Nýjar áherslur í umræðunni um friðun húsa við Laugaveginn

 HPIM1460

Mikil umræða fer nú fram vegna fyrirhugaðs niðurrifs á Laugavegi 4 - 6.  Ég hef þegar lýst skoðun minni hér á blogginu mínu.  Tilefni hugleiðingar minnar núna er að ég er orðin þeirrar skoðunar að umræðan um húsafriðun sé orðin eins og skotgrafahernaður.  Alltaf er verið að færa víglínuna og hlaða ný sandpokavirki.  Það er orðið tímabært að Torfusamtökin og o.f.l. sem hafa staðið í víglínunni breyti um áherslur í baráttunni.  Ekki er lengur stætt á að standa í orrahríð og kappræðu um hvert einasta gamalt hús sem á að rífa eða flytja annað.  Ég er þeirra skoðunar að söðla verði um og þeir sem vilja verja gömul hús við Laugaveginn verði að tala um að friða alla götuna, hætt verði að berjast um hvert einast hús.  Líkt og Torfusamtökin gerðu á sínum tíma, tala um húsaþyrpinguna alla en ekki einstaka hús. 

Þannig verður heildarmyndin meira lifandi sem ein heild, en ekki sem einstaka hús sem í mörgum tilvikum hafa verið vanrækt af viðhaldi og afskræmd.  Varðveislugildi þessara húsa felst í fjölda þeirra og hversu ósamstæð þau eru og eins og ég hef orðað það kaótísk.  Sjarmi þessara húsa fyrir framtíðina felst í því.  Byggingarsagan lifandi og vitni um ófullburða skipulag. 

Aftökulista R- listans á húsum við Laugaveginn verður að afturkalla, eins og núverandi meirihluti vísar gjarnan til, þá hefur skipulagsráð þegar heimilað niðurrif  húsanna við götuna.  Þannig er núverandi meirihluti að fría sig frá ákvörðuninni.  Annars eru þetta ekki spurningar um einhvern meirihluta sem situr hverju sinni, heldur um hugafarsbreytingu.  Hverfa frá stundarhagsmunum og líta á Laugaveginn sem menningararf sem ekki megi skerða eða skemma fyrir framtíðinni.  Til skemmri tíma litið verða skammtíma hagsmunir þeirra sem byggja vilja glerhallir og nýbyggingar við Laugaveginn aðeins stundarhagnaður einstaklinga.  Hagsmunir framtíðarinnar felast í menningar- og byggingarsögu Laugavegsins, húsunum óreglulegu.  Til þess að ég fari ekki að endurtaka mig þá vísa ég til fyrri skrifa á blogginu mínu hvernig hægt er að reka og finna húsunum hlutverk.

HPIM1383Ég hafna því alfarið að litið sé á Laugaveginn sem eingöngu verslunargötu.  Þá á ég við verslanir með stórum glergluggum seljandi tískuvöru o.s.f.v.  Gatan verður áhugaverð með margbreytilegri þjónustu, sem tekur mið af þörfum samfélagsins, en ekki eingöngu tískuvöru og öðru slíku. 

Loks vil ég árétta þá skoðun mína að horfið verði frá skotgrafa kappræðu um einstök hús, heldur að stefnt að því að allur Laugavegurinn verði friðaður.  Það er stærsta hagsmunamál okkar í dag sem viljum varðveita byggingar- og menningarsögu Reykjavíkur.  Jafnframt framtíðarinnar.  Glerhallir og moll verða byggð á næstu árum ( í landi Blikastaða og víðar ) sem verða mun aðgengilegri hús og þægilegri en afskræmingarhúsin nýju við Laugaveginn.

HPIM1396


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband