Árþúsundamót og Lögberg á Þingvöllum

HPIM0366 

Þar sem ég hef nokkuð fjallað um Þingvelli að undanförnu er ekki úr vegi að láta hér inn ljóð frá mér sem ég samdi í byrjun ársins 2000.  Árþúsundamótin voru þá eða ekki þá, ætla mér ekki að rifja upp þá deilu.  Þetta er aldamótaljóðið mitt og uppgjör við gengna tíð.

 

 

    Árþúsundamót 2000

 

Liðin er öld ljósa og tölvunnar

loks eru hjörtun tæmd

bið ég öllum blessun ölvar                                

brátt er vor tunga rænd,

gengin er gleði og stríða

gnyð fer tímans Hrímey                                    

vaki allra gnægð, vont þá líða

völur mikli við himnanna fley.

 

Reiðir hver hönd rétti að lifa

ríklyndur en gáfu efinn                                      

lögin sem land vort hrjóstrugt skrifa

löghlýðni skal ei efa gefin,

spyrja má þá skammrar vorar æfi

skálmöld er vor gengin tíð

voru morð og vígöld okkar hæfi

viskan ein, hvað batt þessi stríð ?

 

Nóg hafa líka masað og talað

niðjar okkar á þessari öld

orð þeirra hafa orðgnótt malað

orðumprýddir sem fara með völd,

hin góði hógværi maður

helg er þín stund og fas

liðin er öld og ljósmiðla glaður

lokar tækið fyrir heimsins þras.

 

Hollt er ei vort heimsins fæði

héðan fara vor aldarhvörf

mikilvæg er vor menntun og klæði

morgunverkin við árþúsunda störf

því Lögberg er, sem ljóðsið glæði

löng er þessi ganga í heimi,

nýrri skal öld með náttúruæði

nyrsta land það um dreymi.

 

Lýðræðið enn sína löngu göngu

leiði tímann fram á braut

þar sem hjarta vort og tími þraut.

                                   

                         Ólafur H. Einarsson 2. jan. 2000.

 

ölvar: gætin við vini sína   gnyð: mögla   Hrímey: Ísland   ríklyndur: stórhuga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leit við og naut lestursins.

Marta B Helgadóttir, 23.7.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband