þetta hins vegar fjarlægt skal ég gleyma þessu, eins og hverju öðru bernskubreki.  Ég vona að ykkar viðbrögð verði þau sömu, þar að segja ekki kaupa  þetta blað sem vanvirðir íslenska náttúru á þennan hátt.

Nei takk ekki skreyta fjöllin okkar með auglýsingum. Útgefendur Séð og Heyrt takið eftir, auglýsingamennskan hefur gengið of langt.

HPIM0598

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HPIM0599


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Fyrir nokkrum misserum lét sýslumaðurinn á Selfossi fjarlægja risavaxna majónesdollu sem sett hafði verið upp í auglýsingaskyni einhvers staðar á þessari leið. Og uppskar fyrir bæði háðsglósur og svívirðingar.

Hlynur Þór Magnússon, 29.6.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þvílík smekkleysa. Hver samþykkir svonalagað? 

Marta B Helgadóttir, 29.6.2007 kl. 17:45

3 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Ég þekki þetta, átti sæti í umhverfismálaráði í bæjarfélaginu mínu og var oft í stríði við auglýsinga liðið.  Það átti að leyfa það tímabundið, var viðkvæðið, en við sátu uppi með þær árum saman.  Hef alla tíð verið andvígur því að dreifa auglýsingum á þennan hátt um allt.  Auglýsingar eiga að vera á fyrir fram gefnum svæðum ( stöðum ) sem eru samþykktar af byggingaryfirvöldum.  Var reyndar  lengi í byggingarnefnd líka og þekki því þennan málflokk nokkuð vel og þeim þrýstingi sem er beit

Ólafur H Einarsson, 29.6.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er alveg hræðilega ljótt og hrein umhverfisspjöll. Hefur reyndar ekki áhrif á kaup blaðsins inn á mitt heimili, það er aldrei keypt hér hvort eð er.

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.6.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já við höfum séð og heyrt svona áður því miður.  Taugaveikluð auglýsingaherferð.

Marinó Már Marinósson, 30.6.2007 kl. 16:46

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér er málefnið ekki óskylt heldur Ólafur frá hlið auglýsandans. Ég starfa við kynningar og markaðsstörf fyrir öflugt fjármálafyrirtæki og var í sviðpuðum störfum áður til margra ára, fyrir stórt ferðaþjónustufyrirtæki.

Hér er sannkölluð lágkúra á ferð. Fyrirtæki með sjálfsvirðingu eltist ekki við að auglýsa á þennan hátt.  Blaðið Séð og heyrt les ég helst ekki og vorkenni því fólki sem er hundelt af fjölmiðlafólki með sitt einkalíf.  Ég man eftir majonesdollunni sem Hlynur nefnir þarna, það var mikil landhreinsun að hún var loks fjarlægð. Fleira mætti fjarlægja svosem stærðarinnar kókdós sem maður keyrir framhjá á leið upp í Borgarfjörð. Ég er alveg sammála því sem þú segir að auglýsingar eiga að vera á þeim stöðum sem eru til þess ætlaðir og samþykktir af yfirvöldum.

Marta B Helgadóttir, 30.6.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband